Um tíðindi í stjórnmálum Valgerður Bjarnadóttir skrifar 10. júlí 2014 07:00 Það hefur ekki verið alveg tíðindalaust af stjórnmálum undanfarna daga. Tíðindin eru sannast að segja oft þeirrar tegundar að ekki er alveg augljóst hvort kona eigi að trúa sínum eigin eyrum.Um hreppaflutninga og nýja merkingu orða Sjávarútvegsráðherrann verður sennilega seint útnefndur til verðlauna fyrir stjórnkænsku eða diplómatíska umgengni við verkefni sín. Sá hinn sami er umhverfisráðherra og enn er í fersku minni þegar hann tilkynnti að hann hygðist afnema heilan lagabálk um náttúruvernd. Sem betur fer var komið í veg fyrir það og frestur á gildistöku lagabálksins lengdur. Tilkynning ráðherrans um hreppaflutninga Fiskistofu kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Af fréttum má skilja að fjármálaráðherrann, formaður Sjálfstæðisflokksins, vissi ekki af þessu fyrr en daginn áður en ákvörðunin var gerð opinber. Á síðasta kjörtímabili var stjórnarandstöðunni, sérstaklega þó sjálfstæðismönnum, tíðrætt um skort á samráði. Þá átti ríkisstjórnin að hafa samráð við stjórnarandstöðuna um frumvörp sem lögð voru fyrir Alþingi. Nú er ekkert samráð um stórar ákvarðanir innan ríkisstjórnarinnar. Framsókn ákveður að flytja vinnustað tuga manna á milli landshluta án þess svo mikið að ræða það. Án þess að athuga hvort það standist lög, án þess að vita hvað það kostar og síðast en ekki síst án þess að huga að því hvaða áhrif það hefur á líf starfsfólksins og fjölskyldna þeirra. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart segir Framsókn: það stendur í stjórnarsáttmálanum. Er stjórnarsáttmálinn þá ofar lögum í landinu? Og starfsmannavelta hefur nú fengið nýja merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðabók merkir orðið: „það hve ört skiptir um starfsmenn á vinnustað“. Nú á það að ná yfir starfsmenn sem kjósa að láta ekki flytja sig hreppaflutningum. En þetta er svo sem ekki eina íslenska orðið sem hefur hlotið nýja merkingu í meðförum ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans. Forkastanlegast er þó kannski svar sjávarútvegsráðherrans við spurningu fréttamanns. Spurningin var eitthvað á þá leið hvort það hefði einhver áhrif á ákvörðunina, ef í ljós kæmi að ókostir við flutninginn væru fleiri en kostirnir –því það á víst að athuga eitthvað með það. Nei, ráðherrann átti ekki von á að það hefði nokkur áhrif. – Svoleiðis er nú það.Um hæfa lögfræðinga Það þurfti svo sem ekki að koma á óvart að staða seðlabankastjóra var auglýst laus til umsóknar. Lengst af hefur það verið svo að æðstu embættismenn hafa verið skipaðir í tíð ríkisstjórna sem stjórnarflokkarnir núverandi hafa staðið að. Kannski vonuðu samt einhverjir að sú tíð væri liðin að embættin skipuðu framsóknarmenn eða hlutlausir Varðarfélagar (les: sjálfstæðismenn). Sannarlega kemur þó skipan nefndarinnar sem á að meta hæfni umsækjanda á óvart. Það er löngu liðin tíð að flest menntað fólk hér á landi var eitt af þrennu, lögfræðingur, læknir eða prestur. Bæði bankaráð Seðlabankans og fjármálaráðherrann velja lögfræðinga í hæfnisnefndina. Það þykir mér skrýtið að tveir af þrem nefndarmönnum, meirihluti nefndarinnar sé skipaður lögfræðingum – og ég er sannarlega ekki ein um þá skoðun.Um endurritun sögunnar En það á ekki láta neitt koma sér á óvart. Heldur ekki að nú eigi að leggjast í sérstaka rannsókn um hvernig nágrannar okkar, stjórnvöld annars staðar á Norðurlöndunum og á Bretlandi, brugðust okkur í aðdraganda og upphafi samfélagshrunsins í október 2008. Ég man ekki betur en að í Rannsóknarskýrslu Alþingis komi fram að bankastjóri Englandsbanka hafi í svari til Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á vordögum 2008 boðið fram aðstoð til að setja fram áætlun um að draga úr stærð íslenska bankakerfisins. Sú aðstoð var ekki þegin. – Er skrýtið að konu detti í hug að nú eigi að gera tilraun til að endurskrifa söguna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki verið alveg tíðindalaust af stjórnmálum undanfarna daga. Tíðindin eru sannast að segja oft þeirrar tegundar að ekki er alveg augljóst hvort kona eigi að trúa sínum eigin eyrum.Um hreppaflutninga og nýja merkingu orða Sjávarútvegsráðherrann verður sennilega seint útnefndur til verðlauna fyrir stjórnkænsku eða diplómatíska umgengni við verkefni sín. Sá hinn sami er umhverfisráðherra og enn er í fersku minni þegar hann tilkynnti að hann hygðist afnema heilan lagabálk um náttúruvernd. Sem betur fer var komið í veg fyrir það og frestur á gildistöku lagabálksins lengdur. Tilkynning ráðherrans um hreppaflutninga Fiskistofu kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Af fréttum má skilja að fjármálaráðherrann, formaður Sjálfstæðisflokksins, vissi ekki af þessu fyrr en daginn áður en ákvörðunin var gerð opinber. Á síðasta kjörtímabili var stjórnarandstöðunni, sérstaklega þó sjálfstæðismönnum, tíðrætt um skort á samráði. Þá átti ríkisstjórnin að hafa samráð við stjórnarandstöðuna um frumvörp sem lögð voru fyrir Alþingi. Nú er ekkert samráð um stórar ákvarðanir innan ríkisstjórnarinnar. Framsókn ákveður að flytja vinnustað tuga manna á milli landshluta án þess svo mikið að ræða það. Án þess að athuga hvort það standist lög, án þess að vita hvað það kostar og síðast en ekki síst án þess að huga að því hvaða áhrif það hefur á líf starfsfólksins og fjölskyldna þeirra. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart segir Framsókn: það stendur í stjórnarsáttmálanum. Er stjórnarsáttmálinn þá ofar lögum í landinu? Og starfsmannavelta hefur nú fengið nýja merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðabók merkir orðið: „það hve ört skiptir um starfsmenn á vinnustað“. Nú á það að ná yfir starfsmenn sem kjósa að láta ekki flytja sig hreppaflutningum. En þetta er svo sem ekki eina íslenska orðið sem hefur hlotið nýja merkingu í meðförum ríkisstjórnarinnar og stjórnarmeirihlutans. Forkastanlegast er þó kannski svar sjávarútvegsráðherrans við spurningu fréttamanns. Spurningin var eitthvað á þá leið hvort það hefði einhver áhrif á ákvörðunina, ef í ljós kæmi að ókostir við flutninginn væru fleiri en kostirnir –því það á víst að athuga eitthvað með það. Nei, ráðherrann átti ekki von á að það hefði nokkur áhrif. – Svoleiðis er nú það.Um hæfa lögfræðinga Það þurfti svo sem ekki að koma á óvart að staða seðlabankastjóra var auglýst laus til umsóknar. Lengst af hefur það verið svo að æðstu embættismenn hafa verið skipaðir í tíð ríkisstjórna sem stjórnarflokkarnir núverandi hafa staðið að. Kannski vonuðu samt einhverjir að sú tíð væri liðin að embættin skipuðu framsóknarmenn eða hlutlausir Varðarfélagar (les: sjálfstæðismenn). Sannarlega kemur þó skipan nefndarinnar sem á að meta hæfni umsækjanda á óvart. Það er löngu liðin tíð að flest menntað fólk hér á landi var eitt af þrennu, lögfræðingur, læknir eða prestur. Bæði bankaráð Seðlabankans og fjármálaráðherrann velja lögfræðinga í hæfnisnefndina. Það þykir mér skrýtið að tveir af þrem nefndarmönnum, meirihluti nefndarinnar sé skipaður lögfræðingum – og ég er sannarlega ekki ein um þá skoðun.Um endurritun sögunnar En það á ekki láta neitt koma sér á óvart. Heldur ekki að nú eigi að leggjast í sérstaka rannsókn um hvernig nágrannar okkar, stjórnvöld annars staðar á Norðurlöndunum og á Bretlandi, brugðust okkur í aðdraganda og upphafi samfélagshrunsins í október 2008. Ég man ekki betur en að í Rannsóknarskýrslu Alþingis komi fram að bankastjóri Englandsbanka hafi í svari til Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á vordögum 2008 boðið fram aðstoð til að setja fram áætlun um að draga úr stærð íslenska bankakerfisins. Sú aðstoð var ekki þegin. – Er skrýtið að konu detti í hug að nú eigi að gera tilraun til að endurskrifa söguna?
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun