Pútínisminn Pawel Bartoszek skrifar 28. mars 2014 07:00 Forseti Íslands skammaði norskan aðstoðarráðherra fyrir að hafa notað fund á vegum Norðurskautsráðsins til að fordæma framgöngu Rússlands gagnvart Úkraínu. Norðurskautsráðið væri ekki rétti vettvangurinn til að ræða stöðuna á Krímskaga. Þegar Ólafur hitti Pútín fyrir Ólympíuleikana þá var það heldur ekki rétti vettvangurinn til að gagnrýna stöðu samkynhneigðra í Rússlandi. Ætli við þurfum þá ekki bara að bíða eftir milliríkjaráðstefnunni sem er með eftirfarandi dagskrá: 1. Gestgjafi setur ráðstefnuna. 2. Ríkin drulla yfir mannréttindabrot hvert annars. 3. Fundi slitið, kampavínsskemmtun fram á kvöld.Í skugga Ólympíueldsins Fyrir sjö vikum hófust Ólympíuleikarnir í Sotsjí. Þeir stóðu í tvær og hálfa viku. Síðan tók við stutt hlé og svo hófust á Ólympíuleikar fatlaðra. Þeim lauk um þarseinustu helgi. Á meðan teiknaði Pútín heimskortið upp á nýtt. Þeir sem halda að öll sýningin í kringum Sotsjí-leikana hafi verið til einskis átta sig ekki á því að markhópur sýningarinnar var ekki endilega almenningur á Vesturlöndum. Hin tilkomumikla opnunarhátíð átti ekki síst að minna íbúa Rússlands á mikla hernaðarsögu landsins og draga upp þá ímynd að hér væri á ferð öflugt og nútímalegt land sem önnur ríki heimsins reikna með. Þess vegna var þátttaka sumra íslenskra ráðamanna í þessari sýningu ekki til eftirbreytni.Frekari landvinningar fram undan Þegar stjórnmálamenn tala er oft ástæða til að hlusta. Þegar Pútín heldur ræðu í rússneska þinginu og talar um Kíev sem „móður allra rússneskra borga“ þá þýðir það auðvitað ýmislegt. Vladímír Zírínovskí talar um sundurlimun Úkraínu og mætir lítilli mótspyrnu í þinginu. Rússneskir fjölmiðlar birta stöðugt svona „Vissir þú að?“-kort þar sem Úkraína er sýnd, fyrr og nú. Sýnt hvaða ríki hvaða hluti hennar tilheyrði, hvaða tunga sé töluð hvar, allt til að skapa þá ímynd að þetta ríki sé nú eiginlega ekki neitt neitt. Fyrir nokkrum dögum voru lagðar fram stjórnarskrárbreytingar á rússneska þinginu. Þær voru sendar Feneyjanefnd Evrópuráðsins til umsagnar. Í stuttu máli fjalla þær um að heimilt verði að innlima hérað í öðru ríki ef „það eru engin skilvirk stjórnvöld í ríkinu sem Rússneska sambandslýðveldið getur gert alþjóðasamninga við“. Nánast öll ríki sem tilheyrðu eitt sinn Sovétríkjunum hafa stóra rússneska eða rússneskumælandi minnihluta innan sinna landamæra. Ætli að það sé furða að fólk í þeim ríkjum sé hrætt við eftirfarandi atburðarás? 1) Eitthvað gerist í höfuðborg nágrannaríkisins sem Pútín telur að beinist gegn sínum hagsmunum. 2) Rússneski herinn hertekur hluta ríkisins. Segist gera það til verndar minnihlutahópum. 3) Haldin er þjóðaratkvæðagreiðsla með viku fyrirvara. Hermenn ganga um göturnar. 4) Hluti af lýðræðisríki er innlimaður inn í einræðisríki. 5) Hálfgildingsgáfumenni á Vesturlöndum yppa öxlum. Minna fólk á að Bandaríkin séu stundum vond. Feneyjanefndin hakkaði tillögurnar í sig. Þær voru dregnar til baka. En anda þeirra var í einu og öllu fylgt við innlimun Krímskagans.Fjarar undan leifum lýðræðis Því miður er Rússland að færast fjær lýðræði með hverju ári. Nýleg lög skylda ýmis félagasamtök til að skrá sig sem erlenda „agenta“. Stjórnvöld eru síðan með sín eigin umhverfisverndarsamtök, sínar eigin kvennahreyfingar. Litið er á aðra sem njósnara vestursins. Pressan er ekki lengur frjáls. Blaðamenn sem gagnrýna Pútín hverfa. Tónlistarkonur sem storka stjórnvöldum eru sendar í Gúlagið. Vel gefið fólk á Íslandi mun kannski seint trúa því að Pútín sé góður og viðkunnanlegur gaur. En hlustar kannski á málflutning rússneskra fjölmiðla, sem ratar víða, og hugsar með sér: „Vá, þetta er greinilega flókið mál. Ættum við nokkuð að vera með puttana í einhverju sem við skiljum ekkert í?“Mikilvægur stuðningur Pútín þætti áreiðanlega vænt um ef sem flestir sniðgengju úkraínsk stjórnvöld. Það myndi auðvelda honum frekari sundurlimun Úkraínu. Það var því gott hjá Gunnari Braga að fara til Úkraínu. Menn ráðast síður á ríki meðan vestrænir utanríkisráðherrar sofa á hótelum höfuðborgarinnar. Sá móralski stuðningur skiptir máli og það er gott að Gunnar Bragi hafi veitt hann. Á meðan þegir forseti Íslands milli þess sem hann gagnrýnir þá sem gagnrýna Pútín. Með vísan í fundarsköp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Forseti Íslands skammaði norskan aðstoðarráðherra fyrir að hafa notað fund á vegum Norðurskautsráðsins til að fordæma framgöngu Rússlands gagnvart Úkraínu. Norðurskautsráðið væri ekki rétti vettvangurinn til að ræða stöðuna á Krímskaga. Þegar Ólafur hitti Pútín fyrir Ólympíuleikana þá var það heldur ekki rétti vettvangurinn til að gagnrýna stöðu samkynhneigðra í Rússlandi. Ætli við þurfum þá ekki bara að bíða eftir milliríkjaráðstefnunni sem er með eftirfarandi dagskrá: 1. Gestgjafi setur ráðstefnuna. 2. Ríkin drulla yfir mannréttindabrot hvert annars. 3. Fundi slitið, kampavínsskemmtun fram á kvöld.Í skugga Ólympíueldsins Fyrir sjö vikum hófust Ólympíuleikarnir í Sotsjí. Þeir stóðu í tvær og hálfa viku. Síðan tók við stutt hlé og svo hófust á Ólympíuleikar fatlaðra. Þeim lauk um þarseinustu helgi. Á meðan teiknaði Pútín heimskortið upp á nýtt. Þeir sem halda að öll sýningin í kringum Sotsjí-leikana hafi verið til einskis átta sig ekki á því að markhópur sýningarinnar var ekki endilega almenningur á Vesturlöndum. Hin tilkomumikla opnunarhátíð átti ekki síst að minna íbúa Rússlands á mikla hernaðarsögu landsins og draga upp þá ímynd að hér væri á ferð öflugt og nútímalegt land sem önnur ríki heimsins reikna með. Þess vegna var þátttaka sumra íslenskra ráðamanna í þessari sýningu ekki til eftirbreytni.Frekari landvinningar fram undan Þegar stjórnmálamenn tala er oft ástæða til að hlusta. Þegar Pútín heldur ræðu í rússneska þinginu og talar um Kíev sem „móður allra rússneskra borga“ þá þýðir það auðvitað ýmislegt. Vladímír Zírínovskí talar um sundurlimun Úkraínu og mætir lítilli mótspyrnu í þinginu. Rússneskir fjölmiðlar birta stöðugt svona „Vissir þú að?“-kort þar sem Úkraína er sýnd, fyrr og nú. Sýnt hvaða ríki hvaða hluti hennar tilheyrði, hvaða tunga sé töluð hvar, allt til að skapa þá ímynd að þetta ríki sé nú eiginlega ekki neitt neitt. Fyrir nokkrum dögum voru lagðar fram stjórnarskrárbreytingar á rússneska þinginu. Þær voru sendar Feneyjanefnd Evrópuráðsins til umsagnar. Í stuttu máli fjalla þær um að heimilt verði að innlima hérað í öðru ríki ef „það eru engin skilvirk stjórnvöld í ríkinu sem Rússneska sambandslýðveldið getur gert alþjóðasamninga við“. Nánast öll ríki sem tilheyrðu eitt sinn Sovétríkjunum hafa stóra rússneska eða rússneskumælandi minnihluta innan sinna landamæra. Ætli að það sé furða að fólk í þeim ríkjum sé hrætt við eftirfarandi atburðarás? 1) Eitthvað gerist í höfuðborg nágrannaríkisins sem Pútín telur að beinist gegn sínum hagsmunum. 2) Rússneski herinn hertekur hluta ríkisins. Segist gera það til verndar minnihlutahópum. 3) Haldin er þjóðaratkvæðagreiðsla með viku fyrirvara. Hermenn ganga um göturnar. 4) Hluti af lýðræðisríki er innlimaður inn í einræðisríki. 5) Hálfgildingsgáfumenni á Vesturlöndum yppa öxlum. Minna fólk á að Bandaríkin séu stundum vond. Feneyjanefndin hakkaði tillögurnar í sig. Þær voru dregnar til baka. En anda þeirra var í einu og öllu fylgt við innlimun Krímskagans.Fjarar undan leifum lýðræðis Því miður er Rússland að færast fjær lýðræði með hverju ári. Nýleg lög skylda ýmis félagasamtök til að skrá sig sem erlenda „agenta“. Stjórnvöld eru síðan með sín eigin umhverfisverndarsamtök, sínar eigin kvennahreyfingar. Litið er á aðra sem njósnara vestursins. Pressan er ekki lengur frjáls. Blaðamenn sem gagnrýna Pútín hverfa. Tónlistarkonur sem storka stjórnvöldum eru sendar í Gúlagið. Vel gefið fólk á Íslandi mun kannski seint trúa því að Pútín sé góður og viðkunnanlegur gaur. En hlustar kannski á málflutning rússneskra fjölmiðla, sem ratar víða, og hugsar með sér: „Vá, þetta er greinilega flókið mál. Ættum við nokkuð að vera með puttana í einhverju sem við skiljum ekkert í?“Mikilvægur stuðningur Pútín þætti áreiðanlega vænt um ef sem flestir sniðgengju úkraínsk stjórnvöld. Það myndi auðvelda honum frekari sundurlimun Úkraínu. Það var því gott hjá Gunnari Braga að fara til Úkraínu. Menn ráðast síður á ríki meðan vestrænir utanríkisráðherrar sofa á hótelum höfuðborgarinnar. Sá móralski stuðningur skiptir máli og það er gott að Gunnar Bragi hafi veitt hann. Á meðan þegir forseti Íslands milli þess sem hann gagnrýnir þá sem gagnrýna Pútín. Með vísan í fundarsköp.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun