Þúsundir sóttu útifundinn: „Stöðvum blóðbaðið“ Bjarki Ármannsson skrifar 24. júlí 2014 07:45 Sjö hundruð manns lögðust niður á Arnarhóli til að setja í samhengi fjölda þeirra látnu. Vísir/Daníel Óhætt er að segja að fjölmennt hafi verið á útifundi félagsins Ísland-Palestína á Ingólfstorgi í Reykjavík í gær. Nokkur þúsund manns lögðu leið sína á fundinn til að mótmæla framferði Ísraelsmanna á Gasasvæðinu undanfarnar vikur og til að sýna samstöðu með Palestínumönnum. Fundurinn hófst á stuttri þögn til að minnast þeirra tæplega sjö hundruð sem látist hafa í árásum á Gasasvæðið síðustu tvær vikur. Ræðumaður dagsins var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem sparaði ekki stóru orðin í gagnrýni sinni á loftárásir Ísraelsmanna. „Við eigum að taka afdráttarlausa afstöðu gegn ofbeldi gegn saklausu fólki, alltaf og alls staðar,“ sagði Dagur við mikið lófatak viðstaddra. Stuttu áður en fundurinn hófst var greint frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefði sent starfsbróður sínum í Ísrael, Benjamín Netanjahú, bréf þar sem hann fordæmir árásir og ofbeldi á báða bóga og kallar eftir tafarlausu vopnahléi. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Íslands-Palestínu og fundarstjóri, flutti fréttir af þessu á Ingólfstorgi og sagði að fundurinn hefði þannig haft áhrif áður en hann hófst. Sjá mátti söfnunarbauka víða á torginu en Ísland-Palestína stendur um þessar mundir fyrir neyðarsöfnun fyrir íbúa Gasasvæðisins. Þess má geta að félagið tekur við frjálsum framlögum á reikning sinn, 542-26-6990 kt. 520188-1349.Jóhannes Þór Skúlason, lengst til vinstri, tók við ályktun fundarins fyrir hönd forsætisráðherra.Vísir/DaníelSjö hundruð lögðust á Arnarhól Leikkonan Þóra Karítas Árnadóttir flutti ljóðið Slysaskot í Palestínu eftir Kristján frá Djúpalæk og nýstofnaði kórinn Vox Palestína söng lagið Þú veist í hjarta þér eftir Þorstein Valdimarsson. Fundi lauk svo á því að viðstaddir, sem skiptu þúsundum, hrópuðu slagorð á borð við „Frjáls Palestína“ og „Stöðvum blóðbaðið“. Að fundi loknum gengu fundargestir saman að Stjórnarráðinu. Þar var Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra, afhent ályktun fundarins. Þá lögðust sjö hundruð manns niður á Arnarhóli til að setja í samhengi fjölda þeirra sem fallið hafa í árásunum.Gangan frá Ingólfstorgi að Stjórnarráðinu var vægast sagt fjölmenn.Vísir/DaníelHilmar Örn Agnarsson stjórnaði Vox Palestína.Vísir/DaníelFundargestir hlýddu á ljóðið Slysaskot í Palestínu.Vísir/Daníel Gasa Tengdar fréttir Mesta mannfall á Gaza frá því átökin hófust 87 Palestínumenn hafa fallið í hörðum átökum við Ísraelsher á svæði við landamærin að Ísrael. Þá féllu 13 ísraelskir hermenn í átökunum en þetta er mesta mannfall sem orðið hefur á einum sólarhring frá því átökin hófust fyrir tæpum tveimur vikum. 20. júlí 2014 16:56 Annar útifundur á morgun vegna ástandsins á Gaza Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytur erindi á útifundi félagsins Ísland-Palestína á Lækjartorgi. 22. júlí 2014 11:38 Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30 Forsætisráðherra fordæmir ofbeldi á Gaza Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sendi í dag forsætisráðherra Ísraels bréf þar sem komið er á framfæri alvarlegum áhyggjum af stöðu mála á Gaza. 23. júlí 2014 16:26 „Stórkostlegt hvað maður hefur fengið mikinn stuðning“ Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir útifundi í dag vegna árása Ísraelshers á Gaza og hernáms Palestínu á Ingólfstorgi. Fjölmörg samtök hafa þegar lýst yfir stuðning við fundinn, 23. júlí 2014 16:00 Fjöldi látinna eykst og eykst á Gasa Fjöldi látinna í loftárásum Ísraelshers á Gasaströndina síðustu klukkustundirnar heldur áfram að hækka. Á sama tíma fer eldflaugaárásum herskárra Palestínumanna fjölgandi og ná flaugarnar sífellt lengra inn í landið. 9. júlí 2014 14:47 Ekkert lát á árásum á Gasa eftir sjö daga „Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir forsætisráðherra Ísrael. Um þrettán hundruð eru særðir og 175 hafa látist. 15. júlí 2014 06:30 Vill að ríkisstjórnin geri meira en að senda máttlausa fordæmingu „Megininntakið í ræðunni minni var afskiptaleysi alþjóðasamfélagsins og þetta þögla samþykki,“ sagði Arna Ösp í gær eftir mótmælafund Íslands-Palestínu. 15. júlí 2014 08:00 Skorað á stjórnvöld að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael Það er löngu fullreynt að það þýðir ekkert að ræða við Ísraelsmenn, segir Illugi Jökulsson rithöfundur. 22. júlí 2014 13:30 Tvöfalt fleiri á vergangi á Gaza Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hyggst miðla málum í deilunni á Gasa en líkur á vopnahléi eru ekki taldar miklar. 19. júlí 2014 09:00 Innrás Ísraelshers hafin á Gaza sraelsmenn hafa hafið innrás á Gaza-ströndina og her þeirra fram af landi, sjó og úr lofti. Eitt helsta markmið innrásarinnar er að eyðileggja jarðgöng sem liðsmenn Hamas hafa notað til að komast inn í Ísrael. 17. júlí 2014 23:41 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Sjá meira
Óhætt er að segja að fjölmennt hafi verið á útifundi félagsins Ísland-Palestína á Ingólfstorgi í Reykjavík í gær. Nokkur þúsund manns lögðu leið sína á fundinn til að mótmæla framferði Ísraelsmanna á Gasasvæðinu undanfarnar vikur og til að sýna samstöðu með Palestínumönnum. Fundurinn hófst á stuttri þögn til að minnast þeirra tæplega sjö hundruð sem látist hafa í árásum á Gasasvæðið síðustu tvær vikur. Ræðumaður dagsins var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem sparaði ekki stóru orðin í gagnrýni sinni á loftárásir Ísraelsmanna. „Við eigum að taka afdráttarlausa afstöðu gegn ofbeldi gegn saklausu fólki, alltaf og alls staðar,“ sagði Dagur við mikið lófatak viðstaddra. Stuttu áður en fundurinn hófst var greint frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefði sent starfsbróður sínum í Ísrael, Benjamín Netanjahú, bréf þar sem hann fordæmir árásir og ofbeldi á báða bóga og kallar eftir tafarlausu vopnahléi. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Íslands-Palestínu og fundarstjóri, flutti fréttir af þessu á Ingólfstorgi og sagði að fundurinn hefði þannig haft áhrif áður en hann hófst. Sjá mátti söfnunarbauka víða á torginu en Ísland-Palestína stendur um þessar mundir fyrir neyðarsöfnun fyrir íbúa Gasasvæðisins. Þess má geta að félagið tekur við frjálsum framlögum á reikning sinn, 542-26-6990 kt. 520188-1349.Jóhannes Þór Skúlason, lengst til vinstri, tók við ályktun fundarins fyrir hönd forsætisráðherra.Vísir/DaníelSjö hundruð lögðust á Arnarhól Leikkonan Þóra Karítas Árnadóttir flutti ljóðið Slysaskot í Palestínu eftir Kristján frá Djúpalæk og nýstofnaði kórinn Vox Palestína söng lagið Þú veist í hjarta þér eftir Þorstein Valdimarsson. Fundi lauk svo á því að viðstaddir, sem skiptu þúsundum, hrópuðu slagorð á borð við „Frjáls Palestína“ og „Stöðvum blóðbaðið“. Að fundi loknum gengu fundargestir saman að Stjórnarráðinu. Þar var Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmanni forsætisráðherra, afhent ályktun fundarins. Þá lögðust sjö hundruð manns niður á Arnarhóli til að setja í samhengi fjölda þeirra sem fallið hafa í árásunum.Gangan frá Ingólfstorgi að Stjórnarráðinu var vægast sagt fjölmenn.Vísir/DaníelHilmar Örn Agnarsson stjórnaði Vox Palestína.Vísir/DaníelFundargestir hlýddu á ljóðið Slysaskot í Palestínu.Vísir/Daníel
Gasa Tengdar fréttir Mesta mannfall á Gaza frá því átökin hófust 87 Palestínumenn hafa fallið í hörðum átökum við Ísraelsher á svæði við landamærin að Ísrael. Þá féllu 13 ísraelskir hermenn í átökunum en þetta er mesta mannfall sem orðið hefur á einum sólarhring frá því átökin hófust fyrir tæpum tveimur vikum. 20. júlí 2014 16:56 Annar útifundur á morgun vegna ástandsins á Gaza Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytur erindi á útifundi félagsins Ísland-Palestína á Lækjartorgi. 22. júlí 2014 11:38 Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30 Forsætisráðherra fordæmir ofbeldi á Gaza Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sendi í dag forsætisráðherra Ísraels bréf þar sem komið er á framfæri alvarlegum áhyggjum af stöðu mála á Gaza. 23. júlí 2014 16:26 „Stórkostlegt hvað maður hefur fengið mikinn stuðning“ Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir útifundi í dag vegna árása Ísraelshers á Gaza og hernáms Palestínu á Ingólfstorgi. Fjölmörg samtök hafa þegar lýst yfir stuðning við fundinn, 23. júlí 2014 16:00 Fjöldi látinna eykst og eykst á Gasa Fjöldi látinna í loftárásum Ísraelshers á Gasaströndina síðustu klukkustundirnar heldur áfram að hækka. Á sama tíma fer eldflaugaárásum herskárra Palestínumanna fjölgandi og ná flaugarnar sífellt lengra inn í landið. 9. júlí 2014 14:47 Ekkert lát á árásum á Gasa eftir sjö daga „Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir forsætisráðherra Ísrael. Um þrettán hundruð eru særðir og 175 hafa látist. 15. júlí 2014 06:30 Vill að ríkisstjórnin geri meira en að senda máttlausa fordæmingu „Megininntakið í ræðunni minni var afskiptaleysi alþjóðasamfélagsins og þetta þögla samþykki,“ sagði Arna Ösp í gær eftir mótmælafund Íslands-Palestínu. 15. júlí 2014 08:00 Skorað á stjórnvöld að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael Það er löngu fullreynt að það þýðir ekkert að ræða við Ísraelsmenn, segir Illugi Jökulsson rithöfundur. 22. júlí 2014 13:30 Tvöfalt fleiri á vergangi á Gaza Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hyggst miðla málum í deilunni á Gasa en líkur á vopnahléi eru ekki taldar miklar. 19. júlí 2014 09:00 Innrás Ísraelshers hafin á Gaza sraelsmenn hafa hafið innrás á Gaza-ströndina og her þeirra fram af landi, sjó og úr lofti. Eitt helsta markmið innrásarinnar er að eyðileggja jarðgöng sem liðsmenn Hamas hafa notað til að komast inn í Ísrael. 17. júlí 2014 23:41 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Fleiri fréttir „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Sjá meira
Mesta mannfall á Gaza frá því átökin hófust 87 Palestínumenn hafa fallið í hörðum átökum við Ísraelsher á svæði við landamærin að Ísrael. Þá féllu 13 ísraelskir hermenn í átökunum en þetta er mesta mannfall sem orðið hefur á einum sólarhring frá því átökin hófust fyrir tæpum tveimur vikum. 20. júlí 2014 16:56
Annar útifundur á morgun vegna ástandsins á Gaza Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytur erindi á útifundi félagsins Ísland-Palestína á Lækjartorgi. 22. júlí 2014 11:38
Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael. 21. júlí 2014 10:30
Forsætisráðherra fordæmir ofbeldi á Gaza Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sendi í dag forsætisráðherra Ísraels bréf þar sem komið er á framfæri alvarlegum áhyggjum af stöðu mála á Gaza. 23. júlí 2014 16:26
„Stórkostlegt hvað maður hefur fengið mikinn stuðning“ Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir útifundi í dag vegna árása Ísraelshers á Gaza og hernáms Palestínu á Ingólfstorgi. Fjölmörg samtök hafa þegar lýst yfir stuðning við fundinn, 23. júlí 2014 16:00
Fjöldi látinna eykst og eykst á Gasa Fjöldi látinna í loftárásum Ísraelshers á Gasaströndina síðustu klukkustundirnar heldur áfram að hækka. Á sama tíma fer eldflaugaárásum herskárra Palestínumanna fjölgandi og ná flaugarnar sífellt lengra inn í landið. 9. júlí 2014 14:47
Ekkert lát á árásum á Gasa eftir sjö daga „Við vitum ekki hvenær þetta tekur enda,“ segir forsætisráðherra Ísrael. Um þrettán hundruð eru særðir og 175 hafa látist. 15. júlí 2014 06:30
Vill að ríkisstjórnin geri meira en að senda máttlausa fordæmingu „Megininntakið í ræðunni minni var afskiptaleysi alþjóðasamfélagsins og þetta þögla samþykki,“ sagði Arna Ösp í gær eftir mótmælafund Íslands-Palestínu. 15. júlí 2014 08:00
Skorað á stjórnvöld að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael Það er löngu fullreynt að það þýðir ekkert að ræða við Ísraelsmenn, segir Illugi Jökulsson rithöfundur. 22. júlí 2014 13:30
Tvöfalt fleiri á vergangi á Gaza Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hyggst miðla málum í deilunni á Gasa en líkur á vopnahléi eru ekki taldar miklar. 19. júlí 2014 09:00
Innrás Ísraelshers hafin á Gaza sraelsmenn hafa hafið innrás á Gaza-ströndina og her þeirra fram af landi, sjó og úr lofti. Eitt helsta markmið innrásarinnar er að eyðileggja jarðgöng sem liðsmenn Hamas hafa notað til að komast inn í Ísrael. 17. júlí 2014 23:41