Fjögurra ára í fitusog Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 11. júní 2014 07:00 Krakkarnir hanga í tölvunni, við fáum þá frið á meðan. Þetta hef ég oft hugsað. Núna síðast í langri bílferð norður yfir heiðar. Tvö lítil skott sátu steinþegjandi í aftursætinu með heyrnartól á eyrunum og dunduðu sér í spjaldtölvu. Á meðan söfnuðust kílómetrarnir að baki. Mig hafði óað fyrir því að hafa ofan af fyrir þeim klukkutímum saman í bílnum. Með þessu keypti ég mér stundarfrið. Tölvuhangs barna er þó ekki alltaf vel séð. Hver kannast ekki við umræðuna um áhrif ofbeldisleikja á unga og ómótaða huga? Ég á erfitt með að leggja mat á þau áhrif. Þegar ég var krakki snerust tölvuleikir í mesta lagi um að frelsa górillu úr búri og passa sig á krókódílum á leiðinni, eða hreyfa litla stiku upp og niður og passa að litli depillinn hitti ekki í mark. Dídd, dídd, dídd, heyrðist á meðan. Leikjaveröld nútímans er mér einfaldlega framandi. Er þetta nokkuð „ljótur“ leikur? spyr ég stundum þegar krakkarnir virðast í miklum ham við skjáinn. Með „ljótum“ leik á ég yfirleitt við hvort verið sé að drepa einhvern. Drápsleikir eru nefnilega sívinsælir og þó ég hafi ekki „drepið“ marga í tölvuheimum þegar ég var krakki, hef ég þónokkur „mannslíf“ á samviskunni eftir æsilega byssubófaleiki í denn. Ekki það að ég hafi alltaf verið að „drepa“ fólk. Ég lék mér líka með Barbí og dúkkulísur sem töldust til saklausari leikja en byssó. Eða hvað? Er dúkkulísuleikurinn, pappírsstúlka á nærfötum sem hægt var að máta á mismunandi föt, forveri vafasamra leikja sem vinsælir eru í dag? Á Vísi las ég frétt í gær um tölvuleiki fyrir ung börn. Ekki nóg með að leikirnir séu illilega kynjaskiptir, það er punt og pjatt fyrir stúlkur, þrautir og hugsun fyrir drengi, heldur hefur í alvörunni verið búinn til fegrunaraðgerðaleikur sem snýst um fitusog fyrir fjögurra ára stúlkur! Ég held að ég þurfi að endurskoða alvarlega hvað ég kalla „ljótan“ leik í tölvunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun
Krakkarnir hanga í tölvunni, við fáum þá frið á meðan. Þetta hef ég oft hugsað. Núna síðast í langri bílferð norður yfir heiðar. Tvö lítil skott sátu steinþegjandi í aftursætinu með heyrnartól á eyrunum og dunduðu sér í spjaldtölvu. Á meðan söfnuðust kílómetrarnir að baki. Mig hafði óað fyrir því að hafa ofan af fyrir þeim klukkutímum saman í bílnum. Með þessu keypti ég mér stundarfrið. Tölvuhangs barna er þó ekki alltaf vel séð. Hver kannast ekki við umræðuna um áhrif ofbeldisleikja á unga og ómótaða huga? Ég á erfitt með að leggja mat á þau áhrif. Þegar ég var krakki snerust tölvuleikir í mesta lagi um að frelsa górillu úr búri og passa sig á krókódílum á leiðinni, eða hreyfa litla stiku upp og niður og passa að litli depillinn hitti ekki í mark. Dídd, dídd, dídd, heyrðist á meðan. Leikjaveröld nútímans er mér einfaldlega framandi. Er þetta nokkuð „ljótur“ leikur? spyr ég stundum þegar krakkarnir virðast í miklum ham við skjáinn. Með „ljótum“ leik á ég yfirleitt við hvort verið sé að drepa einhvern. Drápsleikir eru nefnilega sívinsælir og þó ég hafi ekki „drepið“ marga í tölvuheimum þegar ég var krakki, hef ég þónokkur „mannslíf“ á samviskunni eftir æsilega byssubófaleiki í denn. Ekki það að ég hafi alltaf verið að „drepa“ fólk. Ég lék mér líka með Barbí og dúkkulísur sem töldust til saklausari leikja en byssó. Eða hvað? Er dúkkulísuleikurinn, pappírsstúlka á nærfötum sem hægt var að máta á mismunandi föt, forveri vafasamra leikja sem vinsælir eru í dag? Á Vísi las ég frétt í gær um tölvuleiki fyrir ung börn. Ekki nóg með að leikirnir séu illilega kynjaskiptir, það er punt og pjatt fyrir stúlkur, þrautir og hugsun fyrir drengi, heldur hefur í alvörunni verið búinn til fegrunaraðgerðaleikur sem snýst um fitusog fyrir fjögurra ára stúlkur! Ég held að ég þurfi að endurskoða alvarlega hvað ég kalla „ljótan“ leik í tölvunni.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun