Handboltafélögin kvarta ekki undan dómarakostnaði Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. júlí 2014 06:00 Gísli Hlynur Jóhannsson, Hafsteinn Ingibergsson og kollegar þeirra eru ekki að setja félögin í handboltanum á hliðina. Vísir/Stefán „Við erum svona þokkalega sátt við dómarakostnaðinn – þetta er alveg viðráðanlegt,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður handknattleiksdeildar Fram, við Fréttablaðið um þann kostnað sem fellur á félögin í Olís-deildum karla og kvenna í handbolta. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær ná tekjur af heimaleikjum liðanna í úrvalsdeildunum í körfubolta ekki upp í kostnað dómaranna. Í körfunni er ekki óalgengt að kostnaður við leik hlaupi á 70 þúsundum króna fyrir heimaliðið. Kostnaðurinn í handboltanum er öllu minni og þarf ekki að hafa jafn mikið fé á milli handanna á meðan á tímabilinu stendur. Lið greiða þó vissa upphæð í jöfnunarsjóð sem dómarakostnaðurinn er svo niðurgreiddur með.Náum að dekka kostnaðinn Dómari í úrvalsdeild karla og kvenna í handboltanum fær 15.900 fyrir sín störf frá félaginu og eftirlitsmaður 10.790. Allur ferðakostnaður og fæðispeningur, sá kostnaður sem er að gera út af við félögin í körfunni, er greiddur af HSÍ. Eftirlitsmaður er ekki á öllum leikjum í úrvalsdeild karla en sé slíkur á leik er heildarkostnaður heimaliðs 42.590. Eftirlitsmenn eru ekki í Olís-deild kvenna þannig að kostnaður heimaliðs verður 31.800 krónur fyrir hvern leik. „Reksturinn er erfiður í handboltanum en þetta er ekki það sem við höfum áhyggjur af,“ segir Helga Björk. Ná tekjur af heimaleikjum að dekka dómarakostnaðinn, ólíkt því sem svo algengt er í körfuboltanum ef marka má orð þeirra formanna sem Fréttablaðið hefur rætt við í vikunni? „Að jafnaði náum við alltaf að dekka þetta. Svo koma stórir leikir inn á milli sem vega upp minni leiki,“ segir Helga Björk.Ósáttur með eftirlitsmenn Kostnaðurinn við dómara í Olís-deild karla er mestur þegar þarf að senda menn til Akureyrar. Akureyringar borga þó það sama og aðrir á meðan á leiktíðinni stendur. „Kostnaðurinn endar samt á okkur þótt hann sé ekki borgaður úr okkar vasa. Hann er lagður jafnt á félögin. Við leggjum bara ekki út fyrir þessu í hvert skipti,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags. Hann setur sig ekki mikið upp á móti dómarakostnaðinum en er ósáttur við að fá eftirlitsmenn reglulega norður sem hann sér ekki mikinn tilgang í. „Þetta er bara eftirlaunasjóður – það hef ég sagt áður. Ég skil ekki hvað er verið að senda þessa menn. Þeir setja kannski út á að það vanti eitt skilti frá Olís eða eitthvað. Það er allt í lagi að þeir komi einu sinni og taki út umgjörðina en það er óþarfi að vera að senda þá lon og don. Það má nýta þennan pening sem þeir fá í miklu mikilvægari hluti,“ segir Hlynur.Knattspyrnan í sérflokki Dómarakostnaður er ekki eitthvað sem liðin í deildakeppninni í knattspyrnunni þurfa að hafa áhyggjur af. KSÍ tók þá ákvörðun upp úr hruninu að dekka allan kostnað, en sambandið útvegar og borgar dómara meira að segja í 2. flokki. „Það var svigrúm til að gera þetta og félögin voru almennt í ákveðnum vandræðum eftir hrun. Því var ákveðið að létta á þeim,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ. Knattspyrnusambandið er auðvitað mun betur stætt en hin tvö enda fær það myndarlega styrki frá UEFA á ári hverju, eitthvað sem Evrópusamböndin í körfunni og handboltanum bjóða ekki upp á og hafa ekki bolmagn til að gera. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
„Við erum svona þokkalega sátt við dómarakostnaðinn – þetta er alveg viðráðanlegt,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir, formaður handknattleiksdeildar Fram, við Fréttablaðið um þann kostnað sem fellur á félögin í Olís-deildum karla og kvenna í handbolta. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær ná tekjur af heimaleikjum liðanna í úrvalsdeildunum í körfubolta ekki upp í kostnað dómaranna. Í körfunni er ekki óalgengt að kostnaður við leik hlaupi á 70 þúsundum króna fyrir heimaliðið. Kostnaðurinn í handboltanum er öllu minni og þarf ekki að hafa jafn mikið fé á milli handanna á meðan á tímabilinu stendur. Lið greiða þó vissa upphæð í jöfnunarsjóð sem dómarakostnaðurinn er svo niðurgreiddur með.Náum að dekka kostnaðinn Dómari í úrvalsdeild karla og kvenna í handboltanum fær 15.900 fyrir sín störf frá félaginu og eftirlitsmaður 10.790. Allur ferðakostnaður og fæðispeningur, sá kostnaður sem er að gera út af við félögin í körfunni, er greiddur af HSÍ. Eftirlitsmaður er ekki á öllum leikjum í úrvalsdeild karla en sé slíkur á leik er heildarkostnaður heimaliðs 42.590. Eftirlitsmenn eru ekki í Olís-deild kvenna þannig að kostnaður heimaliðs verður 31.800 krónur fyrir hvern leik. „Reksturinn er erfiður í handboltanum en þetta er ekki það sem við höfum áhyggjur af,“ segir Helga Björk. Ná tekjur af heimaleikjum að dekka dómarakostnaðinn, ólíkt því sem svo algengt er í körfuboltanum ef marka má orð þeirra formanna sem Fréttablaðið hefur rætt við í vikunni? „Að jafnaði náum við alltaf að dekka þetta. Svo koma stórir leikir inn á milli sem vega upp minni leiki,“ segir Helga Björk.Ósáttur með eftirlitsmenn Kostnaðurinn við dómara í Olís-deild karla er mestur þegar þarf að senda menn til Akureyrar. Akureyringar borga þó það sama og aðrir á meðan á leiktíðinni stendur. „Kostnaðurinn endar samt á okkur þótt hann sé ekki borgaður úr okkar vasa. Hann er lagður jafnt á félögin. Við leggjum bara ekki út fyrir þessu í hvert skipti,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags. Hann setur sig ekki mikið upp á móti dómarakostnaðinum en er ósáttur við að fá eftirlitsmenn reglulega norður sem hann sér ekki mikinn tilgang í. „Þetta er bara eftirlaunasjóður – það hef ég sagt áður. Ég skil ekki hvað er verið að senda þessa menn. Þeir setja kannski út á að það vanti eitt skilti frá Olís eða eitthvað. Það er allt í lagi að þeir komi einu sinni og taki út umgjörðina en það er óþarfi að vera að senda þá lon og don. Það má nýta þennan pening sem þeir fá í miklu mikilvægari hluti,“ segir Hlynur.Knattspyrnan í sérflokki Dómarakostnaður er ekki eitthvað sem liðin í deildakeppninni í knattspyrnunni þurfa að hafa áhyggjur af. KSÍ tók þá ákvörðun upp úr hruninu að dekka allan kostnað, en sambandið útvegar og borgar dómara meira að segja í 2. flokki. „Það var svigrúm til að gera þetta og félögin voru almennt í ákveðnum vandræðum eftir hrun. Því var ákveðið að létta á þeim,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ. Knattspyrnusambandið er auðvitað mun betur stætt en hin tvö enda fær það myndarlega styrki frá UEFA á ári hverju, eitthvað sem Evrópusamböndin í körfunni og handboltanum bjóða ekki upp á og hafa ekki bolmagn til að gera.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira