Þung viðbrögð en lítil áhrif Þorsteinn Pálsson skrifar 8. mars 2014 07:00 Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hafa að engu loforð sjálfstæðismanna um þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið hlaut að hafa afleiðingar. Fá dæmi eru um jafn mikinn þunga í almenningsálitinu. Hann hefur þó haft lítil skammvinn áhrif á stöðu málsins. Til lengri tíma eru þau torráðnari. Fyrir utan mótmælafundi á Austurvelli og afar sterka undirskriftarsöfnun hafa ríflega áttatíu hundraðshlutar þjóðarinnar lýst stuðningi við þjóðaratkvæði í viðhorfskönnun. Það sem veldur ríkisstjórninni mestum vandkvæðum er að gjáin milli hennar og þjóðarinnar í þessu máli hefur breikkað. Þetta eru fyrstu afleiðingarnar af viðbrögðum almennings. Önnur áhrif koma fram í því að ríkisstjórnin hefur hopað með þá hraðferð málsins í gegnum þingið sem hún hafði áformað. Ætlunin var að útiloka málefnalega umfjöllun; meira að segja um þá skýrslu sem ríkisstjórnin sjálf bað um frá hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Þetta er eftirgjöf sem vert er að virða við ríkisstjórnina. Sumir stjórnarandstæðingar hafa túlkað þessa eftirgjöf sem vísbendingu um að ríkisstjórnin sé reiðubúin til viðræðna um efnislegar tilslakanir. Ekkert bendir þó til að svo sé. Miklu líklegra er að ríkisstjórnin hyggist kaupa sér tíma fram yfir sveitarstjórnarkosningar. Hún metur stöðuna svo að eftir þær verði móðurinn runninn af almenningi og hún geti þá keyrt í gegnum þingið þessi tvíþættu áform að slíta viðræðunum og virða að vettugi þjóðaratkvæðagreiðslufyrirheitið.Flótti frá kjarna málsins Athyglisvert er að sjá hvernig ríkisstjórnin hleypur frá kjarna deilumálsins með umræðu um formsatriði af ýmsu tagi. Þetta staðfestir að málefnalega hefur stjórnin kiknað undan þunga almenningsálitsins. En það breytir ekki hinu að hún hefur næg atkvæði á Alþingi til að hafa það að engu og sýnist ætla að gera það. Gott dæmi um þennan flótta er sú staðhæfing forsætisráðherra að nauðir hafi rekið stjórnina til að hafa þennan hraða á viðræðuslitum vegna kröfu frá forystumönnum Evrópusambandsins. Að vísu hefur sendiherra þess sagt þá fullyrðingu vera rangtúlkun. Í þessu samhengi er óþarfi að deila um hver segir satt. Það sem máli skiptir er að Íslendingar eiga að láta framvindu þessa máls ráðast af sínum hagsmunum og eigin mati á stöðu þess. Evrópusambandið á ekki að ráða því fyrir okkur. Telji forystumenn þess að tímaglasið sé tæmt er rétt að ábyrgðin á viðræðuslitum liggi þar. Það hvílir engin skylda á Íslandi að taka þann kaleik frá þeim. Annað dæmi er sú staðhæfing forsætisráðherra að ekki sé unnt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu nema að undangenginni stjórnarskrárbreytingu. Gildandi stjórnarskrá hindrar ekki leiðbeinandi þjóðaratkvæði. Það er ekki brot á stjórnarskránni að þingmenn hafi þá sannfæringu að hlíta þjóðarviljanum. Og það er heldur ekki brot á henni að víkja eða rjúfa þing ef sannfæringin býður það. Síðan er hægt að láta gildistöku þingsályktunartillögu stjórnarinnar um viðræðuslit ráðast í þjóðaratkvæði. Verði hún felld liggur umsóknin einfaldlega á ís án áhrifa á stöðu ríkisstjórnarinnar. Kosningaloforðið yrði ekki beinlínis efnt með þessu móti en farið ásættanlega nærri því. Óskiljanlegt er hvers vegna stjórnin ljær ekki máls á þessari leið.Efnisleg umræða Margt bendir til þess að áhugaverðustu áhrifin af því mikla umróti, sem vélráðin með þjóðaratkvæðið hafa þegar haft, komi fram í vaxandi áhuga á efnislegri umræðu um markmiðin með umsókninni og til að fá heildarhagsmunamat. Eins og athugun á fréttaflutningi Ríkisútvarpsins ber með sér hefur ríkisstjórnin ráðið umræðunni síðustu mánuði. Hún hefur kosið að láta þær snúast um formsatriði og gagnkvæmt hnútukast um lesti eða ágæti einstakra stjórnmálamanna. Allt hefur það verið heldur ófrjó umræða. En stuðningur við að ljúka viðræðunum hefur eigi að síður aukist á þessum tíma og andstaðan við aðild hefur minnkað. Eftir nokkrar vikur munu nýjar skýrslur tveggja háskólastofnana liggja fyrir. Þá verður lag til að hefja þessa umræðu á hærra plan. Áformin um tafarlaus viðræðuslit virðast hafa kveikt áhuga margra til að ræða þetta stóra álitamál í meiri alvöru og með því að kafa dýpra eftir svörum við ágengum spurningum. Ágreiningurinn í fyrri ríkisstjórn leiddi til þess að efnisleg umræða varð aldrei með þeim hætti sem æskilegt hefði verið. En verði mistök núverandi stjórnar til að opna þær umræður er það fagnaðarefni. Niðurstaðan er sú að ekki er gerlegt að þagga umræðuna niður eða skrúfa fyrir hana. Og eftir því sem nær dregur þingkosningum mun þungi hennar aukast í öfugu hlutfalli við léttvægan vilja ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við vilja fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hafa að engu loforð sjálfstæðismanna um þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið hlaut að hafa afleiðingar. Fá dæmi eru um jafn mikinn þunga í almenningsálitinu. Hann hefur þó haft lítil skammvinn áhrif á stöðu málsins. Til lengri tíma eru þau torráðnari. Fyrir utan mótmælafundi á Austurvelli og afar sterka undirskriftarsöfnun hafa ríflega áttatíu hundraðshlutar þjóðarinnar lýst stuðningi við þjóðaratkvæði í viðhorfskönnun. Það sem veldur ríkisstjórninni mestum vandkvæðum er að gjáin milli hennar og þjóðarinnar í þessu máli hefur breikkað. Þetta eru fyrstu afleiðingarnar af viðbrögðum almennings. Önnur áhrif koma fram í því að ríkisstjórnin hefur hopað með þá hraðferð málsins í gegnum þingið sem hún hafði áformað. Ætlunin var að útiloka málefnalega umfjöllun; meira að segja um þá skýrslu sem ríkisstjórnin sjálf bað um frá hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Þetta er eftirgjöf sem vert er að virða við ríkisstjórnina. Sumir stjórnarandstæðingar hafa túlkað þessa eftirgjöf sem vísbendingu um að ríkisstjórnin sé reiðubúin til viðræðna um efnislegar tilslakanir. Ekkert bendir þó til að svo sé. Miklu líklegra er að ríkisstjórnin hyggist kaupa sér tíma fram yfir sveitarstjórnarkosningar. Hún metur stöðuna svo að eftir þær verði móðurinn runninn af almenningi og hún geti þá keyrt í gegnum þingið þessi tvíþættu áform að slíta viðræðunum og virða að vettugi þjóðaratkvæðagreiðslufyrirheitið.Flótti frá kjarna málsins Athyglisvert er að sjá hvernig ríkisstjórnin hleypur frá kjarna deilumálsins með umræðu um formsatriði af ýmsu tagi. Þetta staðfestir að málefnalega hefur stjórnin kiknað undan þunga almenningsálitsins. En það breytir ekki hinu að hún hefur næg atkvæði á Alþingi til að hafa það að engu og sýnist ætla að gera það. Gott dæmi um þennan flótta er sú staðhæfing forsætisráðherra að nauðir hafi rekið stjórnina til að hafa þennan hraða á viðræðuslitum vegna kröfu frá forystumönnum Evrópusambandsins. Að vísu hefur sendiherra þess sagt þá fullyrðingu vera rangtúlkun. Í þessu samhengi er óþarfi að deila um hver segir satt. Það sem máli skiptir er að Íslendingar eiga að láta framvindu þessa máls ráðast af sínum hagsmunum og eigin mati á stöðu þess. Evrópusambandið á ekki að ráða því fyrir okkur. Telji forystumenn þess að tímaglasið sé tæmt er rétt að ábyrgðin á viðræðuslitum liggi þar. Það hvílir engin skylda á Íslandi að taka þann kaleik frá þeim. Annað dæmi er sú staðhæfing forsætisráðherra að ekki sé unnt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu nema að undangenginni stjórnarskrárbreytingu. Gildandi stjórnarskrá hindrar ekki leiðbeinandi þjóðaratkvæði. Það er ekki brot á stjórnarskránni að þingmenn hafi þá sannfæringu að hlíta þjóðarviljanum. Og það er heldur ekki brot á henni að víkja eða rjúfa þing ef sannfæringin býður það. Síðan er hægt að láta gildistöku þingsályktunartillögu stjórnarinnar um viðræðuslit ráðast í þjóðaratkvæði. Verði hún felld liggur umsóknin einfaldlega á ís án áhrifa á stöðu ríkisstjórnarinnar. Kosningaloforðið yrði ekki beinlínis efnt með þessu móti en farið ásættanlega nærri því. Óskiljanlegt er hvers vegna stjórnin ljær ekki máls á þessari leið.Efnisleg umræða Margt bendir til þess að áhugaverðustu áhrifin af því mikla umróti, sem vélráðin með þjóðaratkvæðið hafa þegar haft, komi fram í vaxandi áhuga á efnislegri umræðu um markmiðin með umsókninni og til að fá heildarhagsmunamat. Eins og athugun á fréttaflutningi Ríkisútvarpsins ber með sér hefur ríkisstjórnin ráðið umræðunni síðustu mánuði. Hún hefur kosið að láta þær snúast um formsatriði og gagnkvæmt hnútukast um lesti eða ágæti einstakra stjórnmálamanna. Allt hefur það verið heldur ófrjó umræða. En stuðningur við að ljúka viðræðunum hefur eigi að síður aukist á þessum tíma og andstaðan við aðild hefur minnkað. Eftir nokkrar vikur munu nýjar skýrslur tveggja háskólastofnana liggja fyrir. Þá verður lag til að hefja þessa umræðu á hærra plan. Áformin um tafarlaus viðræðuslit virðast hafa kveikt áhuga margra til að ræða þetta stóra álitamál í meiri alvöru og með því að kafa dýpra eftir svörum við ágengum spurningum. Ágreiningurinn í fyrri ríkisstjórn leiddi til þess að efnisleg umræða varð aldrei með þeim hætti sem æskilegt hefði verið. En verði mistök núverandi stjórnar til að opna þær umræður er það fagnaðarefni. Niðurstaðan er sú að ekki er gerlegt að þagga umræðuna niður eða skrúfa fyrir hana. Og eftir því sem nær dregur þingkosningum mun þungi hennar aukast í öfugu hlutfalli við léttvægan vilja ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við vilja fólksins.