Vistvæn vottun án eftirlits og villandi Snærós Sindradóttir skrifar 26. júní 2014 00:01 Þessir hanar virðast hafa það gott í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Ekki er víst að aðbúnaðurinn sé jafngóður á öllum kjúklingabúum sem stæra sig af vistvænni vottun. Fréttablaðið/Daníel „Það er villandi fyrir neytendur að tala um vistvænan landbúnað. Neytendur rugla saman vistvænu og lífrænu og það er grundvallarmunur þarna á,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Vottunin Vistvæn landbúnaðarafurð sem nokkrir matvælaframleiðendur nota hefur enga raunverulega þýðingu lengur. Um er að ræða vottun sem komið var á fót með reglugerð um vistvænan landbúnað árið 1998 en ekkert eftirlit hefur verið með henni um langa hríð. „Því miður er mér kunnugt um að einhverjir framleiðendur, sérstaklega í grænmeti, hafa verið að nota þetta merki án þess að hafa fengið viðurkenningu. Þetta er ekki í lagi og ekki eins og við hjá Bændasamtökunum viljum hafa þetta,“ segir dr. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur í lífrænni ræktun hjá Bændasamtökum Íslands. „Eftirlitið með þessu er í molum,“ segir Ólafur. „Þetta er því miður munaðarlaust kerfi. Það er ekki hægt að gefa vottun svo framleiðandi haldi henni til eilífðar. Það þarf að vera endurtekin skoðun og endurtekið eftirlit eins og er í lífrænum búskap.“ Reglugerðin kveður meðal annars á um að ekki megi nota meira en 180 kg af köfnunarefni á hvern hektara við ræktun grænmetis. „Þetta er í grófum dráttum bara venjulegur landbúnaður og ekkert annað,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. „Þarna var eiginlega stolið orðinu vistvænt vil ég meina, það hefur enga sérstaka umhverfisskírskotun. Þetta er bara spurning um gæðastjórnun sem ég held að sé ekki mjög vel fylgt eftir.“ Hann segir að kröfur reglugerðarinnar snúi fyrst og fremst að því sem fólk telji almennt til sjálfsagðra landbúnaðarhátta, svo sem að bændur haldi skýrslur um aðföng. Stefán segir jafnframt að merkingin vistvænt geti reynst villandi fyrir neytendur. „Að einhverju leyti tengir neytandinn þetta við grænt og umhverfisvænt. Ef það er rétt hjá mér er þetta hálfgerður grænþvottur. Það fær fólk til að halda að varan sé næstum því lífræn sem hvetur fólk til að kaupa þetta.“ Undir þetta tekur Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Við höfum alltaf verið á móti þessari stimplun. Stundum er þetta kallaður gæðastýrður landbúnaður en að mínu mati eiga þetta bara að vera lágmarkskröfur um venjulegan landbúnað.“Hundfúlt fyrir lífræna bændur„Þetta er hundfúlt fyrir okkur. Það er verið að gefa í skyn að einhver gæði séu á bak við þetta eða aðrar kröfur heldur en í hefðbundnum landbúnaði,“ segir Þórður Halldórsson, formaður VOR, félags bænda í lífrænum búskap.„Ég held að það séu bara nánast allir sem geta sem nota þetta. Þetta krefst engra breytinga en fer vel í augað. Ég veit að margir trúa því að þessi merking hafi eitthvað með lífrænt að gera." Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Það er villandi fyrir neytendur að tala um vistvænan landbúnað. Neytendur rugla saman vistvænu og lífrænu og það er grundvallarmunur þarna á,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Vottunin Vistvæn landbúnaðarafurð sem nokkrir matvælaframleiðendur nota hefur enga raunverulega þýðingu lengur. Um er að ræða vottun sem komið var á fót með reglugerð um vistvænan landbúnað árið 1998 en ekkert eftirlit hefur verið með henni um langa hríð. „Því miður er mér kunnugt um að einhverjir framleiðendur, sérstaklega í grænmeti, hafa verið að nota þetta merki án þess að hafa fengið viðurkenningu. Þetta er ekki í lagi og ekki eins og við hjá Bændasamtökunum viljum hafa þetta,“ segir dr. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur í lífrænni ræktun hjá Bændasamtökum Íslands. „Eftirlitið með þessu er í molum,“ segir Ólafur. „Þetta er því miður munaðarlaust kerfi. Það er ekki hægt að gefa vottun svo framleiðandi haldi henni til eilífðar. Það þarf að vera endurtekin skoðun og endurtekið eftirlit eins og er í lífrænum búskap.“ Reglugerðin kveður meðal annars á um að ekki megi nota meira en 180 kg af köfnunarefni á hvern hektara við ræktun grænmetis. „Þetta er í grófum dráttum bara venjulegur landbúnaður og ekkert annað,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. „Þarna var eiginlega stolið orðinu vistvænt vil ég meina, það hefur enga sérstaka umhverfisskírskotun. Þetta er bara spurning um gæðastjórnun sem ég held að sé ekki mjög vel fylgt eftir.“ Hann segir að kröfur reglugerðarinnar snúi fyrst og fremst að því sem fólk telji almennt til sjálfsagðra landbúnaðarhátta, svo sem að bændur haldi skýrslur um aðföng. Stefán segir jafnframt að merkingin vistvænt geti reynst villandi fyrir neytendur. „Að einhverju leyti tengir neytandinn þetta við grænt og umhverfisvænt. Ef það er rétt hjá mér er þetta hálfgerður grænþvottur. Það fær fólk til að halda að varan sé næstum því lífræn sem hvetur fólk til að kaupa þetta.“ Undir þetta tekur Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Við höfum alltaf verið á móti þessari stimplun. Stundum er þetta kallaður gæðastýrður landbúnaður en að mínu mati eiga þetta bara að vera lágmarkskröfur um venjulegan landbúnað.“Hundfúlt fyrir lífræna bændur„Þetta er hundfúlt fyrir okkur. Það er verið að gefa í skyn að einhver gæði séu á bak við þetta eða aðrar kröfur heldur en í hefðbundnum landbúnaði,“ segir Þórður Halldórsson, formaður VOR, félags bænda í lífrænum búskap.„Ég held að það séu bara nánast allir sem geta sem nota þetta. Þetta krefst engra breytinga en fer vel í augað. Ég veit að margir trúa því að þessi merking hafi eitthvað með lífrænt að gera."
Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent