Frændliðin fara í lokaúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2014 07:45 Róbert Aron Hostert varð Íslandsmeistari með Fram í fyrra en spilar nú með ÍBV. Hér fagnar hann titlinum með Fram síðasta vor en hann er eini leikmaðurinn sem á enn möguleika á því að vinna annað árið í röð. Vísir/Daniel Úrslitakeppni karla í handbolta hefur heldur betur boðið upp á óvænt úrslit undanfarin ár sem sést á því að tveir síðustu Íslandsmeistarar voru ekki með heimavallarrétt í undanúrslitunum (HK 2012 og Fram 2013) og að deildarmeistararnir hafa ekki orðið meistarar síðan 2010. Fréttablaðið fékk Guðlaug Arnarsson, þjálfara Framara, til að velta fyrir sér undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sem hefjast í kvöld. Fyrsti leikur Hafnarfjarðarliðanna Hauka og FH er á Ásvöllum en í Eyjum tekur ÍBV á móti Val. „Ég reikna með mjög spennandi leikjum. Þegar við erum komin á þennan stað á tímabilinu þá eru þetta alltaf hörkuleikir,“ segir Guðlaugur. FH-ingar tóku síðasta sætið af Guðlaugi og lærisveinum hans í Fram með góðum endaspretti og hann sér FH-liðið stríða deildarmeisturum Hauka.Hafnarfjarðarslagur af bestu sort „Ég reikna með því að FH-ingar komi inn í sína seríu með mikið sjálfstraust eftir að hafa náð að stelast inn í úrslitakeppnina á lokametrunum. Ég ætla að leyfa mér að spá því að Haukarnir vinni í oddaleik en við fáum því Hafnarfjarðarslag af bestu sort,“ segir Guðlaugur og bætir við: „FH-ingar hafa verið að spila undir getu í allan vetur en núna gefa þeir allt í þetta og eiga eftir að standa sig vel,“ segir Guðlaugur. Haukarnir hafa unnið bikarinn, deildarmeistaratitilinn og deildarbikarinn og náð því fernunni með sigri. „Patrekur þarf að koma sínum mönnum niður á jörðina eftir að þeir eru búnir að vinna allt í vetur. Það er verðugt verkefni að koma þeim niður á jörðina en ég held að Patti sé með reynsluna og getuna til að gera það mjög vel.“. ÍBV er með heimavallarréttinn á móti Val en Valsmenn unnu tvo af þremur innbyrðisleikjum liðanna í vetur og báða stórt.Bestu sóknarmennirnir mætast „Þarna mætast tveir bestu sóknarmennirnir í deildinni í dag, Róbert Aron Hostert hjá ÍBV sem er að mínu mati búinn að vera bestur og svo Guðmundur Hólmar Helgason hjá Val sem er búinn að draga vagninn mjög vel fyrir Valsmenn. Ég held að Valsmenn muni rúlla í gegnum þessa viðureign og að þetta fari ekki í oddaleik en endi 3-1 fyrir Val,“ segir Guðlaugur sem sér Ólaf Stefánsson, þjálfara Vals, hafa mikil áhrif. „Þegar það er komið í svona keppni þá hlýtur að koma fram þessi sigurvilji og hefð sem Óli býr yfir. Ég held að hann muni smita henni vel út frá sér. Valsmenn eru búnir að vera trúir þessari hugmyndafræði sinni í allan vetur. Þeir eru með mikla breidd og þola því mikið álag og marga leiki á fáum dögum. Á meðan þarf ÍBV að treysta á Róbert í 60 mínútur í hverjum leik,“ segir Guðlaugur.Borðleggjandi úrslitin „Ég leyfði mér að spá því að það yrði frændslagur í úrslitunum og það gætu orðið virkilega skemmtilegar rimmur. Annars veit maður ekkert því lið hafa verið að koma á óvart í úrslitakeppninni síðustu árin. Þetta eru samt svona borðleggjandi úrslitin,“ segir Guðlaugur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
Úrslitakeppni karla í handbolta hefur heldur betur boðið upp á óvænt úrslit undanfarin ár sem sést á því að tveir síðustu Íslandsmeistarar voru ekki með heimavallarrétt í undanúrslitunum (HK 2012 og Fram 2013) og að deildarmeistararnir hafa ekki orðið meistarar síðan 2010. Fréttablaðið fékk Guðlaug Arnarsson, þjálfara Framara, til að velta fyrir sér undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta sem hefjast í kvöld. Fyrsti leikur Hafnarfjarðarliðanna Hauka og FH er á Ásvöllum en í Eyjum tekur ÍBV á móti Val. „Ég reikna með mjög spennandi leikjum. Þegar við erum komin á þennan stað á tímabilinu þá eru þetta alltaf hörkuleikir,“ segir Guðlaugur. FH-ingar tóku síðasta sætið af Guðlaugi og lærisveinum hans í Fram með góðum endaspretti og hann sér FH-liðið stríða deildarmeisturum Hauka.Hafnarfjarðarslagur af bestu sort „Ég reikna með því að FH-ingar komi inn í sína seríu með mikið sjálfstraust eftir að hafa náð að stelast inn í úrslitakeppnina á lokametrunum. Ég ætla að leyfa mér að spá því að Haukarnir vinni í oddaleik en við fáum því Hafnarfjarðarslag af bestu sort,“ segir Guðlaugur og bætir við: „FH-ingar hafa verið að spila undir getu í allan vetur en núna gefa þeir allt í þetta og eiga eftir að standa sig vel,“ segir Guðlaugur. Haukarnir hafa unnið bikarinn, deildarmeistaratitilinn og deildarbikarinn og náð því fernunni með sigri. „Patrekur þarf að koma sínum mönnum niður á jörðina eftir að þeir eru búnir að vinna allt í vetur. Það er verðugt verkefni að koma þeim niður á jörðina en ég held að Patti sé með reynsluna og getuna til að gera það mjög vel.“. ÍBV er með heimavallarréttinn á móti Val en Valsmenn unnu tvo af þremur innbyrðisleikjum liðanna í vetur og báða stórt.Bestu sóknarmennirnir mætast „Þarna mætast tveir bestu sóknarmennirnir í deildinni í dag, Róbert Aron Hostert hjá ÍBV sem er að mínu mati búinn að vera bestur og svo Guðmundur Hólmar Helgason hjá Val sem er búinn að draga vagninn mjög vel fyrir Valsmenn. Ég held að Valsmenn muni rúlla í gegnum þessa viðureign og að þetta fari ekki í oddaleik en endi 3-1 fyrir Val,“ segir Guðlaugur sem sér Ólaf Stefánsson, þjálfara Vals, hafa mikil áhrif. „Þegar það er komið í svona keppni þá hlýtur að koma fram þessi sigurvilji og hefð sem Óli býr yfir. Ég held að hann muni smita henni vel út frá sér. Valsmenn eru búnir að vera trúir þessari hugmyndafræði sinni í allan vetur. Þeir eru með mikla breidd og þola því mikið álag og marga leiki á fáum dögum. Á meðan þarf ÍBV að treysta á Róbert í 60 mínútur í hverjum leik,“ segir Guðlaugur.Borðleggjandi úrslitin „Ég leyfði mér að spá því að það yrði frændslagur í úrslitunum og það gætu orðið virkilega skemmtilegar rimmur. Annars veit maður ekkert því lið hafa verið að koma á óvart í úrslitakeppninni síðustu árin. Þetta eru samt svona borðleggjandi úrslitin,“ segir Guðlaugur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn