Brasilíu-Aron Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2014 07:00 Ekki leið langur tími frá því að pósturinn var sendur út á fréttastofunni um HM-leikinn í gær þangað til fólk streymdi að og staðfesti þátttöku sína. Fólk sem gæti ekki tengt Cristiano Ronaldo og Lionel Messi saman við þjóðerni þeirra ætlaði ekki að missa af því að vera hluti af stemmningunni sem fram undan er næsta mánuðinn. Það er nefnilega málið með heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Það vilja allir vera með. Í fyrsta skipti eigum við Íslendingar fulltrúa okkar í veislunni sem hófst í gærkvöldi. Aron Jóhannsson, 23 ára markamaskína úr Grafarvoginum, er í leikmannahópi Bandaríkjanna. Foreldrar hans eru á leiðinni til Sao Paulo. Ættingjar og vinir fylgjast með spenntir. Sömuleiðis allir sem hafa snefil af áhuga á knattspyrnu. Kollegar mínir vestanhafs hafa tjáð mér að Aron njóti mikillar hylli á meðal „landa“ sinna. Aron, sem fæddist í Alabama og bjó þar með íslenskum foreldrum fyrstu þrjú ár ævi sinnar, skoraði á dögunum sitt fyrsta mark fyrir landsliðið. Fjölmiðlar vestra nefna hann reglulega til sögunnar sem eina ástæðu þess að bandaríska liðinu gæti vegnað vel í Brasilíu. Persónulega hef ég hvorki trú á því að landslið Bandaríkjanna geri rósir í Suður-Ameríku né að Aron muni slá í gegn. Ég vona það engu að síður. Hvernig er annað hægt en að halda með fyrsta Íslendingnum sem fær boð í stærstu veislu ársins í heiminum? Vissulega var ég svekktur þegar Aron valdi Bandaríkin fram yfir Ísland. Valið var hins vegar hans og miðað við forsendurnar sem hann hafði hef ég skilning á því. „Ég held að maður sé ekki alveg að meðtaka þetta,“ sagði Helga Guðmundsdóttir, móðir Arons, í viðtali við Vísi í gær. Ég held að fleiri séu sammála. Reyndar á ég von á því að þeir sem hafa haft hæst í föðurlandssvikaraumræðunni mýkist til muna þegar þeir sjá okkar mann, í treyju númer níu, stíga sín fyrstu spor á grasinu í Brasilíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun
Ekki leið langur tími frá því að pósturinn var sendur út á fréttastofunni um HM-leikinn í gær þangað til fólk streymdi að og staðfesti þátttöku sína. Fólk sem gæti ekki tengt Cristiano Ronaldo og Lionel Messi saman við þjóðerni þeirra ætlaði ekki að missa af því að vera hluti af stemmningunni sem fram undan er næsta mánuðinn. Það er nefnilega málið með heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Það vilja allir vera með. Í fyrsta skipti eigum við Íslendingar fulltrúa okkar í veislunni sem hófst í gærkvöldi. Aron Jóhannsson, 23 ára markamaskína úr Grafarvoginum, er í leikmannahópi Bandaríkjanna. Foreldrar hans eru á leiðinni til Sao Paulo. Ættingjar og vinir fylgjast með spenntir. Sömuleiðis allir sem hafa snefil af áhuga á knattspyrnu. Kollegar mínir vestanhafs hafa tjáð mér að Aron njóti mikillar hylli á meðal „landa“ sinna. Aron, sem fæddist í Alabama og bjó þar með íslenskum foreldrum fyrstu þrjú ár ævi sinnar, skoraði á dögunum sitt fyrsta mark fyrir landsliðið. Fjölmiðlar vestra nefna hann reglulega til sögunnar sem eina ástæðu þess að bandaríska liðinu gæti vegnað vel í Brasilíu. Persónulega hef ég hvorki trú á því að landslið Bandaríkjanna geri rósir í Suður-Ameríku né að Aron muni slá í gegn. Ég vona það engu að síður. Hvernig er annað hægt en að halda með fyrsta Íslendingnum sem fær boð í stærstu veislu ársins í heiminum? Vissulega var ég svekktur þegar Aron valdi Bandaríkin fram yfir Ísland. Valið var hins vegar hans og miðað við forsendurnar sem hann hafði hef ég skilning á því. „Ég held að maður sé ekki alveg að meðtaka þetta,“ sagði Helga Guðmundsdóttir, móðir Arons, í viðtali við Vísi í gær. Ég held að fleiri séu sammála. Reyndar á ég von á því að þeir sem hafa haft hæst í föðurlandssvikaraumræðunni mýkist til muna þegar þeir sjá okkar mann, í treyju númer níu, stíga sín fyrstu spor á grasinu í Brasilíu.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun