Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum 23. júní 2014 07:00 Svona er um að lítast hjá Læknum án landamæra í Donka í Gíneu. Mynd/Læknar án landamæra Ebólufaraldurinn í Gíneu virðist enn vera að breiðast út. Erfitt hefur reynst að stemma stigu við faraldrinum og aldrei hefur jafn erfiðlega gengið að eiga við sjúkdóminn en nú. Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, var í Gíneu í mánuð við að reyna að ná tökum á ástandinu. Hún mun fara utan til Síerra Leóne í næstu viku af sömu ástæðum. „Ebólan breiðist hratt út, flest tilfellin hafa verið í Gíneu og næstflest í Síerra Leóne. Síðan hefur sjúkdómsins orðið vart í Líberíu, meira að segja í höfuðborginni Monróvíu,“ segir Gunnhildur. „Við héldum á einum tímapunkti að við værum að ná tökum á ástandinu, því tilfellum fór fækkandi á þeim sjúkrahúsum sem við vorum á. Síðan sáum við ný tilfelli skjóta upp kollinum á öðrum svæðum, sem er óalgengt þegar ebóla er annars vegar.“ Ebólufaraldrar hafa látið á sér kræla nokkrum sinnum á síðustu árum en útbreiðsla sjúkdómsins nú er með öðrum hætti. „Þetta er í fyrsta skipti sem ebólufaraldur hefur blossað upp á svona mörgum svæðum í einu og aldrei hefur gengið jafn illa að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins.“Gunnhildur í fullum herklæðum í GíneuGunnhildur segir menningu Gíneubúa ekki hjálpa til við að ná tökum á þessu ástandi. „Í menningu Gíneubúa eru siðvenjur þær að þegar fólk fer í jarðarför þá vilja allir þvo líkið, snerta það og vilja vera með í þeirri athöfn. Sjúklingurinn deyr þegar veirufjöldinn er hvað mestur í líkamanum og þess vegna er lík sjúklings mest smitandi stuttu eftir andlát hans. Það veldur því að útbreiðsla ebólu hefur verið mikil í tengslum við jarðarfarir. Erfitt er að eiga við þessa siði enda fastmótaðir í menningu íbúa.“ Gunnhildur segir að uppfræðsla íbúa sé það eina sem gæti skilað árangri. „Menntunarstigið í Gíneu er lágt og þekking á sjúkdómum og smitvörnum er í lágmarki. Dánartíðni þeirra sem smituðust í Gíneu á meðan ég var stödd þar var 50 til 90 prósent. Dánartíðnin var hærri í sveitum landsins en lægri í höfuðborginni Kónakrí.“ Hún segir að auðveldara hafi verið að ná til fólks í höfuðborginni með útvarpi, sjónvarpi og öðrum miðlum en úti á landsbyggðinni. „Einnig er aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu mun betra í borg en í sveitum Gíneu.“ Ebóla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Ebólufaraldurinn í Gíneu virðist enn vera að breiðast út. Erfitt hefur reynst að stemma stigu við faraldrinum og aldrei hefur jafn erfiðlega gengið að eiga við sjúkdóminn en nú. Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, var í Gíneu í mánuð við að reyna að ná tökum á ástandinu. Hún mun fara utan til Síerra Leóne í næstu viku af sömu ástæðum. „Ebólan breiðist hratt út, flest tilfellin hafa verið í Gíneu og næstflest í Síerra Leóne. Síðan hefur sjúkdómsins orðið vart í Líberíu, meira að segja í höfuðborginni Monróvíu,“ segir Gunnhildur. „Við héldum á einum tímapunkti að við værum að ná tökum á ástandinu, því tilfellum fór fækkandi á þeim sjúkrahúsum sem við vorum á. Síðan sáum við ný tilfelli skjóta upp kollinum á öðrum svæðum, sem er óalgengt þegar ebóla er annars vegar.“ Ebólufaraldrar hafa látið á sér kræla nokkrum sinnum á síðustu árum en útbreiðsla sjúkdómsins nú er með öðrum hætti. „Þetta er í fyrsta skipti sem ebólufaraldur hefur blossað upp á svona mörgum svæðum í einu og aldrei hefur gengið jafn illa að stemma stigu við útbreiðslu sjúkdómsins.“Gunnhildur í fullum herklæðum í GíneuGunnhildur segir menningu Gíneubúa ekki hjálpa til við að ná tökum á þessu ástandi. „Í menningu Gíneubúa eru siðvenjur þær að þegar fólk fer í jarðarför þá vilja allir þvo líkið, snerta það og vilja vera með í þeirri athöfn. Sjúklingurinn deyr þegar veirufjöldinn er hvað mestur í líkamanum og þess vegna er lík sjúklings mest smitandi stuttu eftir andlát hans. Það veldur því að útbreiðsla ebólu hefur verið mikil í tengslum við jarðarfarir. Erfitt er að eiga við þessa siði enda fastmótaðir í menningu íbúa.“ Gunnhildur segir að uppfræðsla íbúa sé það eina sem gæti skilað árangri. „Menntunarstigið í Gíneu er lágt og þekking á sjúkdómum og smitvörnum er í lágmarki. Dánartíðni þeirra sem smituðust í Gíneu á meðan ég var stödd þar var 50 til 90 prósent. Dánartíðnin var hærri í sveitum landsins en lægri í höfuðborginni Kónakrí.“ Hún segir að auðveldara hafi verið að ná til fólks í höfuðborginni með útvarpi, sjónvarpi og öðrum miðlum en úti á landsbyggðinni. „Einnig er aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu mun betra í borg en í sveitum Gíneu.“
Ebóla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira