Muktada al Sadr hótar aðgerðum Guðsteinn Bjarnason skrifar 27. júní 2014 00:01 Á flótta Almenningur hefur flúið undan sókn ISIS-manna og streymir til Kúrdahéraðanna.fréttablaðið/AP Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, fagnaði í gær árásum sýrlenska stjórnarhersins á landamærastöð sem liðsmenn ISIS-samtakanna höfðu náð á sitt vald. Hann skýrði síðan frá því að í næstu viku yrði þing kallað saman í von um að brátt tækist honum að mynda nýja ríkisstjórn. Bandalag stjórnmálaflokka sjía-múslima, sem hann veitir forystu, fékk flest þingsæti í kosningum 30. apríl síðastliðinn, en þó aðeins 92 sæti af 328 þannig að hann þarf stuðning frá öðrum flokkum til að hafa þingmeirihluta. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa undanfarið kjörtímabil gert hagsmunum sjía-múslima hærra undir höfði en annarra hópa í landinu. Sumir helstu leiðtogar sjía-múslima í Írak hafa tekið undir þessa gagnrýni á al Maliki og skora á hann að hafa fulltrúa allra helstu stjórnmálaafla landsins með í nýju ríkisstjórninni. Þar á meðal er klerkurinn Muktada al Sadr, sem í gær lét í sér heyra og vill að mynduð verði ný stjórn með nýjum andlitum frá öllum hagsmunahópum. Hann hét því jafnframt að kippa fótunum undan ISIS-samtökunum, sem hafa náð stórum hluta landsins á sitt vald þótt ekki hafi þau komist inn á svæði sjía-múslima í suðaustanverðu Írak eða svæði Kúrda í norðaustanverðu landinu.Núri al Maliki Forsætisráðherra Íraks reynir að mynda ríkisstjórn.Fréttablaðið/APÞegar Íraksstríðið var í hámarki fyrir um tíu árum kom al Sadr sér upp eigin hersveitum og stóð í blóðugri baráttu bæði við innrásarlið Bandaríkjanna og öfgasveitir úr röðum súnní-múslima. Áður hafði Ali al Sistani, æðsti trúarleiðtogi sjía-múslima í Írak, hvatt til þess að mynduð yrði ný stjórn allra hagsmunahópa. Al Maliki hefur ekki í hyggju að segja af sér og segir það ganga gegn lýðræði og stjórnarskrá landsins. Hann hefur samkvæmt stjórnarskrá landsins allt sumarið til þess að reyna að mynda meirihlutastjórn. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og fleiri löndum segja hins vegar brýnt að ný stjórn allra hagsmunahópa verði mynduð sem fyrst svo hún geti staðið saman gegn hættunni af hernaði ISIS-samtakanna. Fjöldi fólks hefur flúið þorp og borgir á þeim svæðum sem ISIS-menn hafa náð á sitt vald og streymir til Kúrdahéraðanna í norðausturhluta Íraks. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýknaður í fyrstu lotu Róttæki múslimaklerkurinn Abu Katada, barðist lengi gegn því að verða framseldur frá Bretlandi til Jórdaníu, 27. júní 2014 00:01 Bandaríkin ásaka Sýrlendinga um loftárásir Bandarísk stjórnvöld ásaka sýrlenska ráðamenn um að hafa fyrirskipað loftárásir í vesturhluta Íraks nú á þriðjudag til að stöðva framgöngu uppreisnarmannanna sem ráða lögum og lofum í norðurhluta landsins. 25. júní 2014 23:35 Al-Maliki styður aðgerðir sýrlenskra stjórnvalda Þótt stjórnvöld í Írak hafi ekki óskað eftir árásinni segist forsætisráðherra Íraks styðja allar aðgerðir gegn ISIS. 26. júní 2014 13:17 Hafnar kröfum Bandaríkjamanna um nýja stjórn í Írak Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill ekki mynda sameinaða stjórn þjóðernishópa í landinu til að vinna bug á herskáum íslamistum. 25. júní 2014 10:34 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, fagnaði í gær árásum sýrlenska stjórnarhersins á landamærastöð sem liðsmenn ISIS-samtakanna höfðu náð á sitt vald. Hann skýrði síðan frá því að í næstu viku yrði þing kallað saman í von um að brátt tækist honum að mynda nýja ríkisstjórn. Bandalag stjórnmálaflokka sjía-múslima, sem hann veitir forystu, fékk flest þingsæti í kosningum 30. apríl síðastliðinn, en þó aðeins 92 sæti af 328 þannig að hann þarf stuðning frá öðrum flokkum til að hafa þingmeirihluta. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa undanfarið kjörtímabil gert hagsmunum sjía-múslima hærra undir höfði en annarra hópa í landinu. Sumir helstu leiðtogar sjía-múslima í Írak hafa tekið undir þessa gagnrýni á al Maliki og skora á hann að hafa fulltrúa allra helstu stjórnmálaafla landsins með í nýju ríkisstjórninni. Þar á meðal er klerkurinn Muktada al Sadr, sem í gær lét í sér heyra og vill að mynduð verði ný stjórn með nýjum andlitum frá öllum hagsmunahópum. Hann hét því jafnframt að kippa fótunum undan ISIS-samtökunum, sem hafa náð stórum hluta landsins á sitt vald þótt ekki hafi þau komist inn á svæði sjía-múslima í suðaustanverðu Írak eða svæði Kúrda í norðaustanverðu landinu.Núri al Maliki Forsætisráðherra Íraks reynir að mynda ríkisstjórn.Fréttablaðið/APÞegar Íraksstríðið var í hámarki fyrir um tíu árum kom al Sadr sér upp eigin hersveitum og stóð í blóðugri baráttu bæði við innrásarlið Bandaríkjanna og öfgasveitir úr röðum súnní-múslima. Áður hafði Ali al Sistani, æðsti trúarleiðtogi sjía-múslima í Írak, hvatt til þess að mynduð yrði ný stjórn allra hagsmunahópa. Al Maliki hefur ekki í hyggju að segja af sér og segir það ganga gegn lýðræði og stjórnarskrá landsins. Hann hefur samkvæmt stjórnarskrá landsins allt sumarið til þess að reyna að mynda meirihlutastjórn. Ráðamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og fleiri löndum segja hins vegar brýnt að ný stjórn allra hagsmunahópa verði mynduð sem fyrst svo hún geti staðið saman gegn hættunni af hernaði ISIS-samtakanna. Fjöldi fólks hefur flúið þorp og borgir á þeim svæðum sem ISIS-menn hafa náð á sitt vald og streymir til Kúrdahéraðanna í norðausturhluta Íraks.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Sýknaður í fyrstu lotu Róttæki múslimaklerkurinn Abu Katada, barðist lengi gegn því að verða framseldur frá Bretlandi til Jórdaníu, 27. júní 2014 00:01 Bandaríkin ásaka Sýrlendinga um loftárásir Bandarísk stjórnvöld ásaka sýrlenska ráðamenn um að hafa fyrirskipað loftárásir í vesturhluta Íraks nú á þriðjudag til að stöðva framgöngu uppreisnarmannanna sem ráða lögum og lofum í norðurhluta landsins. 25. júní 2014 23:35 Al-Maliki styður aðgerðir sýrlenskra stjórnvalda Þótt stjórnvöld í Írak hafi ekki óskað eftir árásinni segist forsætisráðherra Íraks styðja allar aðgerðir gegn ISIS. 26. júní 2014 13:17 Hafnar kröfum Bandaríkjamanna um nýja stjórn í Írak Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill ekki mynda sameinaða stjórn þjóðernishópa í landinu til að vinna bug á herskáum íslamistum. 25. júní 2014 10:34 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Sýknaður í fyrstu lotu Róttæki múslimaklerkurinn Abu Katada, barðist lengi gegn því að verða framseldur frá Bretlandi til Jórdaníu, 27. júní 2014 00:01
Bandaríkin ásaka Sýrlendinga um loftárásir Bandarísk stjórnvöld ásaka sýrlenska ráðamenn um að hafa fyrirskipað loftárásir í vesturhluta Íraks nú á þriðjudag til að stöðva framgöngu uppreisnarmannanna sem ráða lögum og lofum í norðurhluta landsins. 25. júní 2014 23:35
Al-Maliki styður aðgerðir sýrlenskra stjórnvalda Þótt stjórnvöld í Írak hafi ekki óskað eftir árásinni segist forsætisráðherra Íraks styðja allar aðgerðir gegn ISIS. 26. júní 2014 13:17
Hafnar kröfum Bandaríkjamanna um nýja stjórn í Írak Núri al Maliki, forsætisráðherra Íraks, vill ekki mynda sameinaða stjórn þjóðernishópa í landinu til að vinna bug á herskáum íslamistum. 25. júní 2014 10:34