Meistararnir stefna á atvinnumennsku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2014 08:00 Ólafía Þórunn og Birgir Leifur lyfta bikurum sínum á loft í gær. fréttablaðið/daníel Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, varð í gær Íslandsmeistari í höggleik í sjötta sinn á ferlinum. Jafnaði hann þar með árangur Úlfars Jónssonar og Björgvins Þorsteinssonar en enginn hefur unnið titilinn oftar. „Það er ekki slæmt að vera kominn í hóp þessara goðsagna,“ sagði sigurreifur Birgir Leifur eftir keppnina í gær og það mátti heyra á honum að hann væri ekki hættur. „Ef heilsan leyfir þá stefni ég hiklaust á þann sjöunda.“ GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð Íslandsmeistari í annað sinn í kvennaflokki en hún vann titilinn einnig árið 2011. Hún hafði betur eftir spennandi baráttu við Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, sem gaf eftir á sextándu holu þegar hún var búin að minnka muninn í eitt högg með því að ná tveimur fuglum í röð skömmu áður. „Ég reyndi hvað ég gat til að halda mínu striki og hugsa sem minnst um hvað aðrir voru að gera,“ sagði Ólafía við Fréttablaðið í gær. „Það er svo alltaf geðveikt að klára sigurpúttið, sama hversu stutt það er,“ bætti hún við í léttum dúr.Stoltur af sigrinum Yfirburðir Birgis Leifs voru gríðarlega miklir en hann var aðeins einu höggi frá því að bæta mótsmetið. Hann spilaði á samtals tíu höggum undir pari en fékk skolla á átjándu holu Leirdalsvallar í gær. „Ég var svo sem ekki með mótsmetið í huganum þegar ég var að klára en það er fúlt að vita af þessu núna,“ segir þessi mikli keppnismaður. „En ég er hrikalega stoltur af þessu og það var mjög gaman að vinna sigur á mínum heimavelli og fyrir áhorfendur þar.“ Birgir Leifur hefur náð lengst allra íslenskra kylfinga á alþjóðavísu og ætlar að reyna aftur við minnst eina atvinnumótaröð í haust, annaðhvort þá evrópsku eða bandarísku. „Við skulum sjá til hvað fjárhagurinn leyfir en mjög líklega mun ég bara einbeita mér að úrtökumótunum fyrir aðra mótaröðina. Ég er ánægður með mína spilamennsku þó svo að maður geti alltaf bætt sig á öllum sviðum,“ segir hann.Ætlar á Evrópumótaröðina Ólafía Þórunn útskrifaðist frá Wake Forest-háskólanum í Bandaríkjunum í vor og hyggur einnig á að reyna við úrtökumótin fyrir Evrópumótaröðina. En hún ætlar fyrst að freista þess að komast á HM áhugamanna í Japan í september. „Það væri mjög gaman að komast til Japans,“ segir hún. Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur enn og aftur meistari Hafði gríðarlega yfirburði á Íslandsmótinu í höggleik sínum heimavelli. 27. júlí 2014 15:07 Ólafía Þórunn Íslandsmeistari í annað sinn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér titilinn á Leirdalsvelli. 27. júlí 2014 16:00 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, varð í gær Íslandsmeistari í höggleik í sjötta sinn á ferlinum. Jafnaði hann þar með árangur Úlfars Jónssonar og Björgvins Þorsteinssonar en enginn hefur unnið titilinn oftar. „Það er ekki slæmt að vera kominn í hóp þessara goðsagna,“ sagði sigurreifur Birgir Leifur eftir keppnina í gær og það mátti heyra á honum að hann væri ekki hættur. „Ef heilsan leyfir þá stefni ég hiklaust á þann sjöunda.“ GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir varð Íslandsmeistari í annað sinn í kvennaflokki en hún vann titilinn einnig árið 2011. Hún hafði betur eftir spennandi baráttu við Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK, sem gaf eftir á sextándu holu þegar hún var búin að minnka muninn í eitt högg með því að ná tveimur fuglum í röð skömmu áður. „Ég reyndi hvað ég gat til að halda mínu striki og hugsa sem minnst um hvað aðrir voru að gera,“ sagði Ólafía við Fréttablaðið í gær. „Það er svo alltaf geðveikt að klára sigurpúttið, sama hversu stutt það er,“ bætti hún við í léttum dúr.Stoltur af sigrinum Yfirburðir Birgis Leifs voru gríðarlega miklir en hann var aðeins einu höggi frá því að bæta mótsmetið. Hann spilaði á samtals tíu höggum undir pari en fékk skolla á átjándu holu Leirdalsvallar í gær. „Ég var svo sem ekki með mótsmetið í huganum þegar ég var að klára en það er fúlt að vita af þessu núna,“ segir þessi mikli keppnismaður. „En ég er hrikalega stoltur af þessu og það var mjög gaman að vinna sigur á mínum heimavelli og fyrir áhorfendur þar.“ Birgir Leifur hefur náð lengst allra íslenskra kylfinga á alþjóðavísu og ætlar að reyna aftur við minnst eina atvinnumótaröð í haust, annaðhvort þá evrópsku eða bandarísku. „Við skulum sjá til hvað fjárhagurinn leyfir en mjög líklega mun ég bara einbeita mér að úrtökumótunum fyrir aðra mótaröðina. Ég er ánægður með mína spilamennsku þó svo að maður geti alltaf bætt sig á öllum sviðum,“ segir hann.Ætlar á Evrópumótaröðina Ólafía Þórunn útskrifaðist frá Wake Forest-háskólanum í Bandaríkjunum í vor og hyggur einnig á að reyna við úrtökumótin fyrir Evrópumótaröðina. En hún ætlar fyrst að freista þess að komast á HM áhugamanna í Japan í september. „Það væri mjög gaman að komast til Japans,“ segir hún.
Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur enn og aftur meistari Hafði gríðarlega yfirburði á Íslandsmótinu í höggleik sínum heimavelli. 27. júlí 2014 15:07 Ólafía Þórunn Íslandsmeistari í annað sinn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér titilinn á Leirdalsvelli. 27. júlí 2014 16:00 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira
Birgir Leifur enn og aftur meistari Hafði gríðarlega yfirburði á Íslandsmótinu í höggleik sínum heimavelli. 27. júlí 2014 15:07
Ólafía Þórunn Íslandsmeistari í annað sinn GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tryggði sér titilinn á Leirdalsvelli. 27. júlí 2014 16:00