Besti kvaddur: „Þetta var svona gjörningur“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. júní 2014 09:00 Besti flokkurinn líður undir lok 16. júní þegar ný borgarstjórn tekur við Besti flokkurinn var grínframboð með ótrúlegum kosningarloforðum og var eitt þeirra að öll loforðin yrðu svikin. Fulltrúar annarra flokka stóðu á gati og þegar kannanir sýndu góðan árangur flokksins sögðu þeir að þetta væri löngu hætt að vera fyndið. En grínið hélt áfram næstu fjögur árin með sex fulltrúa Besta flokksins í borgarstjórn og Jón Gnarr sem borgarstjóra. Það var síðan í Tvíhöfðaþætti í október árið 2013 sem Jón Gnarr tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur og eftir rúma viku mun nýr borgarstjóri taka við Jóni Gnarr. Þar með mun fjögurra ára grafalvarlegu gríni Besta flokksins vera lokið. S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr síðustu fjögur ár S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr „Þetta var svona gjörningur. Hann var svolítið langur, stundum svolítið alvarlegur, stundum rosalega skemmtilegur og fyndinn. Á einhverjum tímum var hann sorglegur. Hann var svona eins og mjög góð bók eða bíómynd, með byrjun, miðju og endi.“ Dr. Gunni, 11. Sæti Besta flokksins „Þetta var góð hugmynd og gott grín sem gengur upp. Svo varð þetta voða mikil alvara og fólkið sem var komið í þessa stóla datt úr gríngírnum og þurfti að gera sitt besta. Alvaran tók við með geðveikum skuldum hjá orkuveitunni og þá var ekki hægt að djóka lengur.“ Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta Flokksins „Allt var þetta rísastór gjöf og risastór lærdómur. Ég kveð bestu árin stolt og þakklát.“ Oddný Sturludóttir,fráfarandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar „Það er dálítið meira en að segja það að fara í meirihlutasamstarf með sex óreyndum borgarfulltrúum. En ég hef sjaldan unnið með fólki sem er eins fljótt að læra. Þau hafa yndislega nærveru, góðan húmor og þótt þau væru óreynd þá báru þau mjög mikla virðingu fyrir viðfangsefninu.“ Heiða Kristín Helgadóttir, kosningarstjóri Besta flokksins og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „Þau komu inn í borgarstjórn fallega kokhraust um að það væri nóg að vera þarna bara af öllu hjarta og þá yrði þetta ekkert mál. Svo komumst þau að því að fólk í hefðbundnu flokkunum var líka þarna af öllu hjarta. Það varð auðveldara að vinna með þeim eftir það og gleði þeirra var vissulega smitandi Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins „Þetta er búið að vera alveg ofboðslega lærdómsríkt og gaman og góð tilraun. Tilraun sem heppnaðist. Það er eins og maður sé að stíga úr rússibana, ferðalagið er að verða búið og það vekur upp blendnar tilfinningar, ég er feginn að þetta sé búið en ég á eftir að sakna margra.“ Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Þau komu inn sem hálfgerður brandari en þeir borgarfulltrúar sem þarna voru kjörnir snéru sér síðan að verkefnunum á vettvangi Reykjavíkurborgar og mér finnnst þau hafa leyst verkefnin vel af hendi. Heiða Kristín Helgadóttir, kosningarstjóri Besta flokksins og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar. „Ég er full þakklætis fyrir að þetta hafi átt sér stað og ég hafi fengið að taka þátt í því. Við sjáum ekki enn í dag hvaða áhrif flokkurinn mun hafa til framtíðar, á hvað verður leyfilegt og hvað er í lagi í stjórnmálum. Fyrir tíma Besta var of lítið pláss fyrir mannlega nálgun í pólitíkinni.“ Borgarstjórn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Besti flokkurinn var grínframboð með ótrúlegum kosningarloforðum og var eitt þeirra að öll loforðin yrðu svikin. Fulltrúar annarra flokka stóðu á gati og þegar kannanir sýndu góðan árangur flokksins sögðu þeir að þetta væri löngu hætt að vera fyndið. En grínið hélt áfram næstu fjögur árin með sex fulltrúa Besta flokksins í borgarstjórn og Jón Gnarr sem borgarstjóra. Það var síðan í Tvíhöfðaþætti í október árið 2013 sem Jón Gnarr tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur og eftir rúma viku mun nýr borgarstjóri taka við Jóni Gnarr. Þar með mun fjögurra ára grafalvarlegu gríni Besta flokksins vera lokið. S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr síðustu fjögur ár S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr „Þetta var svona gjörningur. Hann var svolítið langur, stundum svolítið alvarlegur, stundum rosalega skemmtilegur og fyndinn. Á einhverjum tímum var hann sorglegur. Hann var svona eins og mjög góð bók eða bíómynd, með byrjun, miðju og endi.“ Dr. Gunni, 11. Sæti Besta flokksins „Þetta var góð hugmynd og gott grín sem gengur upp. Svo varð þetta voða mikil alvara og fólkið sem var komið í þessa stóla datt úr gríngírnum og þurfti að gera sitt besta. Alvaran tók við með geðveikum skuldum hjá orkuveitunni og þá var ekki hægt að djóka lengur.“ Eva Einarsdóttir, borgarfulltrúi Besta Flokksins „Allt var þetta rísastór gjöf og risastór lærdómur. Ég kveð bestu árin stolt og þakklát.“ Oddný Sturludóttir,fráfarandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar „Það er dálítið meira en að segja það að fara í meirihlutasamstarf með sex óreyndum borgarfulltrúum. En ég hef sjaldan unnið með fólki sem er eins fljótt að læra. Þau hafa yndislega nærveru, góðan húmor og þótt þau væru óreynd þá báru þau mjög mikla virðingu fyrir viðfangsefninu.“ Heiða Kristín Helgadóttir, kosningarstjóri Besta flokksins og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „Þau komu inn í borgarstjórn fallega kokhraust um að það væri nóg að vera þarna bara af öllu hjarta og þá yrði þetta ekkert mál. Svo komumst þau að því að fólk í hefðbundnu flokkunum var líka þarna af öllu hjarta. Það varð auðveldara að vinna með þeim eftir það og gleði þeirra var vissulega smitandi Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins „Þetta er búið að vera alveg ofboðslega lærdómsríkt og gaman og góð tilraun. Tilraun sem heppnaðist. Það er eins og maður sé að stíga úr rússibana, ferðalagið er að verða búið og það vekur upp blendnar tilfinningar, ég er feginn að þetta sé búið en ég á eftir að sakna margra.“ Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Þau komu inn sem hálfgerður brandari en þeir borgarfulltrúar sem þarna voru kjörnir snéru sér síðan að verkefnunum á vettvangi Reykjavíkurborgar og mér finnnst þau hafa leyst verkefnin vel af hendi. Heiða Kristín Helgadóttir, kosningarstjóri Besta flokksins og framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar. „Ég er full þakklætis fyrir að þetta hafi átt sér stað og ég hafi fengið að taka þátt í því. Við sjáum ekki enn í dag hvaða áhrif flokkurinn mun hafa til framtíðar, á hvað verður leyfilegt og hvað er í lagi í stjórnmálum. Fyrir tíma Besta var of lítið pláss fyrir mannlega nálgun í pólitíkinni.“
Borgarstjórn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira