Skapaði hliðarheim til að flýja sársaukann Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. maí 2014 12:00 „Ég byrjaði að skrifa sögur um það leyti sem mamma veiktist og þegar ég fattaði kvikmyndaformatið varð ég alveg heillaður og fór að prufa mig áfram í því.“ Vísir/Vilhelm Daginn eftir forsýningu á Vonarstræti viðurkennir Baldvin að hann sé eiginlega alveg tómur, en um leið hamingjusamur og þakklátur, enda hafi viðtökurnar við myndinni farið fram úr hans björtustu vonum. „Ég er í allan dag búinn að vera að reyna að setja status á Facebook til að þakka fyrir mig. Búinn að skrifa hann fjórum sinnum en ég get bara ekki komið því nógu sterkt að hvað ég er þakklátur og ánægður svo ég hef ekki birt hann.“ Baldvin lítur á klukkuna um leið og hann talar því hann er á dálítilli hraðferð þar sem hann þarf að sækja eitt barnanna sinna í skólann, eins gott að ég komi mér að efninu. Ég byrja á að spyrja hann um bakgrunn hans, að gömlum íslenskum sið. „Ég er fæddur og uppalinn á Akureyri og bjó þar fyrstu 26 ár ævinnar. Þá flutti ég til Danmerkur með Heiðu konu minni og tveimur börnum og úti eignuðumst við eitt barn í viðbót. Meiningin var að fara í skóla en fljótlega eftir að ég kom út fór ég að vinna við auglýsingagerð á meðan ég undirbjó umsókn í danska kvikmyndaskólann ári seinna. Meðan ég beið eftir að umsóknarferlið hæfist sótti ég alls konar kúrsa í kvikmyndagerð. Þegar ég loks gat sótt um skólann fékk ég ekki inngöngu og fór í óendanlega mikla fýlu.“ Fjölskyldan hafði lagt mikið á sig til að draumur Baldvins um danska kvikmyndaskólann gæti orðið að veruleika en þetta var á tímum góðærisins og þegar honum bauðst vinna hjá íslensku framleiðslufyrirtæki tóku þau sig upp og fluttu aftur heim í ársbyrjun 2008. Það ævintýri entist í sex mánuði, fram að hruni, en þá var fyrirtækið farið á hausinn og Baldvin stóð uppi atvinnulaus. „Að sjálfsögðu vildi ekkert fyrirtæki ráða nýjan leikstjóra inn á þessum tímapunkti svo ég var bara í því að mæla göturnar.“Á hóteli með Hoffman Baldvin segist hafa verið ákveðinn í því að vinna við kvikmyndir frá 11 ára aldri og árið 2005 byrjaði hann að senda handrit til framleiðslufyrirtækja til að reyna að koma sér á framfæri en fékk aldrei nokkur viðbrögð. „Það var ekki fyrr en Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson fengu handrit að stuttmynd sem eitthvað fór að gerast. Ég hafði gefist upp á því að byrja tölvupósta á einhverri kynningu á sjálfum mér og sendi Júlíusi bara tölvupóst með handritinu, þannig að ef hann yfirhöfuð byrjaði að lesa póstinn væri hann kominn inn í handritið. Það virkaði og ég fékk svar frá honum strax daginn eftir með tilboði um samvinnu.“ Björninn var þó ekki þar með unninn því Kvikmyndasjóður neitaði að styrkja verkefnið og það var ekki fyrr en þremur árum seinna sem Baldvin fékk styrk til að gera stuttmyndina Hótel Jörð. „Það er bara pínulítil sjö mínútna stuttmynd en hún fór á fullt af hátíðum og gekk ágætlega og upp úr því varð til hugmyndin að Óróa.“ Órói er byggð á unglingasögum Ingibjargar Reynisdóttur og þau Baldvin skrifuðu handritið í sameiningu. Myndin fékk góðar viðtökur, hefur verið sýnd á 65 kvikmyndahátíðum víða um heim og hlotið verðlaun og viðurkenningar. Baldvin segir það merkilega upplifun að sækja kvikmyndahátíðir sem leikstjóri. „Ég hef farið nokkrum sinnum og lifað eins og kóngur í nokkra daga, sem er mjög gaman. Það er stjanað alveg vandræðalega mikið við mann á þessum hátíðum, en þetta er skemmtilegt og maður kynnist ólíklegasta fólki. Er allt í einu bara kominn á hótel með Philip Seymour Hoffman sem er að keppa í sömu kategoríu og ég með sína fyrstu og einu leikstjórnarmynd. Þetta er hálfóraunverulegt og maður lendir í alls konar skemmtilegum ævintýrum.“Upptekinn af því mannlega Fyrsta myndin sem Baldvin gerði, ellefu ára gamall, var undir áhrifum frá Twin Peaks sem hann segist hafa heillast gjörsamlega af. Sú mynd hét Hraundrangar og var ævintýramynd með dvergum og risum, ansi ólík því sem hann er að gera í dag. Hann viðurkennir að hrífast af þannig myndum, segist til dæmis vera mikill aðdáandi Game of Thrones, en það sé óralangt frá honum að gera slíkar myndir sjálfur. „Ég er voðalega upptekinn af því mannlega í fólki og hvað það er sem fær það til að akta eins og það gerir.“ Sú áhersla er í forgrunni í Vonarstræti sem Baldvin skrifaði handritið að ásamt Birgi Erni Steinarssyni, Bigga í Maus. Í myndinni eru sagðar sögur þriggja ólíkra einstaklinga sem síðan samtvinnast. Baldvin segir hugmyndina að hlutverki rithöfundarins sem eitt sinn var stórstjarna en hefur verið fylliraftur í tuttugu ár hafa komið fyrst og upphaflega átt að vera uppistaðan í heilli mynd. „Ég hef alltaf verið heillaður af „hinu fólkinu“. Á Akureyri eru margir ógæfumenn þekktir í bænum og eiga sér sérstök nöfn: „Jón hlaupari“ og „Sjallaskrímslið“ og ég veit ekki hvað og hvað. Ég gerði sjónvarpsseríu þegar ég var að vinna á Aksjón á Akureyri þar sem ég fór og heimsótti þetta fólk og tók viðtöl við það. Þá sá ég að allir áttu miklu meiri og dýpri sögu. Sögu sem mig langaði að segja í bíómynd.“ Hugmyndin um sögu útrásarvíkingsins í myndinni fæddist hins vegar á einum degi. „18. mars 2008 var ég afmælisbarn dagsins í DV og líka Jón Sigurðsson, forstjóri FL-Group. Við erum jafngamlir upp á dag. Það fannst mér merkilegt og ég fór að fylgjast með þessum gæja. Svo kom hrunið og allir fóru að tala illa um þessa menn en ég horfði alltaf á þennan strák og sá ekkert illmenni í honum. Ég undirstrika þó að það er nákvæmlega ekkert um hann sem slíkan í myndinni, hann er engin fyrirmynd að karakternum. Ég er alveg viss um að þetta er góður strákur og líka að ég hefði gert allt eins og hann hefði ég fengið tækifæri til þess. Það fannst mér vera vinkill á sögu.“ Þriðji aðalkarakterinn í Vonarstræti er einstæð móðir sem stundar vændi til að eiga í sig og á. Um fyrirmynd þess karakters vill Baldvin lítið segja. „Það er gömul saga úr minni ætt sem liggur að baki hennar sögu. Mig hafði oft langað til að fjalla um það mál og sá tækifæri til að flétta hana inn í framvinduna í Vonarstræti. Ég vil ekki fara neitt nánar út í upphaflegu söguna, það eiga allar fjölskyldur fjölskylduleyndarmál og við erum einmitt að velta því upp í myndinni hvernig þöggun innan fjölskyldna virkar og hvað hún getur verið öflug og ógeðsleg.“Kvaddi ekki móður sína Spurður hvers vegna þeir sem verða undir í lífinu höfði svona sterkt til hans, hvort hann hafi reynslu af því sjálfur að vera í þeirri stöðu, segir Baldvin svo alls ekki vera. Það sé þó eitt atriði sem hafi markað djúp spor í æsku hans og hann sé enn að vinna úr. „Mamma dó þegar ég var þrettán ára og það hafði vissulega alveg gríðarleg áhrif á mig. Síðustu dagana áður en hún dó flúði ég til að þurfa ekki að hitta hana. Það var leitað að mér út um allt til að fá mig til að kveðja hana og loksins lét ég til leiðast að fara til hennar. En ég kvaddi hana samt ekki. Hún kvaddi mig, reisti sig upp úr rúminu í síðasta sinn til að taka utan um mig, en ég sagði ekki neitt. Ég hef séð alveg rosalega eftir því alla tíð síðan og ómeðvitað hef ég tileinkað mér það lífsviðhorf að ég ætla aldrei aftur að sjá eftir neinu í lífinu. Þannig nálgast ég hlutina í dag, ég verð að gera allt sem ég vil gera og ég verð að hafa gaman af því.“ Baldvin viðurkennir að enn þann dag í dag sé hann ekki búinn að gera sér fulla grein fyrir því hversu mikil áhrif dauði móður hans hafði á hann. Spurður hvort hann hafi þá flúið inn í sagnaheim kvikmyndanna til að forðast sársaukann segir hann að það geti vel verið. „Ég byrjaði að skrifa sögur um það leyti sem mamma veiktist og þegar ég fattaði kvikmyndaformatið varð ég alveg heillaður og fór að prufa mig áfram í því. Sennilega hefur þetta verið einhvers konar flótti því þegar mér leið sem verst þá var ég tilbúinn með annan heim til hliðar þar sem ég var önnur manneskja. Ég fór inn í hann og byrjaði að leika díalóga og tala við sjálfan mig og skapa mér nýjan veruleika. Þetta gerði ég langt fram eftir unglingsaldrinum, alveg þangað til ég fattaði að allir myndu álíta mig geðveikan ef þeir sæju til mín.“Ljótasti hluti íslensks þjóðlífs Unglingar í vandræðum með líf sitt verða í forgrunni í næstu kvikmynd Baldvins, sem hann skrifar handritið að ásamt Bigga í Maus, og hann segir hana fjalla um allra ljótasta hluta íslensks þjóðlífs. „Við köllum verkefnið Contalgen-börnin og umfjöllunarefnið er krakkar sem eru komir ansi langt í eiturlyfjaneyslu. Það er alveg hræðilega ljótur heimur. Við fengum Jóhannes Kr. Kristjánsson í lið með okkur til að kynna okkur þennan heim og koma okkur í sambönd og uppgötvuðum til dæmis að það fer fram mansal á unglingum á Íslandi og það virðist öllum vera sama. Við þurfum bara að finna smekklegan farveg fyrir söguna svo hún hafi réttu áhrifin.“ Þótt Baldvin hafi hlotið mikið hrós fyrir myndir sínar og sé hálfklökkur yfir viðtökum Vonarstrætis segir hann þó eitt hrós standa upp úr og að það hafi ekki tengst kvikmyndum á nokkurn hátt. „Þegar ég var unglingur spilaði ég á trommur í rokkhljómsveitinni Toy Machine sem var mjög skemmtilegt. Við spiluðum til dæmis á fyrstu Airwaves-hátíðinni og fórum til New York og spiluðum. Í New York fékk ég fallegasta hrós sem ég hef nokkurn tíma fengið. Við vorum að gera sándtékk, ég var að tromma og það stóðu þrír götumenn við dyrnar og hlustuðu. Þá labbaði að mér svartur maður með bréfpoka, alveg staðalímynd hins heimilislausa manns í New York, og sagði: „Hey you, white man with a beat,“ og gaf mér þumal. Það hrós mun aldrei verða toppað.“ Airwaves Game of Thrones Menning Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Daginn eftir forsýningu á Vonarstræti viðurkennir Baldvin að hann sé eiginlega alveg tómur, en um leið hamingjusamur og þakklátur, enda hafi viðtökurnar við myndinni farið fram úr hans björtustu vonum. „Ég er í allan dag búinn að vera að reyna að setja status á Facebook til að þakka fyrir mig. Búinn að skrifa hann fjórum sinnum en ég get bara ekki komið því nógu sterkt að hvað ég er þakklátur og ánægður svo ég hef ekki birt hann.“ Baldvin lítur á klukkuna um leið og hann talar því hann er á dálítilli hraðferð þar sem hann þarf að sækja eitt barnanna sinna í skólann, eins gott að ég komi mér að efninu. Ég byrja á að spyrja hann um bakgrunn hans, að gömlum íslenskum sið. „Ég er fæddur og uppalinn á Akureyri og bjó þar fyrstu 26 ár ævinnar. Þá flutti ég til Danmerkur með Heiðu konu minni og tveimur börnum og úti eignuðumst við eitt barn í viðbót. Meiningin var að fara í skóla en fljótlega eftir að ég kom út fór ég að vinna við auglýsingagerð á meðan ég undirbjó umsókn í danska kvikmyndaskólann ári seinna. Meðan ég beið eftir að umsóknarferlið hæfist sótti ég alls konar kúrsa í kvikmyndagerð. Þegar ég loks gat sótt um skólann fékk ég ekki inngöngu og fór í óendanlega mikla fýlu.“ Fjölskyldan hafði lagt mikið á sig til að draumur Baldvins um danska kvikmyndaskólann gæti orðið að veruleika en þetta var á tímum góðærisins og þegar honum bauðst vinna hjá íslensku framleiðslufyrirtæki tóku þau sig upp og fluttu aftur heim í ársbyrjun 2008. Það ævintýri entist í sex mánuði, fram að hruni, en þá var fyrirtækið farið á hausinn og Baldvin stóð uppi atvinnulaus. „Að sjálfsögðu vildi ekkert fyrirtæki ráða nýjan leikstjóra inn á þessum tímapunkti svo ég var bara í því að mæla göturnar.“Á hóteli með Hoffman Baldvin segist hafa verið ákveðinn í því að vinna við kvikmyndir frá 11 ára aldri og árið 2005 byrjaði hann að senda handrit til framleiðslufyrirtækja til að reyna að koma sér á framfæri en fékk aldrei nokkur viðbrögð. „Það var ekki fyrr en Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson fengu handrit að stuttmynd sem eitthvað fór að gerast. Ég hafði gefist upp á því að byrja tölvupósta á einhverri kynningu á sjálfum mér og sendi Júlíusi bara tölvupóst með handritinu, þannig að ef hann yfirhöfuð byrjaði að lesa póstinn væri hann kominn inn í handritið. Það virkaði og ég fékk svar frá honum strax daginn eftir með tilboði um samvinnu.“ Björninn var þó ekki þar með unninn því Kvikmyndasjóður neitaði að styrkja verkefnið og það var ekki fyrr en þremur árum seinna sem Baldvin fékk styrk til að gera stuttmyndina Hótel Jörð. „Það er bara pínulítil sjö mínútna stuttmynd en hún fór á fullt af hátíðum og gekk ágætlega og upp úr því varð til hugmyndin að Óróa.“ Órói er byggð á unglingasögum Ingibjargar Reynisdóttur og þau Baldvin skrifuðu handritið í sameiningu. Myndin fékk góðar viðtökur, hefur verið sýnd á 65 kvikmyndahátíðum víða um heim og hlotið verðlaun og viðurkenningar. Baldvin segir það merkilega upplifun að sækja kvikmyndahátíðir sem leikstjóri. „Ég hef farið nokkrum sinnum og lifað eins og kóngur í nokkra daga, sem er mjög gaman. Það er stjanað alveg vandræðalega mikið við mann á þessum hátíðum, en þetta er skemmtilegt og maður kynnist ólíklegasta fólki. Er allt í einu bara kominn á hótel með Philip Seymour Hoffman sem er að keppa í sömu kategoríu og ég með sína fyrstu og einu leikstjórnarmynd. Þetta er hálfóraunverulegt og maður lendir í alls konar skemmtilegum ævintýrum.“Upptekinn af því mannlega Fyrsta myndin sem Baldvin gerði, ellefu ára gamall, var undir áhrifum frá Twin Peaks sem hann segist hafa heillast gjörsamlega af. Sú mynd hét Hraundrangar og var ævintýramynd með dvergum og risum, ansi ólík því sem hann er að gera í dag. Hann viðurkennir að hrífast af þannig myndum, segist til dæmis vera mikill aðdáandi Game of Thrones, en það sé óralangt frá honum að gera slíkar myndir sjálfur. „Ég er voðalega upptekinn af því mannlega í fólki og hvað það er sem fær það til að akta eins og það gerir.“ Sú áhersla er í forgrunni í Vonarstræti sem Baldvin skrifaði handritið að ásamt Birgi Erni Steinarssyni, Bigga í Maus. Í myndinni eru sagðar sögur þriggja ólíkra einstaklinga sem síðan samtvinnast. Baldvin segir hugmyndina að hlutverki rithöfundarins sem eitt sinn var stórstjarna en hefur verið fylliraftur í tuttugu ár hafa komið fyrst og upphaflega átt að vera uppistaðan í heilli mynd. „Ég hef alltaf verið heillaður af „hinu fólkinu“. Á Akureyri eru margir ógæfumenn þekktir í bænum og eiga sér sérstök nöfn: „Jón hlaupari“ og „Sjallaskrímslið“ og ég veit ekki hvað og hvað. Ég gerði sjónvarpsseríu þegar ég var að vinna á Aksjón á Akureyri þar sem ég fór og heimsótti þetta fólk og tók viðtöl við það. Þá sá ég að allir áttu miklu meiri og dýpri sögu. Sögu sem mig langaði að segja í bíómynd.“ Hugmyndin um sögu útrásarvíkingsins í myndinni fæddist hins vegar á einum degi. „18. mars 2008 var ég afmælisbarn dagsins í DV og líka Jón Sigurðsson, forstjóri FL-Group. Við erum jafngamlir upp á dag. Það fannst mér merkilegt og ég fór að fylgjast með þessum gæja. Svo kom hrunið og allir fóru að tala illa um þessa menn en ég horfði alltaf á þennan strák og sá ekkert illmenni í honum. Ég undirstrika þó að það er nákvæmlega ekkert um hann sem slíkan í myndinni, hann er engin fyrirmynd að karakternum. Ég er alveg viss um að þetta er góður strákur og líka að ég hefði gert allt eins og hann hefði ég fengið tækifæri til þess. Það fannst mér vera vinkill á sögu.“ Þriðji aðalkarakterinn í Vonarstræti er einstæð móðir sem stundar vændi til að eiga í sig og á. Um fyrirmynd þess karakters vill Baldvin lítið segja. „Það er gömul saga úr minni ætt sem liggur að baki hennar sögu. Mig hafði oft langað til að fjalla um það mál og sá tækifæri til að flétta hana inn í framvinduna í Vonarstræti. Ég vil ekki fara neitt nánar út í upphaflegu söguna, það eiga allar fjölskyldur fjölskylduleyndarmál og við erum einmitt að velta því upp í myndinni hvernig þöggun innan fjölskyldna virkar og hvað hún getur verið öflug og ógeðsleg.“Kvaddi ekki móður sína Spurður hvers vegna þeir sem verða undir í lífinu höfði svona sterkt til hans, hvort hann hafi reynslu af því sjálfur að vera í þeirri stöðu, segir Baldvin svo alls ekki vera. Það sé þó eitt atriði sem hafi markað djúp spor í æsku hans og hann sé enn að vinna úr. „Mamma dó þegar ég var þrettán ára og það hafði vissulega alveg gríðarleg áhrif á mig. Síðustu dagana áður en hún dó flúði ég til að þurfa ekki að hitta hana. Það var leitað að mér út um allt til að fá mig til að kveðja hana og loksins lét ég til leiðast að fara til hennar. En ég kvaddi hana samt ekki. Hún kvaddi mig, reisti sig upp úr rúminu í síðasta sinn til að taka utan um mig, en ég sagði ekki neitt. Ég hef séð alveg rosalega eftir því alla tíð síðan og ómeðvitað hef ég tileinkað mér það lífsviðhorf að ég ætla aldrei aftur að sjá eftir neinu í lífinu. Þannig nálgast ég hlutina í dag, ég verð að gera allt sem ég vil gera og ég verð að hafa gaman af því.“ Baldvin viðurkennir að enn þann dag í dag sé hann ekki búinn að gera sér fulla grein fyrir því hversu mikil áhrif dauði móður hans hafði á hann. Spurður hvort hann hafi þá flúið inn í sagnaheim kvikmyndanna til að forðast sársaukann segir hann að það geti vel verið. „Ég byrjaði að skrifa sögur um það leyti sem mamma veiktist og þegar ég fattaði kvikmyndaformatið varð ég alveg heillaður og fór að prufa mig áfram í því. Sennilega hefur þetta verið einhvers konar flótti því þegar mér leið sem verst þá var ég tilbúinn með annan heim til hliðar þar sem ég var önnur manneskja. Ég fór inn í hann og byrjaði að leika díalóga og tala við sjálfan mig og skapa mér nýjan veruleika. Þetta gerði ég langt fram eftir unglingsaldrinum, alveg þangað til ég fattaði að allir myndu álíta mig geðveikan ef þeir sæju til mín.“Ljótasti hluti íslensks þjóðlífs Unglingar í vandræðum með líf sitt verða í forgrunni í næstu kvikmynd Baldvins, sem hann skrifar handritið að ásamt Bigga í Maus, og hann segir hana fjalla um allra ljótasta hluta íslensks þjóðlífs. „Við köllum verkefnið Contalgen-börnin og umfjöllunarefnið er krakkar sem eru komir ansi langt í eiturlyfjaneyslu. Það er alveg hræðilega ljótur heimur. Við fengum Jóhannes Kr. Kristjánsson í lið með okkur til að kynna okkur þennan heim og koma okkur í sambönd og uppgötvuðum til dæmis að það fer fram mansal á unglingum á Íslandi og það virðist öllum vera sama. Við þurfum bara að finna smekklegan farveg fyrir söguna svo hún hafi réttu áhrifin.“ Þótt Baldvin hafi hlotið mikið hrós fyrir myndir sínar og sé hálfklökkur yfir viðtökum Vonarstrætis segir hann þó eitt hrós standa upp úr og að það hafi ekki tengst kvikmyndum á nokkurn hátt. „Þegar ég var unglingur spilaði ég á trommur í rokkhljómsveitinni Toy Machine sem var mjög skemmtilegt. Við spiluðum til dæmis á fyrstu Airwaves-hátíðinni og fórum til New York og spiluðum. Í New York fékk ég fallegasta hrós sem ég hef nokkurn tíma fengið. Við vorum að gera sándtékk, ég var að tromma og það stóðu þrír götumenn við dyrnar og hlustuðu. Þá labbaði að mér svartur maður með bréfpoka, alveg staðalímynd hins heimilislausa manns í New York, og sagði: „Hey you, white man with a beat,“ og gaf mér þumal. Það hrós mun aldrei verða toppað.“
Airwaves Game of Thrones Menning Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira