Of margir dómarar eru ekki starfi sínu vaxnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. mars 2014 06:30 Þorleifur Ólafsson. vísir/valli Mikla athygli vakti þegar Þorleifur Ólafsson hellti sér yfir Björgvin Rúnarsson, einn þriggja dómara leiks Grindavíkur gegn Þór á sunnudagskvöld. Þorleifur, sem er fyrirliði Grindavíkur, var þá kominn á hækjur eftir að hafa meiðst illa á hné í fyrsta leikhluta. „Ég læt liggja á milli hluta hvað ég sagði en ástæðan fyrir því að ég missti mig var frammistaða dómaranna í leiknum,“ segir Þorleifur í samtali við Fréttablaðið. Hann tekur þó fram að hann kenni dómurunum ekki um tapið og að hann hafi beint orðum sínum að Björgvini þar sem hann væri aðaldómari leiksins. „Frammistaða dómaranna hefur heilt yfir ekki verið góð en mælirinn fylltist í þessum leik. Það virðist vera sem allt of margir dómarar hér á landi séu ekki starfi sínu vaxnir,“ útskýrir Þorleifur sem fékk brottrekstrarvillu hjá Björgvini og var svo úrskurðaður í eins leiks bann. Það kemur þó ekki mikið að sök þar sem Þorleifur er mjög líklega með slitið krossband í hné og spilar ekki meira á tímabilinu. „Það var meðvituð ákvörðun að missa mig og ég vissi alveg hvaða afleiðingar það hefði í för með sér,“ segir Þorleifur.Þurfa að taka meiri ábyrgð Hann segir ekkert eðlilegra fyrir dómara en að gera mannleg mistök eins og gengur og gerist. En Þorleifur telur að viðhorf þeirra sé slæmt og það sýni sig í samskiptum þeirra við þjálfara og leikmenn. „Það sem helst mætti bæta er að þeir taki meiri ábyrgð á sínum gjörðum. Svo virðist vera að þeim sé alveg sama og það fer helst í taugarnar á mér. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að til þess að verða betri í því sem þeir gera þurfa þeir að leggja aukalega á sig – líkt og leikmenn og þjálfarar gera,“ segir Þorleifur og bendir á að framþróun íþróttarinnar hefur verið mikil síðustu ár. „Sérstaklega höfum við eignast marga unga og góða leikmenn sem hafa blómstrað. Það sést best á því að gæðin í íslenskum körfubolta hafa ekkert minnkað við það að Bandaríkjamönnum var fækkað fyrir tímabilið. En hvað dómarana varðar finnst mér þeir hafa staðið í stað og ekki fylgt þróuninni.“Dómararnir eru með skæting Þorleifur nefnir að bestu dómarar landsins að hans mati – Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Jón Guðmundsson – séu reiðubúnir að ræða málin við leikmenn og að fleiri mættu taka sér það til fyrirmyndar. „Mannleg samskipti hjá mörgum dómurum eru ekki til staðar. Þeir eru aldrei tilbúnir að ræða málin og eru með skæting þess í stað. Þeir hóta manni með tæknivillu um leið og maður ætlar að ræða málin. Þeir virðast vera yfir aðra hafnir þegar kemur að því að gera íþróttina okkar betri. Við eigum marga dómara sem hafa dæmt meira en þúsund leiki á ferlinum en frammistaðan endurspeglar það ekki nema hjá þessum þremur.“ Hann ítrekar þó að dómgæslan í umræddum leik hafi ekki kostað Grindvíkinga sigurinn en þriðji leikur liðsins í rimmu þess gegn Þór fer fram í kvöld. „Í þessu tilviki var ég virkilega ósáttur og allt of mörg mistök hjá dómaratríóinu sem mátti skrifa á einbeitingarleysi. Þeir voru ekki tilbúnir og það er ekki boðlegt í úrslitakeppni.“ Dominos-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar Þorleifur Ólafsson hellti sér yfir Björgvin Rúnarsson, einn þriggja dómara leiks Grindavíkur gegn Þór á sunnudagskvöld. Þorleifur, sem er fyrirliði Grindavíkur, var þá kominn á hækjur eftir að hafa meiðst illa á hné í fyrsta leikhluta. „Ég læt liggja á milli hluta hvað ég sagði en ástæðan fyrir því að ég missti mig var frammistaða dómaranna í leiknum,“ segir Þorleifur í samtali við Fréttablaðið. Hann tekur þó fram að hann kenni dómurunum ekki um tapið og að hann hafi beint orðum sínum að Björgvini þar sem hann væri aðaldómari leiksins. „Frammistaða dómaranna hefur heilt yfir ekki verið góð en mælirinn fylltist í þessum leik. Það virðist vera sem allt of margir dómarar hér á landi séu ekki starfi sínu vaxnir,“ útskýrir Þorleifur sem fékk brottrekstrarvillu hjá Björgvini og var svo úrskurðaður í eins leiks bann. Það kemur þó ekki mikið að sök þar sem Þorleifur er mjög líklega með slitið krossband í hné og spilar ekki meira á tímabilinu. „Það var meðvituð ákvörðun að missa mig og ég vissi alveg hvaða afleiðingar það hefði í för með sér,“ segir Þorleifur.Þurfa að taka meiri ábyrgð Hann segir ekkert eðlilegra fyrir dómara en að gera mannleg mistök eins og gengur og gerist. En Þorleifur telur að viðhorf þeirra sé slæmt og það sýni sig í samskiptum þeirra við þjálfara og leikmenn. „Það sem helst mætti bæta er að þeir taki meiri ábyrgð á sínum gjörðum. Svo virðist vera að þeim sé alveg sama og það fer helst í taugarnar á mér. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að til þess að verða betri í því sem þeir gera þurfa þeir að leggja aukalega á sig – líkt og leikmenn og þjálfarar gera,“ segir Þorleifur og bendir á að framþróun íþróttarinnar hefur verið mikil síðustu ár. „Sérstaklega höfum við eignast marga unga og góða leikmenn sem hafa blómstrað. Það sést best á því að gæðin í íslenskum körfubolta hafa ekkert minnkað við það að Bandaríkjamönnum var fækkað fyrir tímabilið. En hvað dómarana varðar finnst mér þeir hafa staðið í stað og ekki fylgt þróuninni.“Dómararnir eru með skæting Þorleifur nefnir að bestu dómarar landsins að hans mati – Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Jón Guðmundsson – séu reiðubúnir að ræða málin við leikmenn og að fleiri mættu taka sér það til fyrirmyndar. „Mannleg samskipti hjá mörgum dómurum eru ekki til staðar. Þeir eru aldrei tilbúnir að ræða málin og eru með skæting þess í stað. Þeir hóta manni með tæknivillu um leið og maður ætlar að ræða málin. Þeir virðast vera yfir aðra hafnir þegar kemur að því að gera íþróttina okkar betri. Við eigum marga dómara sem hafa dæmt meira en þúsund leiki á ferlinum en frammistaðan endurspeglar það ekki nema hjá þessum þremur.“ Hann ítrekar þó að dómgæslan í umræddum leik hafi ekki kostað Grindvíkinga sigurinn en þriðji leikur liðsins í rimmu þess gegn Þór fer fram í kvöld. „Í þessu tilviki var ég virkilega ósáttur og allt of mörg mistök hjá dómaratríóinu sem mátti skrifa á einbeitingarleysi. Þeir voru ekki tilbúnir og það er ekki boðlegt í úrslitakeppni.“
Dominos-deild karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira