Allt á yfirborðinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. maí 2014 12:00 Zac, Miles og Michael leika þrjá góða vini. That Awkward Moment Aðalhlutverk: Zac Efron, Miles Teller, Michael B. Jordan og Imogen Poots Eftir að þessari mynd lauk varð mér hugsað til setningar í sjónvarpsþáttunum Friends þegar Joey fékk að heyra eftir leiklistarprufu að hann væri „not believable as a human being“ eða ótrúverðugur sem manneskja. Mig langar næstum því að segja það sama um Zac Efron. Ég gaf honum séns og beið eftir því að hann myndi sanna að hann væri ekki bara fallegt andlit með sixpakk og tindrandi augu. Það gekk ekki eftir. Hann er svo lélegur leikari að stundum gat ég ekki einu sinni horft á hvíta tjaldið þegar hann var að tala. Restin af leikaraliðinu er svo sem ekki mikið skárri. Mig grunar líka að sjö ára barn hafi skrifað handritið, sem oft og tíðum er miklu meira en skelfilegt. Hér er allt á yfirborðinu. Allar tilfinningar eru utanáliggjandi og enginn reynir að gera þær svo mikið sem fimm prósent persónulegar. Og í þeim leik er Zac Efron meistari.Niðurstaða Ekkert kemur á óvart og hér er farið illa með gott tækifæri til að láta fólk hlæja og jafnvel fella nokkur tár. Gagnrýni Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
That Awkward Moment Aðalhlutverk: Zac Efron, Miles Teller, Michael B. Jordan og Imogen Poots Eftir að þessari mynd lauk varð mér hugsað til setningar í sjónvarpsþáttunum Friends þegar Joey fékk að heyra eftir leiklistarprufu að hann væri „not believable as a human being“ eða ótrúverðugur sem manneskja. Mig langar næstum því að segja það sama um Zac Efron. Ég gaf honum séns og beið eftir því að hann myndi sanna að hann væri ekki bara fallegt andlit með sixpakk og tindrandi augu. Það gekk ekki eftir. Hann er svo lélegur leikari að stundum gat ég ekki einu sinni horft á hvíta tjaldið þegar hann var að tala. Restin af leikaraliðinu er svo sem ekki mikið skárri. Mig grunar líka að sjö ára barn hafi skrifað handritið, sem oft og tíðum er miklu meira en skelfilegt. Hér er allt á yfirborðinu. Allar tilfinningar eru utanáliggjandi og enginn reynir að gera þær svo mikið sem fimm prósent persónulegar. Og í þeim leik er Zac Efron meistari.Niðurstaða Ekkert kemur á óvart og hér er farið illa með gott tækifæri til að láta fólk hlæja og jafnvel fella nokkur tár.
Gagnrýni Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira