RIFF verður ekki KIFF Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. ágúst 2014 10:00 Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi hátíðarinnar Vísir/GVA „Við erum afar þakklát og hlökkum til samstarfsins,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, eða RIFF, en hátíðin er styrkt myndarlega af Kópavogsbæ í ár en ekki Reykjavíkurborg eins og síðastliðin tíu ár. Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar ákvað á síðasta ári að styrkja ekki RIFF og olli það nokkrum pólitískum óróa. Meðal annars lagði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að ákvörðunin yrði endurskoðuð en tillagan var felld af meirihluta ráðsins. Ný hátíð á vegum Bíós Paradísar, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, var styrkt af ráðinu í staðinn. Stjórnendur RIFF brugðu því á það ráð að leita til annarra sveitarfélaga og úr varð samstarf Kópavogsbæjar og RIFF. „RIFF heldur sínu striki og verður haldin með glæsibrag í haust. Við höfum haft sömu bakhjarlana í mörg ár og engin breyting er á því. RIFF fær auk þess mjög veglegan stuðning frá menntamálaráðuneytinu sem styrkt hefur hátíðina frá upphafi sem og iðnaðarráðuneytinu og MEDIA, menningaráætlun ESB. Meðal annars stendur til að halda kvikmyndatónleika með Sólstöfum í Salnum í Kópavogi og stuttmyndasmiðjur fyrir börn í samstarfi við grunnskólana í Kópavogi,“ útskýrir Hrönn. „Mun fleiri uppákomur verða svo í bænum þegar hátíðin hefst þann 25. september næstkomandi og verða þær kynntar þegar nær dregur.“ Spurð hvort hátíðin ætti þá ekki með réttu að heita Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Kópavogi, eða KIFF, hlær Hrönn og útskýrir að hátíðin sé orðin ellefu ára gömul og sé þekkt vörumerki hér á landi sem og erlendis. „Það tekur mörg ár að byggja upp slíkt vörumerki og því skilningur á því að breyta ekki nafninu. Hátíðin verður að öðru leyti með sama sniði, við munum sýna kvikmyndir í Reykjavík svo sem í Háskólabíói, Bíói Paradís, Norræna húsinu, Tjarnarbíói, Stúdentakjallaranum og á Lofti Hosteli.“ Von er á fjölmörgum erlendum gestum. Meðal annars hefur verið tilkynnt að hinn áhrifamikli rannsóknarblaðamaður John Pilger mun sækja hátíðina. Eins er von á heimsfrægu kvikmyndagerðarfólki. „Það mun koma í ljós bráðlega hverjir það verða,“ svarar Hrönn þegar hún er spurð við hverjum megi búast. Stjórn RIFF, sem þau Baltasar Kormákur, Elísabet Ronaldsdóttir, Hrönn Marinósdóttir, Max Dager og Skúli Valberg skipa, sendi frá sér grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 13. janúar á þessu ári þar sem þau hörmuðu þá ákvörðun menningar-og ferðamálaráðs að hætta styrkveitingu til Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF – eftir 10 ára samstarf.Í greininni sagði meðal annars að þeim þætti miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum vera kastað á glæ með ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar. Þau sögðu jafnframt engin haldbær rök fyrir því að Reykjavíkurborg hefji frá grunni uppbyggingu á nýrri alþjóðlegri kvikmyndahátíð, en styrkveiting frá Reykjavíkurborg upp á níu milljónir var sett í nýja kvikmyndahátíð á vegum Bíós Paradísar, Kvikmyndahátíð í Reykjavík.Bíó Paradís sagði ákvörðunina um að stofna aðra hátíð til höfuðs RIFF hafa verið tekna þegar ljóst varð að RIFF myndi ekki vera með sína starfsemi í Bíói Paradís „vegna viðskiptalegra forsendna eiganda RIFF“.Einar Örn Benediktsson, sem var formaður menningar- og ferðamálaráðs á þessum tíma, sagði faglegt álit fulltrúa BÍL hafa ráðið för þegar ákvörðun var tekin um hvora hátíðina skyldi styrkja og sagði í samtali við Vísi.is þann 14. janúar síðastliðinn: „Hiklaust hefur verið farið eftir tillögum frá faghópi Bandalags íslenskra listamanna. Með því erum við að fjarlægjast það að einhverjar geðþóttaákvarðanir ráði; listamenn meta hvar féð er best komið.“ Menning RIFF Tengdar fréttir Óeðlilega hár styrkur til Kvikmyndahátíðar í Reykjavík? Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur óeðlilegt að ný kvikmyndahátíð fái átta milljón króna styrk frá Reykjavíkurborg. 14. janúar 2014 20:22 Opið bréf vegna RIFF Kæra borgarstjórn. Það olli mér miklum vonbrigðum og eftirsjá að frétta að borgarstjórn Reykjavíkur hefði ákveðið að hætta stuðningi sínum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík. 27. febrúar 2014 06:00 RIFF fær 20 milljóna króna styrk Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var einn 38 evrópskra kvikmyndahátíðanna sem Evrópusambandið styrkti í ár. 19. júlí 2014 09:00 RIFF á menningartorfu Kópavogs Dagskrá RIFF - Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík fer að hluta fram í menningarhúsum Kópavogsbæjar í haust en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ. 30. apríl 2014 15:55 Úthlutunarnefnd ætti að geta staðið fyrir máli sínu Bubbi telur að þeir sem taka ákvörðun um úthlutun listamannalauna ættu að geta staðið fyrir máli sínu. 14. janúar 2014 20:48 Opið bréf til Reykjavíkurborgar vegna RIFF Stjórn RIFF, sem skipuð var árið2013 að ósk Reykjavíkurborgar, harmar þá ákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs að hætta styrkveitingu til Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík –RIFF eftir 10 ára farsælt samstarf um uppbyggingu hátíðarinnar á alþjóðavettvangi. 13. janúar 2014 07:00 Rifist um RIFF Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi segir faglega staðið að ákvörðuninni um að hætta að styrkja kvikmyndahátíðina og beina milljónunum annað. 14. janúar 2014 11:00 Saka faghóp borgarinnar um spillingu Sjálfstæðismenn í borginni ómyrkir í máli um kvikmyndahátíðina RIFF. 22. janúar 2014 14:31 "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ "Það er töluvert margt sem kemur fram í viðtalinu við Hrönn [Marinósdóttir, stjórnanda RIFF] sem er beinlínis rangt,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri Heimili kvikmyndanna, í samtali við Vísi. 20. desember 2013 21:00 Enn er rifist um RIFF Hrönn Marinósdóttir gagnrýnir harðlega orð Einars Arnar er varða styrkveitingar Reykjavíkurborgar til kvikmyndahátíðar í Reykjavík. 15. janúar 2014 11:35 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
„Við erum afar þakklát og hlökkum til samstarfsins,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, eða RIFF, en hátíðin er styrkt myndarlega af Kópavogsbæ í ár en ekki Reykjavíkurborg eins og síðastliðin tíu ár. Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar ákvað á síðasta ári að styrkja ekki RIFF og olli það nokkrum pólitískum óróa. Meðal annars lagði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um að ákvörðunin yrði endurskoðuð en tillagan var felld af meirihluta ráðsins. Ný hátíð á vegum Bíós Paradísar, Kvikmyndahátíð í Reykjavík, var styrkt af ráðinu í staðinn. Stjórnendur RIFF brugðu því á það ráð að leita til annarra sveitarfélaga og úr varð samstarf Kópavogsbæjar og RIFF. „RIFF heldur sínu striki og verður haldin með glæsibrag í haust. Við höfum haft sömu bakhjarlana í mörg ár og engin breyting er á því. RIFF fær auk þess mjög veglegan stuðning frá menntamálaráðuneytinu sem styrkt hefur hátíðina frá upphafi sem og iðnaðarráðuneytinu og MEDIA, menningaráætlun ESB. Meðal annars stendur til að halda kvikmyndatónleika með Sólstöfum í Salnum í Kópavogi og stuttmyndasmiðjur fyrir börn í samstarfi við grunnskólana í Kópavogi,“ útskýrir Hrönn. „Mun fleiri uppákomur verða svo í bænum þegar hátíðin hefst þann 25. september næstkomandi og verða þær kynntar þegar nær dregur.“ Spurð hvort hátíðin ætti þá ekki með réttu að heita Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Kópavogi, eða KIFF, hlær Hrönn og útskýrir að hátíðin sé orðin ellefu ára gömul og sé þekkt vörumerki hér á landi sem og erlendis. „Það tekur mörg ár að byggja upp slíkt vörumerki og því skilningur á því að breyta ekki nafninu. Hátíðin verður að öðru leyti með sama sniði, við munum sýna kvikmyndir í Reykjavík svo sem í Háskólabíói, Bíói Paradís, Norræna húsinu, Tjarnarbíói, Stúdentakjallaranum og á Lofti Hosteli.“ Von er á fjölmörgum erlendum gestum. Meðal annars hefur verið tilkynnt að hinn áhrifamikli rannsóknarblaðamaður John Pilger mun sækja hátíðina. Eins er von á heimsfrægu kvikmyndagerðarfólki. „Það mun koma í ljós bráðlega hverjir það verða,“ svarar Hrönn þegar hún er spurð við hverjum megi búast. Stjórn RIFF, sem þau Baltasar Kormákur, Elísabet Ronaldsdóttir, Hrönn Marinósdóttir, Max Dager og Skúli Valberg skipa, sendi frá sér grein sem birtist í Fréttablaðinu þann 13. janúar á þessu ári þar sem þau hörmuðu þá ákvörðun menningar-og ferðamálaráðs að hætta styrkveitingu til Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF – eftir 10 ára samstarf.Í greininni sagði meðal annars að þeim þætti miklu uppbyggingarstarfi, þekkingu og verðmætum vera kastað á glæ með ákvörðun menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar. Þau sögðu jafnframt engin haldbær rök fyrir því að Reykjavíkurborg hefji frá grunni uppbyggingu á nýrri alþjóðlegri kvikmyndahátíð, en styrkveiting frá Reykjavíkurborg upp á níu milljónir var sett í nýja kvikmyndahátíð á vegum Bíós Paradísar, Kvikmyndahátíð í Reykjavík.Bíó Paradís sagði ákvörðunina um að stofna aðra hátíð til höfuðs RIFF hafa verið tekna þegar ljóst varð að RIFF myndi ekki vera með sína starfsemi í Bíói Paradís „vegna viðskiptalegra forsendna eiganda RIFF“.Einar Örn Benediktsson, sem var formaður menningar- og ferðamálaráðs á þessum tíma, sagði faglegt álit fulltrúa BÍL hafa ráðið för þegar ákvörðun var tekin um hvora hátíðina skyldi styrkja og sagði í samtali við Vísi.is þann 14. janúar síðastliðinn: „Hiklaust hefur verið farið eftir tillögum frá faghópi Bandalags íslenskra listamanna. Með því erum við að fjarlægjast það að einhverjar geðþóttaákvarðanir ráði; listamenn meta hvar féð er best komið.“
Menning RIFF Tengdar fréttir Óeðlilega hár styrkur til Kvikmyndahátíðar í Reykjavík? Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur óeðlilegt að ný kvikmyndahátíð fái átta milljón króna styrk frá Reykjavíkurborg. 14. janúar 2014 20:22 Opið bréf vegna RIFF Kæra borgarstjórn. Það olli mér miklum vonbrigðum og eftirsjá að frétta að borgarstjórn Reykjavíkur hefði ákveðið að hætta stuðningi sínum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík. 27. febrúar 2014 06:00 RIFF fær 20 milljóna króna styrk Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var einn 38 evrópskra kvikmyndahátíðanna sem Evrópusambandið styrkti í ár. 19. júlí 2014 09:00 RIFF á menningartorfu Kópavogs Dagskrá RIFF - Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík fer að hluta fram í menningarhúsum Kópavogsbæjar í haust en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ. 30. apríl 2014 15:55 Úthlutunarnefnd ætti að geta staðið fyrir máli sínu Bubbi telur að þeir sem taka ákvörðun um úthlutun listamannalauna ættu að geta staðið fyrir máli sínu. 14. janúar 2014 20:48 Opið bréf til Reykjavíkurborgar vegna RIFF Stjórn RIFF, sem skipuð var árið2013 að ósk Reykjavíkurborgar, harmar þá ákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs að hætta styrkveitingu til Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík –RIFF eftir 10 ára farsælt samstarf um uppbyggingu hátíðarinnar á alþjóðavettvangi. 13. janúar 2014 07:00 Rifist um RIFF Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi segir faglega staðið að ákvörðuninni um að hætta að styrkja kvikmyndahátíðina og beina milljónunum annað. 14. janúar 2014 11:00 Saka faghóp borgarinnar um spillingu Sjálfstæðismenn í borginni ómyrkir í máli um kvikmyndahátíðina RIFF. 22. janúar 2014 14:31 "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ "Það er töluvert margt sem kemur fram í viðtalinu við Hrönn [Marinósdóttir, stjórnanda RIFF] sem er beinlínis rangt,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri Heimili kvikmyndanna, í samtali við Vísi. 20. desember 2013 21:00 Enn er rifist um RIFF Hrönn Marinósdóttir gagnrýnir harðlega orð Einars Arnar er varða styrkveitingar Reykjavíkurborgar til kvikmyndahátíðar í Reykjavík. 15. janúar 2014 11:35 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Óeðlilega hár styrkur til Kvikmyndahátíðar í Reykjavík? Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur óeðlilegt að ný kvikmyndahátíð fái átta milljón króna styrk frá Reykjavíkurborg. 14. janúar 2014 20:22
Opið bréf vegna RIFF Kæra borgarstjórn. Það olli mér miklum vonbrigðum og eftirsjá að frétta að borgarstjórn Reykjavíkur hefði ákveðið að hætta stuðningi sínum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík. 27. febrúar 2014 06:00
RIFF fær 20 milljóna króna styrk Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var einn 38 evrópskra kvikmyndahátíðanna sem Evrópusambandið styrkti í ár. 19. júlí 2014 09:00
RIFF á menningartorfu Kópavogs Dagskrá RIFF - Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík fer að hluta fram í menningarhúsum Kópavogsbæjar í haust en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ. 30. apríl 2014 15:55
Úthlutunarnefnd ætti að geta staðið fyrir máli sínu Bubbi telur að þeir sem taka ákvörðun um úthlutun listamannalauna ættu að geta staðið fyrir máli sínu. 14. janúar 2014 20:48
Opið bréf til Reykjavíkurborgar vegna RIFF Stjórn RIFF, sem skipuð var árið2013 að ósk Reykjavíkurborgar, harmar þá ákvörðun Menningar-og ferðamálaráðs að hætta styrkveitingu til Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík –RIFF eftir 10 ára farsælt samstarf um uppbyggingu hátíðarinnar á alþjóðavettvangi. 13. janúar 2014 07:00
Rifist um RIFF Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi segir faglega staðið að ákvörðuninni um að hætta að styrkja kvikmyndahátíðina og beina milljónunum annað. 14. janúar 2014 11:00
Saka faghóp borgarinnar um spillingu Sjálfstæðismenn í borginni ómyrkir í máli um kvikmyndahátíðina RIFF. 22. janúar 2014 14:31
"Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ "Það er töluvert margt sem kemur fram í viðtalinu við Hrönn [Marinósdóttir, stjórnanda RIFF] sem er beinlínis rangt,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri Heimili kvikmyndanna, í samtali við Vísi. 20. desember 2013 21:00
Enn er rifist um RIFF Hrönn Marinósdóttir gagnrýnir harðlega orð Einars Arnar er varða styrkveitingar Reykjavíkurborgar til kvikmyndahátíðar í Reykjavík. 15. janúar 2014 11:35