Í HM-draumi spilar enginn á gervigrasi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2014 08:00 Enn eina ferðina hafa forsvarsmenn Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, með trúðinn Sepp Blatter í broddi fylkingar, gert sig að fífli. Maðurinn sem ætlaði að auka vinsældir kvennaknattspyrnu á einu bretti um árið með því að stytta stuttbuxur leikmanna hefur nú gefið grænt ljós á að leikir í næstu heimsmeistarakeppni í Kanada fari fram á gervigrasi. Töluvert er síðan gestgjafarnir óskuðu eftir að sá háttur yrði hafður á en vonir stóðu til að FIFA myndi ekki samþykkja tillöguna. Eðlilega eru leikmenn og áhugafólk um knattspyrnu um allan heim ósátt við ákvörðun FIFA. Skiljanlega. Aldrei í sögunni hefur leikur á HM í knattspyrnu farið fram á gervigrasi sem þykir, eðli málsins samkvæmt, ekki komast með tærnar þar sem náttúrulegt gras hefur hælana. Það segir sína sögu að karlalandslið Kanada hafi í undankeppni fyrir HM 2014 í Brasilíu neitað að spila einn leikja sinna á gervigrasi. Áhugi á kvennaknattspyrnu er grátlega lítill samanborið við áhuga á karlaknattspyrnu. „Það eru eiginlega bara strákar sem veðja á leikina sem mæta,“ sagði vinkona mín í Pepsi-deild kvenna við mig á dögunum. Ástæður fyrir muninum á áhuga eru efni í aðra bakþanka, reyndar efni í meistararitgerð, en vandamálið er ljóst. Lausnin er ekki að höfuð knattspyrnunnar í heiminum fari í tilraunastarfsemi með fremstu leikmenn heimsins í kvennaflokki. Eftir glæsilega heimsmeistarakeppni í Þýskalandi árið 2011 var liðum í lokakeppni fjölgað úr 16 í 24. Fleiri þjóðir, þar á meðal Ísland, áttu allt í einu töluvert meiri möguleika á að spila á stóra sviðinu sem allt knattspyrnufólk dreymir um. Stelpurnar okkar mæta Dönum í því sem mætti kalla úrslitaleik um annað sætið í riðli Íslands í undankeppninni í Laugardalnum eftir tvær vikur. Möguleiki á sæti í lokakeppninni er fyrir hendi þótt hann sé nokkuð fjarlægur draumur. Draumur er hann engu að síður og í þeim draumi er enginn að spila á gervigrasi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Tengdar fréttir Humallinn Tumi Þegar hann heyrði að svarið var Seattle var hann fljótur að hlaða í næstu spurningu: "Finnst þér góður bjór?“ 16. maí 2014 07:00 Tekið sem sjálfsögðum hlut Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut. 4. október 2013 06:00 Ísland í hundana Þegar ég var barn og unglingur voru hundar eitthvað sem ég þekkti ekki. Fjölskylda vinar míns átti hund, einn frændi í fjölskyldunni átti hund í nokkur ár en þar með var það upptalið. Fyrir vikið leið mér aldrei vel í návist hunda og var í rauninni smeykur við þá. Þrjú ár í Bandaríkjunum breyttu öllu. 11. júlí 2014 07:00 Koddaslef og kynlífsherbergi „Þetta gæti ég til dæmis aldrei gert,“ sagði vinnufélagi minn í gær þegar ég lýsti fyrir honum gistiaðstæðum mínum í Montreal á dögunum. 27. júní 2014 09:45 Frá helvíti til himna Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja "beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. 20. september 2013 07:00 Kóngur á spítala Þrátt fyrir að vera nýskriðinn á fertugsaldurinn lagðist ég á skurðarborðið á þriðjudaginn. Brjósklos í mjóbakinu hefur angrað mig undanfarið hálft ár. 10. janúar 2014 06:00 Þegar örlögin grípa inn í Íslenskir íþróttamenn munu vafalítið fá væna gæsahúð þegar Vetrarólympíuleikarnir verða settir í borginni Sotsjí við Svartahaf síðar í dag. Eftir margra ára þrotlausar æfingar með langtímamarkið í huga er draumurinn orðinn að veruleika. 