Allt undir hjá Moyes og United 19. mars 2014 06:30 David Moyes á ekki sjö dagana sæla á Old Trafford. Fréttablaðið/Getty David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, er maður undir pressu í kvöld. Hann hefur vissulega verið undir pressu síðan landi hans, Sir Alex Ferguson, gerði honum þann óleik, að því virðist vera, að gera hann að eftirmanni sínum. En í kvöld er allt undir – tímabilið og mögulega starf Moyes. Englandsmeistararnir mæta gríska liðinu Olympiakos í seinni viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en þeir töpuðu fyrri leiknum á útivelli, 2-0. Vinni það leikinn ekki 3-0 eða með þriggja marka mun er það úr leik. Þar með væri David Moyes endanlega ábyrgur fyrir versta tímabilinu á Old Trafford í 25 ár. Tímabilið 1988/89 endaði Manchester United í ellefta sæti deildarinnar og vann engan bikar. Á hverri leiktíð síðan þá hefur liðið unnið a.m.k. einn stóran bikar eða náð Meistaradeildarsæti. Komist United ekki áfram í kvöld verður barátta um sæti í Evrópudeildinni það eina sem er eftir en það er ekki það sem félag á stærð við Manchester United sækist eftir.Stjórnin að snúast David Moyes hefur notið stuðnings stjórnar Manchester United til þessa þrátt fyrir hörmungargengið. En nú, samkvæmt frétt ESPN í gær sem mikið var fjallað um, eru einhverjir stjórnarmenn Englandsmeistaranna að snúast gegn honum. Þá er Glazer-fjölskyldan sögð stressuð vegna gengis liðsins enda er slakt gengi á tímabilinu, og það sem það gerir næsta tímabili, skaðlegt fyrir vörumerkið sem er Manchester United. Félag á hlutabréfamarkaði má ekki við svona mikilli dýfu. Meira að segja Sir Alex Ferguson er sagður láta minna til sín taka þegar kemur að því að verja Moyes þó hann hafi ekki snúist gegn sínum manni ennþá, ef marka má frétt ESPN sem vitnar í heimildir innan úr innsta hring á Old Trafford. Í fyrsta skipti er nú í alvöru talað um að starf Moyes sé í hættu og framtíð hans velti á leiknum gegn Olympiakos og mögulega næstu tveimur deildarleikjum. Innblástur frá 1984 Ekkert United-lið hefur snúið við 2-0 tapi í Evrópukeppni eða þurft þess í heil 30 ár. Moyes og lærisveinar hans geta sótt sér innblástur í einn frægasta leik sem spilaður hefur verið á Old Trafford. Hinn 21. mars 1984 kom Barcelona í heimsókn í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-0 á heimavelli með Maradona sem sinn besta mann. Á mögnuðu Evrópukvöldi á Old Trafford var það fyrirliðinn Bryan Robson sem átti einn sinn besta leik á ferlinum. Hann skoraði tvö mörk og jafnaði metin í einvíginu áður en Frank Stapleton skaut United áfram. Robson var borinn á herðum samherja sinna af velli. Það er kaldhæðni örlaganna að Robson er líklega sá sem stendur hvað þéttast við bakið á David Moyes.Mikil trú í liðinu Það var nokkuð létt yfir David Moyes á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær og ekki að heyra hann hefði teljandi áhyggjur af starfi sínu. „Framtíð mín hefur ekkert breyst. Ég er í frábæru starfi og veit nákvæmlega hvert ég stefni með liðið. Tímabilið hefur ekki gengið sem skyldi en ég hef hugmyndir sem ég framkvæmi þegar tímapunkturinn er réttur. Það mikilvægasta núna er að vinna leikinn. Það er mikil trú í liðinu og það yrði gott fyrir okkur að vinna,“ sagði David Moyes. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Sjá meira
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, er maður undir pressu í kvöld. Hann hefur vissulega verið undir pressu síðan landi hans, Sir Alex Ferguson, gerði honum þann óleik, að því virðist vera, að gera hann að eftirmanni sínum. En í kvöld er allt undir – tímabilið og mögulega starf Moyes. Englandsmeistararnir mæta gríska liðinu Olympiakos í seinni viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en þeir töpuðu fyrri leiknum á útivelli, 2-0. Vinni það leikinn ekki 3-0 eða með þriggja marka mun er það úr leik. Þar með væri David Moyes endanlega ábyrgur fyrir versta tímabilinu á Old Trafford í 25 ár. Tímabilið 1988/89 endaði Manchester United í ellefta sæti deildarinnar og vann engan bikar. Á hverri leiktíð síðan þá hefur liðið unnið a.m.k. einn stóran bikar eða náð Meistaradeildarsæti. Komist United ekki áfram í kvöld verður barátta um sæti í Evrópudeildinni það eina sem er eftir en það er ekki það sem félag á stærð við Manchester United sækist eftir.Stjórnin að snúast David Moyes hefur notið stuðnings stjórnar Manchester United til þessa þrátt fyrir hörmungargengið. En nú, samkvæmt frétt ESPN í gær sem mikið var fjallað um, eru einhverjir stjórnarmenn Englandsmeistaranna að snúast gegn honum. Þá er Glazer-fjölskyldan sögð stressuð vegna gengis liðsins enda er slakt gengi á tímabilinu, og það sem það gerir næsta tímabili, skaðlegt fyrir vörumerkið sem er Manchester United. Félag á hlutabréfamarkaði má ekki við svona mikilli dýfu. Meira að segja Sir Alex Ferguson er sagður láta minna til sín taka þegar kemur að því að verja Moyes þó hann hafi ekki snúist gegn sínum manni ennþá, ef marka má frétt ESPN sem vitnar í heimildir innan úr innsta hring á Old Trafford. Í fyrsta skipti er nú í alvöru talað um að starf Moyes sé í hættu og framtíð hans velti á leiknum gegn Olympiakos og mögulega næstu tveimur deildarleikjum. Innblástur frá 1984 Ekkert United-lið hefur snúið við 2-0 tapi í Evrópukeppni eða þurft þess í heil 30 ár. Moyes og lærisveinar hans geta sótt sér innblástur í einn frægasta leik sem spilaður hefur verið á Old Trafford. Hinn 21. mars 1984 kom Barcelona í heimsókn í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-0 á heimavelli með Maradona sem sinn besta mann. Á mögnuðu Evrópukvöldi á Old Trafford var það fyrirliðinn Bryan Robson sem átti einn sinn besta leik á ferlinum. Hann skoraði tvö mörk og jafnaði metin í einvíginu áður en Frank Stapleton skaut United áfram. Robson var borinn á herðum samherja sinna af velli. Það er kaldhæðni örlaganna að Robson er líklega sá sem stendur hvað þéttast við bakið á David Moyes.Mikil trú í liðinu Það var nokkuð létt yfir David Moyes á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær og ekki að heyra hann hefði teljandi áhyggjur af starfi sínu. „Framtíð mín hefur ekkert breyst. Ég er í frábæru starfi og veit nákvæmlega hvert ég stefni með liðið. Tímabilið hefur ekki gengið sem skyldi en ég hef hugmyndir sem ég framkvæmi þegar tímapunkturinn er réttur. Það mikilvægasta núna er að vinna leikinn. Það er mikil trú í liðinu og það yrði gott fyrir okkur að vinna,“ sagði David Moyes.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Sjá meira