„Allt getur gerst“ í Hafnarfirði Bjarki Ármannsson skrifar 2. júní 2014 10:30 Myndun meirihluta getur enn farið á hvorn veginn sem er í Hafnarfirði. Vísir/Stefán Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur í Hafnarfirði í fyrsta sinn frá árinu 1998 í kosningunum á laugardag. Samfylkingin, sem hlaut flest atkvæði í síðustu þrennum bæjarstjórnarkosningum, missir tvo menn úr bæjarstjórn. „Meirihlutinn er fallinn og fólk vill gefa Samfylkingunni frí, það er alveg skýrt,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Flokkur hennar hlaut 35,8 prósent atkvæða og náði fimm mönnum inn í bæjarstjórn. Rósa segir að tími muni fara í það á næstunni að tala saman milli flokka um mögulega myndun meirihluta. Þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur í Hafnarfirði þarf hann að mynda meirihluta með einum hinna þriggja flokkanna og hlýtur Björt framtíð að teljast líklegasti kosturinn. „Það er margt sem hljómar vel í mínum eyrum í þeirra stefnuskrá og ýmislegt líka hjá hinum,“ segir Rósa. „Það verða málamiðlanir, auðvitað, og við skulum bara sjá hvað setur.“Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í bænum, segir ekki sjálfgefið að Samfylkingin verði utan meirihluta. „Ég lít svo á að það sé í höndum Bjartrar framtíðar núna að ákveða hvort hún vilji starfa til hægri og veita Sjálfstæðisflokknum stuðning sinn, eða með hinum jafnaðar- og félagshyggjuflokkunum,“ segir Gunnar. „Ég hefði eðlilega flokkað Samfylkinguna og Bjarta framtíð saman.“ Allt bendir því til að nýliðarnir í Bjartri framtíð séu í kjörstöðu varðandi myndun meirihluta. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti flokksins, segir þó ekkert víst í þeim efnum. „Það sem við viljum fyrst og fremst vera alveg viss um er að við séum algjörlega sátt við okkar val,“ segir Guðlaug. „Það getur líka einhver annar myndað meirihluta án okkar. Það getur allt gerst.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Stórtap Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Lokatölur: Meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fallinn í Hafnarfirði. 31. maí 2014 22:09 Kynjahlutfall einstaklega jafnt Fleiri konur bjóða sig fram til sveitarstjórnarkosninga nú en fyrir fjórum árum. 2. júní 2014 09:00 Stóru málin - Kappræður oddvita í Hafnarfirði Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins halda áfram í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld þegar forystufólk framboðanna í Hafnarfirði mæta til leiks. 27. maí 2014 16:08 Samfylkingin í Hafnarfirði: "Þetta er auðvitað áhyggjuefni fyrir okkur“ Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir um að ræða varnarsigur en flokkurinn tapar tveimur fulltrúum í bæjarstjórn. 31. maí 2014 22:46 Gunnar Axel segir meirihlutamyndun í Hafnarfirði í höndum Bjartrar framtíðar Telur að félagshyggjuflokkarnir í Hafnarfirði eigi að vinna saman 1. júní 2014 13:26 „Þetta er snilld“ Björt framtíð í Hafnarfirði er í lykilstöðu eftir úrslit næturinnar. Niðurstöður kosninganna eru ákall um breytingar í bænum segir Einar Birkir Einarsson, annar bæjarfulltrúa flokksins. 1. júní 2014 11:39 Meirihluti fallinn í fjórum af tíu stærstu sveitarfélögum Þegar fyrstu tölur eru komnar úr tíu stærstu sveitarfélögum landsins lítur út fyrir að meirihlutinn haldi í sex, en falli í fjórum. 31. maí 2014 23:29 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur í Hafnarfirði í fyrsta sinn frá árinu 1998 í kosningunum á laugardag. Samfylkingin, sem hlaut flest atkvæði í síðustu þrennum bæjarstjórnarkosningum, missir tvo menn úr bæjarstjórn. „Meirihlutinn er fallinn og fólk vill gefa Samfylkingunni frí, það er alveg skýrt,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Flokkur hennar hlaut 35,8 prósent atkvæða og náði fimm mönnum inn í bæjarstjórn. Rósa segir að tími muni fara í það á næstunni að tala saman milli flokka um mögulega myndun meirihluta. Þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur í Hafnarfirði þarf hann að mynda meirihluta með einum hinna þriggja flokkanna og hlýtur Björt framtíð að teljast líklegasti kosturinn. „Það er margt sem hljómar vel í mínum eyrum í þeirra stefnuskrá og ýmislegt líka hjá hinum,“ segir Rósa. „Það verða málamiðlanir, auðvitað, og við skulum bara sjá hvað setur.“Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í bænum, segir ekki sjálfgefið að Samfylkingin verði utan meirihluta. „Ég lít svo á að það sé í höndum Bjartrar framtíðar núna að ákveða hvort hún vilji starfa til hægri og veita Sjálfstæðisflokknum stuðning sinn, eða með hinum jafnaðar- og félagshyggjuflokkunum,“ segir Gunnar. „Ég hefði eðlilega flokkað Samfylkinguna og Bjarta framtíð saman.“ Allt bendir því til að nýliðarnir í Bjartri framtíð séu í kjörstöðu varðandi myndun meirihluta. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti flokksins, segir þó ekkert víst í þeim efnum. „Það sem við viljum fyrst og fremst vera alveg viss um er að við séum algjörlega sátt við okkar val,“ segir Guðlaug. „Það getur líka einhver annar myndað meirihluta án okkar. Það getur allt gerst.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Stórtap Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Lokatölur: Meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fallinn í Hafnarfirði. 31. maí 2014 22:09 Kynjahlutfall einstaklega jafnt Fleiri konur bjóða sig fram til sveitarstjórnarkosninga nú en fyrir fjórum árum. 2. júní 2014 09:00 Stóru málin - Kappræður oddvita í Hafnarfirði Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins halda áfram í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld þegar forystufólk framboðanna í Hafnarfirði mæta til leiks. 27. maí 2014 16:08 Samfylkingin í Hafnarfirði: "Þetta er auðvitað áhyggjuefni fyrir okkur“ Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir um að ræða varnarsigur en flokkurinn tapar tveimur fulltrúum í bæjarstjórn. 31. maí 2014 22:46 Gunnar Axel segir meirihlutamyndun í Hafnarfirði í höndum Bjartrar framtíðar Telur að félagshyggjuflokkarnir í Hafnarfirði eigi að vinna saman 1. júní 2014 13:26 „Þetta er snilld“ Björt framtíð í Hafnarfirði er í lykilstöðu eftir úrslit næturinnar. Niðurstöður kosninganna eru ákall um breytingar í bænum segir Einar Birkir Einarsson, annar bæjarfulltrúa flokksins. 1. júní 2014 11:39 Meirihluti fallinn í fjórum af tíu stærstu sveitarfélögum Þegar fyrstu tölur eru komnar úr tíu stærstu sveitarfélögum landsins lítur út fyrir að meirihlutinn haldi í sex, en falli í fjórum. 31. maí 2014 23:29 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Sjá meira
Stórtap Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Lokatölur: Meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fallinn í Hafnarfirði. 31. maí 2014 22:09
Kynjahlutfall einstaklega jafnt Fleiri konur bjóða sig fram til sveitarstjórnarkosninga nú en fyrir fjórum árum. 2. júní 2014 09:00
Stóru málin - Kappræður oddvita í Hafnarfirði Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins halda áfram í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld þegar forystufólk framboðanna í Hafnarfirði mæta til leiks. 27. maí 2014 16:08
Samfylkingin í Hafnarfirði: "Þetta er auðvitað áhyggjuefni fyrir okkur“ Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir um að ræða varnarsigur en flokkurinn tapar tveimur fulltrúum í bæjarstjórn. 31. maí 2014 22:46
Gunnar Axel segir meirihlutamyndun í Hafnarfirði í höndum Bjartrar framtíðar Telur að félagshyggjuflokkarnir í Hafnarfirði eigi að vinna saman 1. júní 2014 13:26
„Þetta er snilld“ Björt framtíð í Hafnarfirði er í lykilstöðu eftir úrslit næturinnar. Niðurstöður kosninganna eru ákall um breytingar í bænum segir Einar Birkir Einarsson, annar bæjarfulltrúa flokksins. 1. júní 2014 11:39
Meirihluti fallinn í fjórum af tíu stærstu sveitarfélögum Þegar fyrstu tölur eru komnar úr tíu stærstu sveitarfélögum landsins lítur út fyrir að meirihlutinn haldi í sex, en falli í fjórum. 31. maí 2014 23:29