7. febrúar 2014 06:00 Á Bolungarvík Í apríl 2009 var ég á svipuðum stað og í dag að einu leyti. Mig langaði að skemmta mér um páskana og var ferð á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður á Ísafirði efst á lista. Ég var ekki lengi að sannfæra þáverandi kærustu mína um að við skyldum skella okkur og á nokkrum dögum hafði myndast ellefu manna hópur, tvö pör auk sjö einhleypra snillinga. 4. apríl 2014 07:00 Peningar, hórur og eiturlyf Sannfæringarmáttur eins manns getur orðið til þess að þú sturtir öllum eðlilegum siðferðisgildum niður í klósettið. 24. janúar 2014 06:00 Heilög Francisca "Góðan daginn, Tumi minn,“ segir brosmildasta og skemmtilegasta afgreiðslukona heimsins þegar ég legg leið mína í Bónus úti á Granda. 1. nóvember 2013 06:00 Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00 Að skjóta framhjá Síðan leiðir skildi hjá mér og minni fyrrverandi hefur lífsmynstrið óhjákvæmilega breyst. Meðal þess sem ég hef rekið mig á er hve margir virðast eiga auðvelt með að halda framhjá. 1. ágúst 2014 07:00 Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24 Blessaður! Ég hef aldrei kunnað að meta fólk sem heilsar ekki öðru fólki sem það þekkir. 21. mars 2014 06:00 Þú keyrðir á Bjössa bollu! Hornstrandarferð tók óvænta stefnu í Reykjanesi þar sem Sigga Hagalín sagði alla vera á leiðinni á Ögurballið. Hún hefur sín sambönd. 25. júlí 2014 07:00 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Enn eina ferðina hafa forsvarsmenn Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, með trúðinn Sepp Blatter í broddi fylkingar, gert sig að fífli. Maðurinn sem ætlaði að auka vinsældir kvennaknattspyrnu á einu bretti um árið með því að stytta stuttbuxur leikmanna hefur nú gefið grænt ljós á að leikir í næstu heimsmeistarakeppni í Kanada fari fram á gervigrasi. Töluvert er síðan gestgjafarnir óskuðu eftir að sá háttur yrði hafður á en vonir stóðu til að FIFA myndi ekki samþykkja tillöguna. Eðlilega eru leikmenn og áhugafólk um knattspyrnu um allan heim ósátt við ákvörðun FIFA. Skiljanlega. Aldrei í sögunni hefur leikur á HM í knattspyrnu farið fram á gervigrasi sem þykir, eðli málsins samkvæmt, ekki komast með tærnar þar sem náttúrulegt gras hefur hælana. Það segir sína sögu að karlalandslið Kanada hafi í undankeppni fyrir HM 2014 í Brasilíu neitað að spila einn leikja sinna á gervigrasi. Áhugi á kvennaknattspyrnu er grátlega lítill samanborið við áhuga á karlaknattspyrnu. „Það eru eiginlega bara strákar sem veðja á leikina sem mæta,“ sagði vinkona mín í Pepsi-deild kvenna við mig á dögunum. Ástæður fyrir muninum á áhuga eru efni í aðra bakþanka, reyndar efni í meistararitgerð, en vandamálið er ljóst. Lausnin er ekki að höfuð knattspyrnunnar í heiminum fari í tilraunastarfsemi með fremstu leikmenn heimsins í kvennaflokki. Eftir glæsilega heimsmeistarakeppni í Þýskalandi árið 2011 var liðum í lokakeppni fjölgað úr 16 í 24. Fleiri þjóðir, þar á meðal Ísland, áttu allt í einu töluvert meiri möguleika á að spila á stóra sviðinu sem allt knattspyrnufólk dreymir um. Stelpurnar okkar mæta Dönum í því sem mætti kalla úrslitaleik um annað sætið í riðli Íslands í undankeppninni í Laugardalnum eftir tvær vikur. Möguleiki á sæti í lokakeppninni er fyrir hendi þótt hann sé nokkuð fjarlægur draumur. Draumur er hann engu að síður og í þeim draumi er enginn að spila á gervigrasi.
Humallinn Tumi Þegar hann heyrði að svarið var Seattle var hann fljótur að hlaða í næstu spurningu: "Finnst þér góður bjór?“ 16. maí 2014 07:00
Tekið sem sjálfsögðum hlut Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut. 4. október 2013 06:00
Ísland í hundana Þegar ég var barn og unglingur voru hundar eitthvað sem ég þekkti ekki. Fjölskylda vinar míns átti hund, einn frændi í fjölskyldunni átti hund í nokkur ár en þar með var það upptalið. Fyrir vikið leið mér aldrei vel í návist hunda og var í rauninni smeykur við þá. Þrjú ár í Bandaríkjunum breyttu öllu. 11. júlí 2014 07:00
Koddaslef og kynlífsherbergi „Þetta gæti ég til dæmis aldrei gert,“ sagði vinnufélagi minn í gær þegar ég lýsti fyrir honum gistiaðstæðum mínum í Montreal á dögunum. 27. júní 2014 09:45
Frá helvíti til himna Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja "beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. 20. september 2013 07:00
Kóngur á spítala Þrátt fyrir að vera nýskriðinn á fertugsaldurinn lagðist ég á skurðarborðið á þriðjudaginn. Brjósklos í mjóbakinu hefur angrað mig undanfarið hálft ár. 10. janúar 2014 06:00
Þegar örlögin grípa inn í Íslenskir íþróttamenn munu vafalítið fá væna gæsahúð þegar Vetrarólympíuleikarnir verða settir í borginni Sotsjí við Svartahaf síðar í dag. Eftir margra ára þrotlausar æfingar með langtímamarkið í huga er draumurinn orðinn að veruleika. 7. febrúar 2014 06:00
Á Bolungarvík Í apríl 2009 var ég á svipuðum stað og í dag að einu leyti. Mig langaði að skemmta mér um páskana og var ferð á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður á Ísafirði efst á lista. Ég var ekki lengi að sannfæra þáverandi kærustu mína um að við skyldum skella okkur og á nokkrum dögum hafði myndast ellefu manna hópur, tvö pör auk sjö einhleypra snillinga. 4. apríl 2014 07:00
Peningar, hórur og eiturlyf Sannfæringarmáttur eins manns getur orðið til þess að þú sturtir öllum eðlilegum siðferðisgildum niður í klósettið. 24. janúar 2014 06:00
Heilög Francisca "Góðan daginn, Tumi minn,“ segir brosmildasta og skemmtilegasta afgreiðslukona heimsins þegar ég legg leið mína í Bónus úti á Granda. 1. nóvember 2013 06:00
Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00
Að skjóta framhjá Síðan leiðir skildi hjá mér og minni fyrrverandi hefur lífsmynstrið óhjákvæmilega breyst. Meðal þess sem ég hef rekið mig á er hve margir virðast eiga auðvelt með að halda framhjá. 1. ágúst 2014 07:00
Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24
Blessaður! Ég hef aldrei kunnað að meta fólk sem heilsar ekki öðru fólki sem það þekkir. 21. mars 2014 06:00
Þú keyrðir á Bjössa bollu! Hornstrandarferð tók óvænta stefnu í Reykjanesi þar sem Sigga Hagalín sagði alla vera á leiðinni á Ögurballið. Hún hefur sín sambönd. 25. júlí 2014 07:00
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun