Talað tveimur tungum Pawel Bartoszek skrifar 11. júlí 2014 07:00 Afstaða 1: „Mér finnst fáránlegt að fólk sem býr á Íslandi tali ekki íslensku við börnin sín. Íslenska er þjóðtunga á Íslandi. Í öllu falli finnst mér að það ætti ekki að eyða peningum í að kenna börnum annað móðurmál. Það á bara að eyða peningum í að kenna þeim íslensku.“ Afstaða 2: „Mér finnst fáránlegt þegar Íslendingar í útlöndum tala ekki íslensku við börnin sín. Fólk er að glata einstöku tækifæri til að kenna börnum að tala annað tungumál reiprennandi. Ég gæti aldrei talað ensku við mitt barn. Svo munu börnin ekki einu sinni getað talað við ömmu og afa. Er foreldrunum sama um það?“Kemur engum við Ég hef kynnst báðum þeim viðhorfum sem lýst er hér að ofan, ýmsum blæbrigðum þeirra og ýmsum blöndum af þeim blæbrigðum. Já, blöndum, því það er alls ekki óalengt að fólk hafi þá skoðun að útlendingar á Íslandi eigi að tala íslensku hver við annan en að Íslendingar í útlöndum eigi að sjálfsögðu ekki að tala útlensku sín á milli. Afstaða 1 þykir ekki flott um þessar mundir. Það er ágætt því hún felur í sér þá skoðun að samfélagið eigi að hlutast til um eitthvað sem samfélaginu kemur ekki við: Það hvaða tungumál eitthvert fólk talar sín á milli. En afstaða 2 gerir það strangt til tekið líka þótt hún hljómi ekki alveg jafn andstyggilega.Félagslegur þrýstingur Kannski ágætt að árétta eitt. „Afskipti“ eru ekki bara lagasetning. Þau geta líka verið í formi félagslegs þrýstings og það er reyndar mjög algengt þegar kemur að þessum tvítyngismálum. Tökum dæmi um Íslending sem flytur til Bandaríkjanna í nám, kynnist þar konu og eignast með henni barn. Ef hann ákveður ekki að tala íslensku við barnið munu ættingjarnir segja: „Mér finnst nú að hann ætti að tala íslensku við dóttur sína. Annars getur hún ekki einu sinni talað við ömmu og afa. Hugsið ykkur!“ Ef hann hins vegar talar íslensku við barnið þá mun fólki finnast hann ekki gera nóg af því, barnið „varla talandi“, „síblandandi“ og svo framvegis. Ekki misskilja mig. Ég held að það sé mjög jákvætt ef fólk vill kenna börnum tungumál, hvort sem það er íslenska, pólska eða enska og mér finnst sjálfsagt að hvetja fólk til þess. En einhvers staðar breytist hvatning í afskiptasemi. Auðvelt er að hafa skoðanir á því hvernig annað fólk eigi að ráðstafa tíma sínum. Og það tekur tíma að kenna tungumál sem ekki er ríkjandi í umhverfinu. Sumir telja sig ekki hafa þennan tíma. Það gerir þá ekki að vondum manneskjum.Ekki alltaf auðvelt Það væri mjög gott ef öll börn kynnu tvö tungumál, æfðu fótbolta, kynnu á fiðlu og elduðu mat að foreldrunum forspurðum. Það er mjög gaman að geta talað sitt upprunalega móðurmál við barnið en það er samt meira að segja það en að gera það. Fólk þarf að vera tilbúið að öskra einhverjar öðrum óskiljanlegar samhljóðarunur yfir hálfa matvörubúðina. Fólk þarf að leita uppi barnaefni, lesa bækur og heimsækja upprunalega föðurlandið til að halda tungumálinu við. Ef menn búa svo með maka sem ekki deilir manns upprunalega móðurmáli þurfa menn síðan að vera tilbúnir til að endurtaka öll skilaboð á heimilinu. Síðan þurfa menn kannski að vera viðbúnir því að á ákveðnum aldri geri börn manns uppreisn og vilji alls ekki tala við mann þetta tungumál sem maður hefur lagt svo mikið í að kenna þeim. Kannski mun kunningjum barnsins finnast asnalegt að maður tali það og kannski mun barninu jafnvel finnast það asnalegt líka. Ekki það, ég held að þetta sé allt þess virði, en menn ættu að varast það að dæma fólk fyrir ákvarðanir sem það tekur varðandi uppeldi barna sinna. Getum við gert kröfu á það að atvinnuknattspyrnumenn hvetji börn sín til að æfa knattspyrnu? Vissulega fá börn þeirra eflaust einhverja forgjöf sem ekki er galið að nýta. En þótt börnin verði ekki súpergóð í fótbolta þegar þau verða eldri… Hvað með það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Afstaða 1: „Mér finnst fáránlegt að fólk sem býr á Íslandi tali ekki íslensku við börnin sín. Íslenska er þjóðtunga á Íslandi. Í öllu falli finnst mér að það ætti ekki að eyða peningum í að kenna börnum annað móðurmál. Það á bara að eyða peningum í að kenna þeim íslensku.“ Afstaða 2: „Mér finnst fáránlegt þegar Íslendingar í útlöndum tala ekki íslensku við börnin sín. Fólk er að glata einstöku tækifæri til að kenna börnum að tala annað tungumál reiprennandi. Ég gæti aldrei talað ensku við mitt barn. Svo munu börnin ekki einu sinni getað talað við ömmu og afa. Er foreldrunum sama um það?“Kemur engum við Ég hef kynnst báðum þeim viðhorfum sem lýst er hér að ofan, ýmsum blæbrigðum þeirra og ýmsum blöndum af þeim blæbrigðum. Já, blöndum, því það er alls ekki óalengt að fólk hafi þá skoðun að útlendingar á Íslandi eigi að tala íslensku hver við annan en að Íslendingar í útlöndum eigi að sjálfsögðu ekki að tala útlensku sín á milli. Afstaða 1 þykir ekki flott um þessar mundir. Það er ágætt því hún felur í sér þá skoðun að samfélagið eigi að hlutast til um eitthvað sem samfélaginu kemur ekki við: Það hvaða tungumál eitthvert fólk talar sín á milli. En afstaða 2 gerir það strangt til tekið líka þótt hún hljómi ekki alveg jafn andstyggilega.Félagslegur þrýstingur Kannski ágætt að árétta eitt. „Afskipti“ eru ekki bara lagasetning. Þau geta líka verið í formi félagslegs þrýstings og það er reyndar mjög algengt þegar kemur að þessum tvítyngismálum. Tökum dæmi um Íslending sem flytur til Bandaríkjanna í nám, kynnist þar konu og eignast með henni barn. Ef hann ákveður ekki að tala íslensku við barnið munu ættingjarnir segja: „Mér finnst nú að hann ætti að tala íslensku við dóttur sína. Annars getur hún ekki einu sinni talað við ömmu og afa. Hugsið ykkur!“ Ef hann hins vegar talar íslensku við barnið þá mun fólki finnast hann ekki gera nóg af því, barnið „varla talandi“, „síblandandi“ og svo framvegis. Ekki misskilja mig. Ég held að það sé mjög jákvætt ef fólk vill kenna börnum tungumál, hvort sem það er íslenska, pólska eða enska og mér finnst sjálfsagt að hvetja fólk til þess. En einhvers staðar breytist hvatning í afskiptasemi. Auðvelt er að hafa skoðanir á því hvernig annað fólk eigi að ráðstafa tíma sínum. Og það tekur tíma að kenna tungumál sem ekki er ríkjandi í umhverfinu. Sumir telja sig ekki hafa þennan tíma. Það gerir þá ekki að vondum manneskjum.Ekki alltaf auðvelt Það væri mjög gott ef öll börn kynnu tvö tungumál, æfðu fótbolta, kynnu á fiðlu og elduðu mat að foreldrunum forspurðum. Það er mjög gaman að geta talað sitt upprunalega móðurmál við barnið en það er samt meira að segja það en að gera það. Fólk þarf að vera tilbúið að öskra einhverjar öðrum óskiljanlegar samhljóðarunur yfir hálfa matvörubúðina. Fólk þarf að leita uppi barnaefni, lesa bækur og heimsækja upprunalega föðurlandið til að halda tungumálinu við. Ef menn búa svo með maka sem ekki deilir manns upprunalega móðurmáli þurfa menn síðan að vera tilbúnir til að endurtaka öll skilaboð á heimilinu. Síðan þurfa menn kannski að vera viðbúnir því að á ákveðnum aldri geri börn manns uppreisn og vilji alls ekki tala við mann þetta tungumál sem maður hefur lagt svo mikið í að kenna þeim. Kannski mun kunningjum barnsins finnast asnalegt að maður tali það og kannski mun barninu jafnvel finnast það asnalegt líka. Ekki það, ég held að þetta sé allt þess virði, en menn ættu að varast það að dæma fólk fyrir ákvarðanir sem það tekur varðandi uppeldi barna sinna. Getum við gert kröfu á það að atvinnuknattspyrnumenn hvetji börn sín til að æfa knattspyrnu? Vissulega fá börn þeirra eflaust einhverja forgjöf sem ekki er galið að nýta. En þótt börnin verði ekki súpergóð í fótbolta þegar þau verða eldri… Hvað með það?
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun