Pólítíkin: Vill setja velferðarmál í forgang Höskuldur Kári Schram skrifar 22. mars 2014 08:00 Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar í Reykjavík, telur nauðsynlegt að setja meiri pening í velferðarmál í borginni og byggja upp fleiri félagslegar íbúðir. Hann vill ráða ópólitískan borgarstjóra og auka íbúalýðræði. Þorleifur segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta í Vinstri grænum á sínum tíma en hann var einn af stofnendum flokksins. „Ég var einn af stofnendum Vinstri grænna. Ég fann mig hins vegar ekki lengur í flokknum og hafði ekki liðið vel þarna í nokkur misseri þó að þar sé mikið af góðu fólki,“ segir Þorleifur sem hætti í Vinstri grænum í byrjun árs. Hann segir að það hafi verið erfið ákvörðun. „Auðvitað eru tilfinningar í þessu en stóra málið er að þetta er ekkert persónulegt. Ég hef reynt að halda því þannig að ég hef ekki verið að ráðast á mínu gömlu félaga. Ég á marga góða vini þarna sem ég hef haldið góðu sambandi við. Ég hef viljað halda þessu á málefnalegum nótum en ekki persónulegum.“Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, lýsti í vikunni yfir stuðningi við framboð Þorleifs og þau málefni sem hann stendur fyrir. „Við Ögmundur höfum verið miklir og góðir samstarfsmenn í gegnum tíðina. Þegar ég kem inn í VG á sínum tíma þá var það hann sem tók fyrst á móti mér. Við höfum alla tíð starfað mjög vel saman. Þannig að [stuðningsyfirlýsing Ögmundar] kemur mér ekki á óvart en mér þykir ákaflega vænt um þennan stuðning frá þessum merka manni sem ég lít mikið upp til,“ segir Þorleifur.Tekjutengdar gjaldskrár Dögun hefur ekki áður boðið fram í borgarstjórnarkosningum og Þorleifur segir að málefnavinnu sé ekki lokið. Hann segir þó ljóst að flokkurinn muni leggja áherslu á velferðarmál í komandi kosningum. „Okkar áherslur eru mikið á sviði velferðarmála og gagnvart láglaunafólki í Reykjavík. Við tölum um réttlátara samfélag sem felst í því að allir eigi að hafa í sig og á og þak yfir höfuðið. Öll börn eiga að hafa rétt á því að þroskast á eðlilegan hátt óháð efnahag foreldra. Við viljum að gjaldskrár verði tekjutengdar þannig að fátækasta fólkið geti líka látið börnin sín í leikskóla, í skólamáltíðir og frístundaheimili. Að okkar mati er þetta grunnþjónusta sem á að vera gjaldfrjáls. Ríkið þyrfti að koma meira inn í þetta eins og gengur og gerist í nágrannaríkjum okkar. En á meðan það er ekki þá viljum við taka þetta skref og tryggja að öll börn eigi rétt á sömu þjónustu.“Vill ópólitískan borgarstjóra Þorleifur vill auka íbúalýðræði og setja völdin út í hverfin. Hann segir óeðlilegt að flokkar sem ná oddastöðu setji fram kröfu um borgarstjórastólinn. „Ég myndi aldrei fara fram á það að fá að vera borgarstjóri ef ég myndi komast í oddastöðu. Það er bara ólýðræðislegt í mínum huga. Ég held hins vegar að það væri gáfulegt að hætta að tala um minnihluta og meirihluta. Við eigum bara að ráða framkvæmdastjóra í stól borgarstjóra. Borgarfulltrúar eiga að nálgast málin á málefnalegan hátt en ekki vera bundnir af flokkum. Við eigum bara að taka hvert og eitt mál og afgreiða það málefnalega,“ segir Þorleifur. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti Dögunar í Reykjavík, telur nauðsynlegt að setja meiri pening í velferðarmál í borginni og byggja upp fleiri félagslegar íbúðir. Hann vill ráða ópólitískan borgarstjóra og auka íbúalýðræði. Þorleifur segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta í Vinstri grænum á sínum tíma en hann var einn af stofnendum flokksins. „Ég var einn af stofnendum Vinstri grænna. Ég fann mig hins vegar ekki lengur í flokknum og hafði ekki liðið vel þarna í nokkur misseri þó að þar sé mikið af góðu fólki,“ segir Þorleifur sem hætti í Vinstri grænum í byrjun árs. Hann segir að það hafi verið erfið ákvörðun. „Auðvitað eru tilfinningar í þessu en stóra málið er að þetta er ekkert persónulegt. Ég hef reynt að halda því þannig að ég hef ekki verið að ráðast á mínu gömlu félaga. Ég á marga góða vini þarna sem ég hef haldið góðu sambandi við. Ég hef viljað halda þessu á málefnalegum nótum en ekki persónulegum.“Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, lýsti í vikunni yfir stuðningi við framboð Þorleifs og þau málefni sem hann stendur fyrir. „Við Ögmundur höfum verið miklir og góðir samstarfsmenn í gegnum tíðina. Þegar ég kem inn í VG á sínum tíma þá var það hann sem tók fyrst á móti mér. Við höfum alla tíð starfað mjög vel saman. Þannig að [stuðningsyfirlýsing Ögmundar] kemur mér ekki á óvart en mér þykir ákaflega vænt um þennan stuðning frá þessum merka manni sem ég lít mikið upp til,“ segir Þorleifur.Tekjutengdar gjaldskrár Dögun hefur ekki áður boðið fram í borgarstjórnarkosningum og Þorleifur segir að málefnavinnu sé ekki lokið. Hann segir þó ljóst að flokkurinn muni leggja áherslu á velferðarmál í komandi kosningum. „Okkar áherslur eru mikið á sviði velferðarmála og gagnvart láglaunafólki í Reykjavík. Við tölum um réttlátara samfélag sem felst í því að allir eigi að hafa í sig og á og þak yfir höfuðið. Öll börn eiga að hafa rétt á því að þroskast á eðlilegan hátt óháð efnahag foreldra. Við viljum að gjaldskrár verði tekjutengdar þannig að fátækasta fólkið geti líka látið börnin sín í leikskóla, í skólamáltíðir og frístundaheimili. Að okkar mati er þetta grunnþjónusta sem á að vera gjaldfrjáls. Ríkið þyrfti að koma meira inn í þetta eins og gengur og gerist í nágrannaríkjum okkar. En á meðan það er ekki þá viljum við taka þetta skref og tryggja að öll börn eigi rétt á sömu þjónustu.“Vill ópólitískan borgarstjóra Þorleifur vill auka íbúalýðræði og setja völdin út í hverfin. Hann segir óeðlilegt að flokkar sem ná oddastöðu setji fram kröfu um borgarstjórastólinn. „Ég myndi aldrei fara fram á það að fá að vera borgarstjóri ef ég myndi komast í oddastöðu. Það er bara ólýðræðislegt í mínum huga. Ég held hins vegar að það væri gáfulegt að hætta að tala um minnihluta og meirihluta. Við eigum bara að ráða framkvæmdastjóra í stól borgarstjóra. Borgarfulltrúar eiga að nálgast málin á málefnalegan hátt en ekki vera bundnir af flokkum. Við eigum bara að taka hvert og eitt mál og afgreiða það málefnalega,“ segir Þorleifur.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira