Fór fyrsta hringinn í barnavagninum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2014 06:00 Ragnar Már á Strandavelli í gær en þá bætti hann vallarmetið með því að koma í hús á 62 höggum. mynd/GSÍ „Það koma dagar þar sem maður dettur í „zone-ið“. Þá vill allt ganga upp hjá manni,“ sagði Ragnar Már Garðarsson, kylfingur úr GKG, við Fréttablaðið í gær eftir að hann tryggði sér glæstan sigur á öðru móti sumarsins á Eimskipsmótaröðinni en það fór fram á Hellu í gær. Aðstæður voru erfiðar á Hellu um helgina og kylfingar náðu ekki sínu besta fram fyrstu tvo keppnisdagana. Besti dagurinn var á lokadeginum í gær og þá hrökk Ragnar Már í gírinn. Hann spilaði á 62 höggum, átta undir pari vallarins, og bætti vallarmet Ólafs Björns Loftssonar um eitt högg. Hann fékk alls níu fugla en hringurinn dugði honum til að sigra á mótinu með tveggja högga forystu á Gísla Sveinbergsson, GK, sem varð annar. „Ég tók bara eina holu í einu og spilaði hana eins vel og ég gat,“ sagði hinn hógværi Ragnar Már en hann er á nítjánda aldursári. „Ég var að slá mjög vel, bæði hélt mér á braut og setti nálægt pinna í innáhögginu. Púttin gengu líka vel og þá komu fuglarnir,“ segir hann en Ragnar vann einnig fyrsta mót ársins um síðustu helgi, einnig eftir öflugan lokahring. Hann segist hafa unnið mikið í því að styrkja andlega þáttinn í sínu spili. „Ég reyni að vera mjög þolinmóður því það er helsti áhættuþátturinn. Ég hef unnið í þessu með þjálfara mínum og það hefur hjálpað til,“ segir Ragnar. Hann segir að árangurinn hafi komið nokkuð á óvart. „Markmiðin voru bara að vera ofarlega í mótunum og gera mitt besta. Hitt kom bara að sjálfu sér og ég vona bara að ég nái að halda mínu striki.“ Ragnar er þrátt fyrir ungan aldur kominn í háskólanám í Bandaríkjunum en hann hélt utan síðasta haust eftir að hafa klárað verslunarpróf frá VÍ. „Það gekk mjög vel úti,“ segir hann. „Námið gekk vel og golfið var upp og niður, eins og það vill oft vera. En liðinu mínu gekk vel og skólinn náði sínum besta árangri í tíu ár. Ragnar þekkir vel til á Hellu en faðir hans er frá Hvolsvelli og fór oft með hann á þennan völl. „Ég fór minn fyrsta golfhring hér en þá var ég reyndar í barnavagni,“ segir Ragnar í léttum dúr. „Svo spilaði ég mikið hér sem krakki og þykir því vænt um að hafa bætt vallarmetið. Það var mjög skemmtilegt.“ Golf Tengdar fréttir Ragnar bætti vallarmetið á Hellu Ragnar Már Garðarsson sigraði með glæsibrag á Egils Gull-mótinu sem fór fram á Hellu í dag. 1. júní 2014 18:31 Ragnar Már vann á Hellu | Fékk níu fugla Frábær lokahringur Ragnars Más Garðarssonar, GKG, skilaði honum sigri á öðru móti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi. 1. júní 2014 15:42 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
„Það koma dagar þar sem maður dettur í „zone-ið“. Þá vill allt ganga upp hjá manni,“ sagði Ragnar Már Garðarsson, kylfingur úr GKG, við Fréttablaðið í gær eftir að hann tryggði sér glæstan sigur á öðru móti sumarsins á Eimskipsmótaröðinni en það fór fram á Hellu í gær. Aðstæður voru erfiðar á Hellu um helgina og kylfingar náðu ekki sínu besta fram fyrstu tvo keppnisdagana. Besti dagurinn var á lokadeginum í gær og þá hrökk Ragnar Már í gírinn. Hann spilaði á 62 höggum, átta undir pari vallarins, og bætti vallarmet Ólafs Björns Loftssonar um eitt högg. Hann fékk alls níu fugla en hringurinn dugði honum til að sigra á mótinu með tveggja högga forystu á Gísla Sveinbergsson, GK, sem varð annar. „Ég tók bara eina holu í einu og spilaði hana eins vel og ég gat,“ sagði hinn hógværi Ragnar Már en hann er á nítjánda aldursári. „Ég var að slá mjög vel, bæði hélt mér á braut og setti nálægt pinna í innáhögginu. Púttin gengu líka vel og þá komu fuglarnir,“ segir hann en Ragnar vann einnig fyrsta mót ársins um síðustu helgi, einnig eftir öflugan lokahring. Hann segist hafa unnið mikið í því að styrkja andlega þáttinn í sínu spili. „Ég reyni að vera mjög þolinmóður því það er helsti áhættuþátturinn. Ég hef unnið í þessu með þjálfara mínum og það hefur hjálpað til,“ segir Ragnar. Hann segir að árangurinn hafi komið nokkuð á óvart. „Markmiðin voru bara að vera ofarlega í mótunum og gera mitt besta. Hitt kom bara að sjálfu sér og ég vona bara að ég nái að halda mínu striki.“ Ragnar er þrátt fyrir ungan aldur kominn í háskólanám í Bandaríkjunum en hann hélt utan síðasta haust eftir að hafa klárað verslunarpróf frá VÍ. „Það gekk mjög vel úti,“ segir hann. „Námið gekk vel og golfið var upp og niður, eins og það vill oft vera. En liðinu mínu gekk vel og skólinn náði sínum besta árangri í tíu ár. Ragnar þekkir vel til á Hellu en faðir hans er frá Hvolsvelli og fór oft með hann á þennan völl. „Ég fór minn fyrsta golfhring hér en þá var ég reyndar í barnavagni,“ segir Ragnar í léttum dúr. „Svo spilaði ég mikið hér sem krakki og þykir því vænt um að hafa bætt vallarmetið. Það var mjög skemmtilegt.“
Golf Tengdar fréttir Ragnar bætti vallarmetið á Hellu Ragnar Már Garðarsson sigraði með glæsibrag á Egils Gull-mótinu sem fór fram á Hellu í dag. 1. júní 2014 18:31 Ragnar Már vann á Hellu | Fékk níu fugla Frábær lokahringur Ragnars Más Garðarssonar, GKG, skilaði honum sigri á öðru móti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi. 1. júní 2014 15:42 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Ragnar bætti vallarmetið á Hellu Ragnar Már Garðarsson sigraði með glæsibrag á Egils Gull-mótinu sem fór fram á Hellu í dag. 1. júní 2014 18:31
Ragnar Már vann á Hellu | Fékk níu fugla Frábær lokahringur Ragnars Más Garðarssonar, GKG, skilaði honum sigri á öðru móti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi. 1. júní 2014 15:42