Breytt valdakerfi Þorsteinn Pálsson skrifar 26. júlí 2014 07:00 Valdakerfi hvers samfélags byggist að miklu leyti á stjórnmálaflokkum og hagsmunasamtökum. Skoðanakannanir og kosningaúrslit síðustu ára sýna að pólitískt mynstur er að breytast. Þetta kemur fram í tvennu: Ný styrkleikahlutföll milli hefðbundnu stjórnmálaflokkanna eru að festast í ákveðnu fari og tengsl þeirra og hagsmunasamtaka hafa að ákveðnu marki raknað upp. Lifandi tengsl stjórnmála og hagsmunasamtaka þurfa ekki að vera slæm. Þvert á móti geta þau verið mikilvæg forsenda fyrir nægjanlega djúpri og víðsýnni málefnalegri umræðu í samfélaginu. Þessi tengsl eru því aðeins hættuleg þegar þau leiða til þess að ákvarðanir á vettvangi stjórnmálanna mótast af afmörkuðum og þröngum hagsmunum. Alþýðubandalagið var á sinni tíð eins og margir sósíalistaflokkar eins konar menntamannaútgáfa af verkalýðshreyfingunni. En VG hefur aðeins varðveitt tengsl við tiltekna hópa opinberra starfsmanna en lagt rækt við umhverfisverndarsinna. Alþýðuflokkurinn varðveitti lengi lifandi samstarf við almennu verkalýðsfélögin. Þau virðast hins vegar vera lausari í reipunum í Samfylkingunni. Styrkur Sjálfstæðisflokksins byggðist lengi á traustum tengslum við allar greinar atvinnulífsins og verulegum ítökum í almennu verkalýðsfélögunum. Núna eru hagsmunatengslin einkum við útvegsmenn og bændur. Framsóknarflokkurinn hafði einnig tengsl við breiddina í atvinnulífinu í gegnum samvinnufélögin en þau eru nú einskorðuð við bændur og að einhverju marki útveginn. Þannig hafa hagsmunatengsl allra gömlu flokkanna þrengst án þess að annað hafi komið í staðinn. Nýir flokkar sem sprottið hafa upp síðustu áratugi hafa yfirleitt snúist um einstaklinga eða þröng málefnasvið. Kvennalistinn er þar þó undanskilinn.Minni flokkar og fleiri Þeir fjórir flokkar sem í áratugi hafa verið hryggjarstykkið í pólitíkinni eiga hver um sig rætur í hugmyndafræði sem eðlilega hafði áhrif á hagsmunatengsl þeirra. Og svo þarf að taka með í reikninginn að með vaxandi almennri velmegun er hugmyndabaráttan eðlilega ekki jafn skörp og einu sinni var. Sjálfstæðisflokkurinn er að festast í þeirri stöðu að vera um það bil þriðjungi minni en hann var fyrrum. VG er einnig um þriðjungi minni en Alþýðubandalagið var. Samfylkingin er aftur á móti lítið eitt stærri en Alþýðuflokkurinn. Mesta breytingin er á stöðu Framsóknar. Hún er meir en helmingi minni en gamli Framsóknarflokkurinn. Kosningasigur Framsóknar í alþingiskosningunum fyrir ári gekk mjög hratt til baka í skoðanakönnunum. Það tap var síðan staðfest í borgarstjórnarkosningunum þó að samanburður við fyrri borgarstjórnarkosningar gæfi aðra mynd. Þetta eru meiri umskipti en nöfnin á flokkunum fyrr og nú gefa til kynna. Breytingarnar hafa ekki aðeins raskað valdakerfinu heldur sýnast þær einnig hafa veruleg áhrif á það hvernig flokkarnir nálgast pólitísk viðfangsefni. Nýir flokkar hafa svo komið og flestir farið. Breytt flokkakerfi hefur einnig opnað pólitískt tómarúm að því er varðar utanríkisstefnu landsins og hugmyndir um samvinnu og samstarf við aðrar þjóðir. Þar var Sjálfstæðisflokkurinn áður kjölfesta. Hætt er við að það hafi meiri langtímaáhrif en menn sjá í augnablikinu þegar kjölfestan hverfur úr utanríkispólitíkinni.Pólitík án kjölfestu Ýmsir sjá kosti við marga og smáa flokka. En reynsla annarra þjóða bendir ótvírætt til þess að slíku pólitísku mynstri fylgi að jafnaði meiri lausung þó að ekkert sé algilt í þessum efnum. Ábyrg langtímasjónarmið víkja þá gjarnan um leið og skammtíma popúlístísk mál verða meira ríkjandi. Pólitíska breytingin á Framsókn samfara minnkun hennar er gott dæmi þar um. Vinstri stjórnin hefði trúlega ekki lent jafn þversum gagnvart verkalýðshreyfingunni og atvinnulífinu nema fyrir þá sök að tengslin við gamla baklandið höfðu trosnað. Þá verður að telja ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði keypt samstarfið við Framsókn jafn dýru verði og raun bar vitni í fjármálum og peningamálum ef hann hefði haldið fyrra vægi. Í stórum flokkum hugsa menn frekar til þess að vinna í haginn fyrir næsta kjörtímabil því að þeir hafa meiri möguleika á að halda áfram eða komast að síðar og svo týnast þeir síður í stjórnarandstöðu. Í minni flokkum er meir um að aðild að ríkisstjórn í eitt kjörtímabil sé tækifæri lífsins. Þá freistar popúlisminn. Flokkakerfi breytast eðlilega með nýjum aðstæðum. Það er jákvætt og stundum nauðsynlegt til þess að komast megi hjá stöðnun. En flokkakerfið er að því leyti líkt skipum að það þarfnast kjölfestu. Það á líka við á breytingatímum. Hættan við þá gerjun sem nú á sér stað er helst sú að báðir vængir stjórnmálanna verði án kjölfestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Valdakerfi hvers samfélags byggist að miklu leyti á stjórnmálaflokkum og hagsmunasamtökum. Skoðanakannanir og kosningaúrslit síðustu ára sýna að pólitískt mynstur er að breytast. Þetta kemur fram í tvennu: Ný styrkleikahlutföll milli hefðbundnu stjórnmálaflokkanna eru að festast í ákveðnu fari og tengsl þeirra og hagsmunasamtaka hafa að ákveðnu marki raknað upp. Lifandi tengsl stjórnmála og hagsmunasamtaka þurfa ekki að vera slæm. Þvert á móti geta þau verið mikilvæg forsenda fyrir nægjanlega djúpri og víðsýnni málefnalegri umræðu í samfélaginu. Þessi tengsl eru því aðeins hættuleg þegar þau leiða til þess að ákvarðanir á vettvangi stjórnmálanna mótast af afmörkuðum og þröngum hagsmunum. Alþýðubandalagið var á sinni tíð eins og margir sósíalistaflokkar eins konar menntamannaútgáfa af verkalýðshreyfingunni. En VG hefur aðeins varðveitt tengsl við tiltekna hópa opinberra starfsmanna en lagt rækt við umhverfisverndarsinna. Alþýðuflokkurinn varðveitti lengi lifandi samstarf við almennu verkalýðsfélögin. Þau virðast hins vegar vera lausari í reipunum í Samfylkingunni. Styrkur Sjálfstæðisflokksins byggðist lengi á traustum tengslum við allar greinar atvinnulífsins og verulegum ítökum í almennu verkalýðsfélögunum. Núna eru hagsmunatengslin einkum við útvegsmenn og bændur. Framsóknarflokkurinn hafði einnig tengsl við breiddina í atvinnulífinu í gegnum samvinnufélögin en þau eru nú einskorðuð við bændur og að einhverju marki útveginn. Þannig hafa hagsmunatengsl allra gömlu flokkanna þrengst án þess að annað hafi komið í staðinn. Nýir flokkar sem sprottið hafa upp síðustu áratugi hafa yfirleitt snúist um einstaklinga eða þröng málefnasvið. Kvennalistinn er þar þó undanskilinn.Minni flokkar og fleiri Þeir fjórir flokkar sem í áratugi hafa verið hryggjarstykkið í pólitíkinni eiga hver um sig rætur í hugmyndafræði sem eðlilega hafði áhrif á hagsmunatengsl þeirra. Og svo þarf að taka með í reikninginn að með vaxandi almennri velmegun er hugmyndabaráttan eðlilega ekki jafn skörp og einu sinni var. Sjálfstæðisflokkurinn er að festast í þeirri stöðu að vera um það bil þriðjungi minni en hann var fyrrum. VG er einnig um þriðjungi minni en Alþýðubandalagið var. Samfylkingin er aftur á móti lítið eitt stærri en Alþýðuflokkurinn. Mesta breytingin er á stöðu Framsóknar. Hún er meir en helmingi minni en gamli Framsóknarflokkurinn. Kosningasigur Framsóknar í alþingiskosningunum fyrir ári gekk mjög hratt til baka í skoðanakönnunum. Það tap var síðan staðfest í borgarstjórnarkosningunum þó að samanburður við fyrri borgarstjórnarkosningar gæfi aðra mynd. Þetta eru meiri umskipti en nöfnin á flokkunum fyrr og nú gefa til kynna. Breytingarnar hafa ekki aðeins raskað valdakerfinu heldur sýnast þær einnig hafa veruleg áhrif á það hvernig flokkarnir nálgast pólitísk viðfangsefni. Nýir flokkar hafa svo komið og flestir farið. Breytt flokkakerfi hefur einnig opnað pólitískt tómarúm að því er varðar utanríkisstefnu landsins og hugmyndir um samvinnu og samstarf við aðrar þjóðir. Þar var Sjálfstæðisflokkurinn áður kjölfesta. Hætt er við að það hafi meiri langtímaáhrif en menn sjá í augnablikinu þegar kjölfestan hverfur úr utanríkispólitíkinni.Pólitík án kjölfestu Ýmsir sjá kosti við marga og smáa flokka. En reynsla annarra þjóða bendir ótvírætt til þess að slíku pólitísku mynstri fylgi að jafnaði meiri lausung þó að ekkert sé algilt í þessum efnum. Ábyrg langtímasjónarmið víkja þá gjarnan um leið og skammtíma popúlístísk mál verða meira ríkjandi. Pólitíska breytingin á Framsókn samfara minnkun hennar er gott dæmi þar um. Vinstri stjórnin hefði trúlega ekki lent jafn þversum gagnvart verkalýðshreyfingunni og atvinnulífinu nema fyrir þá sök að tengslin við gamla baklandið höfðu trosnað. Þá verður að telja ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn hefði keypt samstarfið við Framsókn jafn dýru verði og raun bar vitni í fjármálum og peningamálum ef hann hefði haldið fyrra vægi. Í stórum flokkum hugsa menn frekar til þess að vinna í haginn fyrir næsta kjörtímabil því að þeir hafa meiri möguleika á að halda áfram eða komast að síðar og svo týnast þeir síður í stjórnarandstöðu. Í minni flokkum er meir um að aðild að ríkisstjórn í eitt kjörtímabil sé tækifæri lífsins. Þá freistar popúlisminn. Flokkakerfi breytast eðlilega með nýjum aðstæðum. Það er jákvætt og stundum nauðsynlegt til þess að komast megi hjá stöðnun. En flokkakerfið er að því leyti líkt skipum að það þarfnast kjölfestu. Það á líka við á breytingatímum. Hættan við þá gerjun sem nú á sér stað er helst sú að báðir vængir stjórnmálanna verði án kjölfestu.