Hamlet litli fer hamförum Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 15. apríl 2014 13:30 Hamlet litli: "Hér vinnur allt saman eins og best verður á kosið.“ Mynd/Grímur Bjarnason Leiklist: Hamlet litli Litla svið Borgarleikhússins Höfundur: Bergur Þór Ingólfsson og hópurinn. Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson. Leikmynd, leikbrúðugerð og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir. Lýsing: Garðar Borgþórsson. Hljóð: Ólafur ÖrnThoroddsen. Tónlist: KristjanaStefánsdóttir. Leikarar: Sigurður Þór Óskarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Kristjana Stefánsdóttir. Best að gangast við því strax; ég er Shakespeare-snobb. Nútímauppfærsla á Hamlet, sem miðar að því að opna augu íslenskra ungmenna fyrir gildi klassískrar leikritunar, hljómar eins og eitthvað sem lævís óvinur gæti hafa kokkað upp sérstaklega mér til hrellingar. Hamlet Shakespeares er líklega þekktasta leikrit gervallra leikbókmenntanna og leiklistarfólk hefur í gegnum árin og aldirnar gert sér mat úr verkinu með afar misjöfnum árangri eins og gengur, bæði með uppfærslum verksins og svo því að byggja lauslega á leikritinu. Hamlet litli fellur í seinni flokkinn; Bergur Þór Ingólfsson fær hér frjálsar hendur, litla leiksvið Borgarleikhússins (besta leiksvið landsins) og fulltingi leikhússins – en frumsýnt var um síðustu helgi. Og útkoman kemur sannarlega ánægjulega á óvart. Bergur Þór, leikstjóri, höfundur leikgerðar og söngtexta, sker verkið inn að beini, styðst við strípaðan söguþráðinn og helstu persónur verksins – veitir sér svo fullkomið frelsi til að setja upp sýningu sem byggir á þeirri sögu með frjálslegu orðfæri sem íslensk ungmenni þekkja. Þetta tekst honum að gera án þess að maður fái á tilfinninguna að verið sé að skælast á Shakespeare – sem hlýtur að teljast verulegt afrek. Eina sem skýtur skökku við er mónólógur sem Ófelía fer með ágætlega en er á skjön við heildarmyndina sem og epílógur sem Hamlet flytur: Þar sem hann ávarpar salinn og útskýrir fyrir leikhúsgestum hvernig beri að skilja sýninguna. Þetta er algjört tabú, út með þessa ræðu en þá er líka upptalið það sem finna má að. Sýningin öll er ákaflega kraftmikil og sterk. Sigurður Þór Óskarsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir fara á kostum og bresta í söng, og leika sér að því en fléttuð er inn í frumsamin tónlist sem sjálf Kristjana Stefánsdóttir semur og flytur ásamt leikurunum. Kristjana bregður sér einnig í ýmis hlutverk og túlkar til dæmis hinn illa kóng Kládíus með fulltingi bráðskemmtilegrar brúðu. Allt tekst það með miklum ágætum. Leikmyndin sjálf er ákaflega snjöll og skemmtileg; nánast eins og inni í pípuorgeli sé og í pípunum leynast gagnlegir leikmunir – reyndar einkenna hugmyndaauðgi og snjallar lausnir sýninguna í heild. Þá er lýsingin með miklum ágætum sem og búningar bráðskemmtilegir og vandaðir. Hér vinnur allt saman eins og best verður á kosið. Bergur Þór er potturinn og pannan í öllu þessu og sýnir hér hversu snjall leikhúsmaður hann er orðinn. Sýningin má heita sigur fyrir Berg. Hún er klukkustundar löng og salurinn var vel með á nótunum allt frá fyrstu mínútu. Líkast til er ekki hægt að mæla með henni fyrir allra yngstu áhorfendur en þeir sem eru orðnir tíu ára og upp úr ættu að geta haft af henni gagn og mikið gaman.Niðurstaða: Sigur fyrir Berg Þór Ingólfsson sem sýnir með stórskemmtilegri, hugmyndaríkri og kröftugri leiksýningu hversu öflugur leikhúsmaður hann er. Gagnrýni Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leiklist: Hamlet litli Litla svið Borgarleikhússins Höfundur: Bergur Þór Ingólfsson og hópurinn. Leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson. Leikmynd, leikbrúðugerð og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir. Lýsing: Garðar Borgþórsson. Hljóð: Ólafur ÖrnThoroddsen. Tónlist: KristjanaStefánsdóttir. Leikarar: Sigurður Þór Óskarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Kristjana Stefánsdóttir. Best að gangast við því strax; ég er Shakespeare-snobb. Nútímauppfærsla á Hamlet, sem miðar að því að opna augu íslenskra ungmenna fyrir gildi klassískrar leikritunar, hljómar eins og eitthvað sem lævís óvinur gæti hafa kokkað upp sérstaklega mér til hrellingar. Hamlet Shakespeares er líklega þekktasta leikrit gervallra leikbókmenntanna og leiklistarfólk hefur í gegnum árin og aldirnar gert sér mat úr verkinu með afar misjöfnum árangri eins og gengur, bæði með uppfærslum verksins og svo því að byggja lauslega á leikritinu. Hamlet litli fellur í seinni flokkinn; Bergur Þór Ingólfsson fær hér frjálsar hendur, litla leiksvið Borgarleikhússins (besta leiksvið landsins) og fulltingi leikhússins – en frumsýnt var um síðustu helgi. Og útkoman kemur sannarlega ánægjulega á óvart. Bergur Þór, leikstjóri, höfundur leikgerðar og söngtexta, sker verkið inn að beini, styðst við strípaðan söguþráðinn og helstu persónur verksins – veitir sér svo fullkomið frelsi til að setja upp sýningu sem byggir á þeirri sögu með frjálslegu orðfæri sem íslensk ungmenni þekkja. Þetta tekst honum að gera án þess að maður fái á tilfinninguna að verið sé að skælast á Shakespeare – sem hlýtur að teljast verulegt afrek. Eina sem skýtur skökku við er mónólógur sem Ófelía fer með ágætlega en er á skjön við heildarmyndina sem og epílógur sem Hamlet flytur: Þar sem hann ávarpar salinn og útskýrir fyrir leikhúsgestum hvernig beri að skilja sýninguna. Þetta er algjört tabú, út með þessa ræðu en þá er líka upptalið það sem finna má að. Sýningin öll er ákaflega kraftmikil og sterk. Sigurður Þór Óskarsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir fara á kostum og bresta í söng, og leika sér að því en fléttuð er inn í frumsamin tónlist sem sjálf Kristjana Stefánsdóttir semur og flytur ásamt leikurunum. Kristjana bregður sér einnig í ýmis hlutverk og túlkar til dæmis hinn illa kóng Kládíus með fulltingi bráðskemmtilegrar brúðu. Allt tekst það með miklum ágætum. Leikmyndin sjálf er ákaflega snjöll og skemmtileg; nánast eins og inni í pípuorgeli sé og í pípunum leynast gagnlegir leikmunir – reyndar einkenna hugmyndaauðgi og snjallar lausnir sýninguna í heild. Þá er lýsingin með miklum ágætum sem og búningar bráðskemmtilegir og vandaðir. Hér vinnur allt saman eins og best verður á kosið. Bergur Þór er potturinn og pannan í öllu þessu og sýnir hér hversu snjall leikhúsmaður hann er orðinn. Sýningin má heita sigur fyrir Berg. Hún er klukkustundar löng og salurinn var vel með á nótunum allt frá fyrstu mínútu. Líkast til er ekki hægt að mæla með henni fyrir allra yngstu áhorfendur en þeir sem eru orðnir tíu ára og upp úr ættu að geta haft af henni gagn og mikið gaman.Niðurstaða: Sigur fyrir Berg Þór Ingólfsson sem sýnir með stórskemmtilegri, hugmyndaríkri og kröftugri leiksýningu hversu öflugur leikhúsmaður hann er.
Gagnrýni Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira