Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum 23. júní 2014 07:00 Svona er um að lítast hjá Læknum án landamæra í Donka í Gíneu. Mynd/Læknar án landamæra Ebólufaraldurinn í Gíneu virðist enn vera að breiðast út. Erfitt hefur reynst að stemma stigu við faraldrinum og aldrei hefur jafn erfiðlega gengið að eiga við sjúkdóminn en nú. Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, var í Gíneu í mánuð við að reyna að ná tökum á ástandinu. Hún mun fara utan til Síerra Leóne í næstu viku af sömu ástæðum. „Ebólan breiðist hratt út, flest tilfellin hafa verið í Gíneu og næstflest í Síerra Leóne. Síðan hefur sjúkdómsins orðið vart í Líberíu, meira að segja í höfuðborginni Monróvíu,“ segir Gunnhildur. „Við héldum á einum tímapunkti að við værum að ná tökum á ástandinu, því tilfellum fór fækkandi á þeim sjúkrahúsum sem við vorum á. Síðan sáum við ný tilfelli skjóta upp kollinum á öðrum svæðum, sem er óalgengt þegar ebóla er annars vegar.“ Ebólufaraldrar hafa látið á sér kræla nokkrum sinnum á síðustu árum en útbreiðsla sjúkdómsins nú er með öðrum hætti. „Þetta er í fyrsta skipti sem ebólufaraldur hefur blossað upp á svona mörgum svæðum í einu og aldrei hefur gengið jafn illa að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins.“Gunnhildur í fullum herklæðum í GíneuGunnhildur segir menningu Gíneubúa ekki hjálpa til við að ná tökum á þessu ástandi. „Í menningu Gíneubúa eru siðvenjur þær að þegar fólk fer í jarðarför þá vilja allir þvo líkið, snerta það og vilja vera með í þeirri athöfn. Sjúklingurinn deyr þegar veirufjöldinn er hvað mestur í líkamanum og þess vegna er lík sjúklings mest smitandi stuttu eftir andlát hans. Það veldur því að útbreiðsla ebólu hefur verið mikil í tengslum við jarðarfarir. Erfitt er að eiga við þessa siði enda fastmótaðir í menningu íbúa.“ Gunnhildur segir að uppfræðsla íbúa sé það eina sem gæti skilað árangri. „Menntunarstigið í Gíneu er lágt og þekking á sjúkdómum og smitvörnum er í lágmarki. Dánartíðni þeirra sem smituðust í Gíneu á meðan ég var stödd þar var 50 til 90 prósent. Dánartíðnin var hærri í sveitum landsins en lægri í höfuðborginni Kónakrí.“ Hún segir að auðveldara hafi verið að ná til fólks í höfuðborginni með útvarpi, sjónvarpi og öðrum miðlum en úti á landsbyggðinni. „Einnig er aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu mun betra í borg en í sveitum Gíneu.“ Ebóla Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Ebólufaraldurinn í Gíneu virðist enn vera að breiðast út. Erfitt hefur reynst að stemma stigu við faraldrinum og aldrei hefur jafn erfiðlega gengið að eiga við sjúkdóminn en nú. Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, var í Gíneu í mánuð við að reyna að ná tökum á ástandinu. Hún mun fara utan til Síerra Leóne í næstu viku af sömu ástæðum. „Ebólan breiðist hratt út, flest tilfellin hafa verið í Gíneu og næstflest í Síerra Leóne. Síðan hefur sjúkdómsins orðið vart í Líberíu, meira að segja í höfuðborginni Monróvíu,“ segir Gunnhildur. „Við héldum á einum tímapunkti að við værum að ná tökum á ástandinu, því tilfellum fór fækkandi á þeim sjúkrahúsum sem við vorum á. Síðan sáum við ný tilfelli skjóta upp kollinum á öðrum svæðum, sem er óalgengt þegar ebóla er annars vegar.“ Ebólufaraldrar hafa látið á sér kræla nokkrum sinnum á síðustu árum en útbreiðsla sjúkdómsins nú er með öðrum hætti. „Þetta er í fyrsta skipti sem ebólufaraldur hefur blossað upp á svona mörgum svæðum í einu og aldrei hefur gengið jafn illa að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins.“Gunnhildur í fullum herklæðum í GíneuGunnhildur segir menningu Gíneubúa ekki hjálpa til við að ná tökum á þessu ástandi. „Í menningu Gíneubúa eru siðvenjur þær að þegar fólk fer í jarðarför þá vilja allir þvo líkið, snerta það og vilja vera með í þeirri athöfn. Sjúklingurinn deyr þegar veirufjöldinn er hvað mestur í líkamanum og þess vegna er lík sjúklings mest smitandi stuttu eftir andlát hans. Það veldur því að útbreiðsla ebólu hefur verið mikil í tengslum við jarðarfarir. Erfitt er að eiga við þessa siði enda fastmótaðir í menningu íbúa.“ Gunnhildur segir að uppfræðsla íbúa sé það eina sem gæti skilað árangri. „Menntunarstigið í Gíneu er lágt og þekking á sjúkdómum og smitvörnum er í lágmarki. Dánartíðni þeirra sem smituðust í Gíneu á meðan ég var stödd þar var 50 til 90 prósent. Dánartíðnin var hærri í sveitum landsins en lægri í höfuðborginni Kónakrí.“ Hún segir að auðveldara hafi verið að ná til fólks í höfuðborginni með útvarpi, sjónvarpi og öðrum miðlum en úti á landsbyggðinni. „Einnig er aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu mun betra í borg en í sveitum Gíneu.“
Ebóla Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent