Ég er að drepast… Teitur Guðmundsson skrifar 20. maí 2014 07:00 Þetta er býsna algeng kvörtun sem læknar fá um allt mögulegt nánast milli himins og jarðar. Mjög oft er um að ræða minniháttar vanda en í sumum tilvikum er raunverulega um líf eða dauða að tefla. Það er alls ekki óalgengt að fólk færi aðeins í stílinn eða menn noti þetta orðalag til að leggja áherslu á það hversu mikið þeir finna til eða upplifa einkenni sín. Mörg vandamál geta verið býsna hvimleið og valdið ómældum óþægindum hjá viðkomandi þannig að það er akkúrat engin biðlund eftir þjónustu. Ef hún ekki fæst á svipstundu getur fjandinn verið laus hjá sumum. Þá eru það hinir sem bera óþægindi sín án þess að himinn og jörð séu að farast. Þetta eru auðvitað einna helst karaktereinkenni sem koma fram undir þessum kringumstæðum og er að vissu leyti áhugaverð upplifun fyrir lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn að fylgjast með hegðun sjúklinga. Læknisfræði snýst um að lækna sjúkdóma, en ekki síður um að líkna eða lina þjáningar og svo auðvitað um samskipti og fræðslu. Þannig má ekki gera lítið úr því sem sjúklingurinn upplifir, en á stundum þarf hann fyrst og fremst hughreystingu og samkennd, sérstaklega þegar lítið er hægt að gera fyrir hann í formi lyfja eða beinnar meðferðar. Tökum nokkur dæmi þessu til útskýringar; sá sem fær í bakið skyndilega getur upplifað sig eins og hann hafi verið skotinn og nauðsynlegt sé að gera eitthvað strax. Eðlilegt er að meta viðkomandi en í langflestum tilvikum er meðferðin einföld, myndgreining er óþarfi og tíminn notaður til að lækna vandann.Auðvelt að meðhöndla Ýmsar sýkingar geta kallað fram einkennið „að vera að drepast“ og sem betur fer er oftsinnis hægt að koma í veg fyrir slíkan dauðdaga með einföldum hætti. Hálsbólga er algengt fyrirbæri sem veldur þessari líðan, eyrnabólgur geta líka verið býsna flóknar að glíma við því þar kemur við sögu sjúklingur sem getur illa tjáð sig og foreldrar sem eru áhyggjufullir og líða með barni sínu. Í flestum tilvikum eru þessi vandamál á grundvelli veirusýkingar, en ekki af bakteríutoga og þá duga engin sýklalyf. Hughreysting og fræðsla kemur sér þá vel. Sveppasýkingar eða þvagfærasýkingar hjá konum og körlum valda oft miklum óþægindum og sem betur fer er alla jafna auðvelt að meðhöndla þær og er það jafnan mjög þakklátt. Það er erfitt að drepast úr þreytu, en sannarlega geta verið ýmsar orsakir fyrir slappleika og orkuleysi og er það ákveðin áskorun að finna hana hjá aðilum sem hafa ekki fengið skýringu jafnvel yfir langan tíma. Rétt er að kanna með hormónabúskap og járn sem dæmi, en algengara er að konur glími við vanda þar en karlar. Þá ætti að skoða kæfisvefn sem er vangreint vandamál sem orsök þreytu. Ekki má gleyma andlegri vanlíðan og streitu sem getur haft verulegar afleiðingar á orku og getu viðkomandi. Þá eru ýmsir alvarlegir undirliggjandi sjúkdómar samanber krabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma og lifrarsjúkdóma svo dæmi séu tekin sem ber að hafa í huga við uppvinnslu. Ekkert af þessu er yfirleitt bráðavandi.Samvinna mikilvæg Í dag er algengt að sjúklingar greini sig sjálfir með hjálp internetsins og í mörgum tilvikum hafa þeir rétt fyrir sér. Það er hins vegar leikur einn að finna sér sjúkdóm sem passar við einkenni þess sem hefur ekki næga þekkingu til að mismunagreina og þannig mögulega vekja upp áhyggjur sem geta verið með öllu óþarfar. Gæði upplýsinga á netinu geta einnig verið æði misjöfn og lykilatriði að geta greint á milli þess sem skiptir máli og hins sem gerir það ekki. Samspil og samvinna læknis og sjúklings í leitinni að vanda viðkomandi er mikilvæg og því skiljanlegt að óþolinmæði gæti ef ekki fást svör hratt og örugglega. Skilgreiningin á bráðum vanda er hins vegar sú að hann er lífshættulegur ef ekki er við honum brugðist. Slík vandamál fá eðlilega forgang og eiga rétt á tafarlausri afgreiðslu, til dæmis á bráðamóttöku sjúkrahúss eða vaktþjónustu. Samkvæmt sömu skilgreiningu geta þá önnur vandamál beðið, sem er óásættanlegt fyrir viðkomandi sem við þau glímir, hann er jú að drepast. Nauðsynlegt er því að tryggja gott aðgengi að almennri heilbrigðisþjónustu á dagvinnutíma. Ganga að traustum upplýsingum til sjúklinga í gegnum internetið og efla lifandi ráðgjöf heilbrigðisstarfsfólks í gegnum síma og snjalltæki. Þannig myndum við slá margar flugur í einu höggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Þetta er býsna algeng kvörtun sem læknar fá um allt mögulegt nánast milli himins og jarðar. Mjög oft er um að ræða minniháttar vanda en í sumum tilvikum er raunverulega um líf eða dauða að tefla. Það er alls ekki óalgengt að fólk færi aðeins í stílinn eða menn noti þetta orðalag til að leggja áherslu á það hversu mikið þeir finna til eða upplifa einkenni sín. Mörg vandamál geta verið býsna hvimleið og valdið ómældum óþægindum hjá viðkomandi þannig að það er akkúrat engin biðlund eftir þjónustu. Ef hún ekki fæst á svipstundu getur fjandinn verið laus hjá sumum. Þá eru það hinir sem bera óþægindi sín án þess að himinn og jörð séu að farast. Þetta eru auðvitað einna helst karaktereinkenni sem koma fram undir þessum kringumstæðum og er að vissu leyti áhugaverð upplifun fyrir lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn að fylgjast með hegðun sjúklinga. Læknisfræði snýst um að lækna sjúkdóma, en ekki síður um að líkna eða lina þjáningar og svo auðvitað um samskipti og fræðslu. Þannig má ekki gera lítið úr því sem sjúklingurinn upplifir, en á stundum þarf hann fyrst og fremst hughreystingu og samkennd, sérstaklega þegar lítið er hægt að gera fyrir hann í formi lyfja eða beinnar meðferðar. Tökum nokkur dæmi þessu til útskýringar; sá sem fær í bakið skyndilega getur upplifað sig eins og hann hafi verið skotinn og nauðsynlegt sé að gera eitthvað strax. Eðlilegt er að meta viðkomandi en í langflestum tilvikum er meðferðin einföld, myndgreining er óþarfi og tíminn notaður til að lækna vandann.Auðvelt að meðhöndla Ýmsar sýkingar geta kallað fram einkennið „að vera að drepast“ og sem betur fer er oftsinnis hægt að koma í veg fyrir slíkan dauðdaga með einföldum hætti. Hálsbólga er algengt fyrirbæri sem veldur þessari líðan, eyrnabólgur geta líka verið býsna flóknar að glíma við því þar kemur við sögu sjúklingur sem getur illa tjáð sig og foreldrar sem eru áhyggjufullir og líða með barni sínu. Í flestum tilvikum eru þessi vandamál á grundvelli veirusýkingar, en ekki af bakteríutoga og þá duga engin sýklalyf. Hughreysting og fræðsla kemur sér þá vel. Sveppasýkingar eða þvagfærasýkingar hjá konum og körlum valda oft miklum óþægindum og sem betur fer er alla jafna auðvelt að meðhöndla þær og er það jafnan mjög þakklátt. Það er erfitt að drepast úr þreytu, en sannarlega geta verið ýmsar orsakir fyrir slappleika og orkuleysi og er það ákveðin áskorun að finna hana hjá aðilum sem hafa ekki fengið skýringu jafnvel yfir langan tíma. Rétt er að kanna með hormónabúskap og járn sem dæmi, en algengara er að konur glími við vanda þar en karlar. Þá ætti að skoða kæfisvefn sem er vangreint vandamál sem orsök þreytu. Ekki má gleyma andlegri vanlíðan og streitu sem getur haft verulegar afleiðingar á orku og getu viðkomandi. Þá eru ýmsir alvarlegir undirliggjandi sjúkdómar samanber krabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma, lungnasjúkdóma og lifrarsjúkdóma svo dæmi séu tekin sem ber að hafa í huga við uppvinnslu. Ekkert af þessu er yfirleitt bráðavandi.Samvinna mikilvæg Í dag er algengt að sjúklingar greini sig sjálfir með hjálp internetsins og í mörgum tilvikum hafa þeir rétt fyrir sér. Það er hins vegar leikur einn að finna sér sjúkdóm sem passar við einkenni þess sem hefur ekki næga þekkingu til að mismunagreina og þannig mögulega vekja upp áhyggjur sem geta verið með öllu óþarfar. Gæði upplýsinga á netinu geta einnig verið æði misjöfn og lykilatriði að geta greint á milli þess sem skiptir máli og hins sem gerir það ekki. Samspil og samvinna læknis og sjúklings í leitinni að vanda viðkomandi er mikilvæg og því skiljanlegt að óþolinmæði gæti ef ekki fást svör hratt og örugglega. Skilgreiningin á bráðum vanda er hins vegar sú að hann er lífshættulegur ef ekki er við honum brugðist. Slík vandamál fá eðlilega forgang og eiga rétt á tafarlausri afgreiðslu, til dæmis á bráðamóttöku sjúkrahúss eða vaktþjónustu. Samkvæmt sömu skilgreiningu geta þá önnur vandamál beðið, sem er óásættanlegt fyrir viðkomandi sem við þau glímir, hann er jú að drepast. Nauðsynlegt er því að tryggja gott aðgengi að almennri heilbrigðisþjónustu á dagvinnutíma. Ganga að traustum upplýsingum til sjúklinga í gegnum internetið og efla lifandi ráðgjöf heilbrigðisstarfsfólks í gegnum síma og snjalltæki. Þannig myndum við slá margar flugur í einu höggi.