Spennandi og skemmtilegt verkefni Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2014 08:00 Ívar Ásgrímsson þjálfar Hauka í úrvalsdeild karla. Vísir/Daníel „Það er spennandi og skemmtilegt verkefni að taka þátt í Evrópumótinu. Ég tel okkur líka eiga góða möguleika á sigri í C-deildinni,“ segir Ívar Ásgrímsson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. KKÍ tilkynnti um ráðningu Ívars í gær en hann tekur við starfinu af Sverri Þór Sverrissyni. Verkefni sumarsins er þátttaka í C-deild Evrópukeppninnar. „Það er alveg frábært og þarft framtak að taka þátt í Evrópukeppninni. Yngri landsliðin eru líka að taka þátt í Evrópukeppnum þannig þetta er allt hið besta mál,“ segir Ívar. Ísland er í riðli með Möltu og Gíbraltar en í hinum riðlinum eru fjögur lið: Skotland, Austurríki, Wales og Aserbaídsjan. Efstu tvö lið hvors riðils leika í kross til undanúrslita og svo er hreinn úrslitaleikur um sigur í C-deildinni. „Án þess að hafa séð liðin spila og bara miðað við hvernig þetta hefur verið þá eigum við að vinna okkar riðil. Ég held það verði svo Austurríki sem við munum berjast um sigurinn við. Það er svona það sem ég held fyrirfram en maður veit aldrei,“ segir Ívar sem fær vináttuleiki gegn Dönum í júlí rétt áður en haldið verður í Evrópukeppnina. „Það er mjög gott. Danirnir verða þá líka búnir að spila við Austurríki þannig við fáum vonandi myndbönd af því. Þessir leikir eru alveg nauðsynlegir. Ég hefði viljað fá leiki fyrr líka til að laga það sem þarf að laga en það er erfitt að fá leiki á þessum tímapunkti. Ívar er þjálfari karlaliðs Hauka sem gerði flotta hluti á tímabilinu sem nýliði í deildinni. Það endaði í 5. sæti en var sópað í sumarfrí af Njarðvík. Hann heldur áfram með karlaliðið næsta vetur. „Ég gerði tveggja ára samning við Haukana síðasta sumar sem var uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir fyrra árið. En það er bara vilji hjá báðum aðilum til að halda áfram. Þetta var skemmtilegt tímabil með Haukana og við náðum vissum markmiðum. Þetta er bara eitthvað sem við byggjum á,“ segir Ívar Ásgrímsson. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ívar tekur við kvennalandsliðinu Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. 2. apríl 2014 14:54 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Sjá meira
„Það er spennandi og skemmtilegt verkefni að taka þátt í Evrópumótinu. Ég tel okkur líka eiga góða möguleika á sigri í C-deildinni,“ segir Ívar Ásgrímsson, nýráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. KKÍ tilkynnti um ráðningu Ívars í gær en hann tekur við starfinu af Sverri Þór Sverrissyni. Verkefni sumarsins er þátttaka í C-deild Evrópukeppninnar. „Það er alveg frábært og þarft framtak að taka þátt í Evrópukeppninni. Yngri landsliðin eru líka að taka þátt í Evrópukeppnum þannig þetta er allt hið besta mál,“ segir Ívar. Ísland er í riðli með Möltu og Gíbraltar en í hinum riðlinum eru fjögur lið: Skotland, Austurríki, Wales og Aserbaídsjan. Efstu tvö lið hvors riðils leika í kross til undanúrslita og svo er hreinn úrslitaleikur um sigur í C-deildinni. „Án þess að hafa séð liðin spila og bara miðað við hvernig þetta hefur verið þá eigum við að vinna okkar riðil. Ég held það verði svo Austurríki sem við munum berjast um sigurinn við. Það er svona það sem ég held fyrirfram en maður veit aldrei,“ segir Ívar sem fær vináttuleiki gegn Dönum í júlí rétt áður en haldið verður í Evrópukeppnina. „Það er mjög gott. Danirnir verða þá líka búnir að spila við Austurríki þannig við fáum vonandi myndbönd af því. Þessir leikir eru alveg nauðsynlegir. Ég hefði viljað fá leiki fyrr líka til að laga það sem þarf að laga en það er erfitt að fá leiki á þessum tímapunkti. Ívar er þjálfari karlaliðs Hauka sem gerði flotta hluti á tímabilinu sem nýliði í deildinni. Það endaði í 5. sæti en var sópað í sumarfrí af Njarðvík. Hann heldur áfram með karlaliðið næsta vetur. „Ég gerði tveggja ára samning við Haukana síðasta sumar sem var uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir fyrra árið. En það er bara vilji hjá báðum aðilum til að halda áfram. Þetta var skemmtilegt tímabil með Haukana og við náðum vissum markmiðum. Þetta er bara eitthvað sem við byggjum á,“ segir Ívar Ásgrímsson.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Ívar tekur við kvennalandsliðinu Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. 2. apríl 2014 14:54 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Sjá meira
Ívar tekur við kvennalandsliðinu Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta. 2. apríl 2014 14:54