Pólítíkin: Raunhæft að bjóða upp á gjaldfrjálsa leikskóla Höskuldur Kári Schram skrifar 8. mars 2014 09:30 Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir raunhæft að forgangsraða í borginni í þágu barnafjölskyldna og bjóða upp á gjaldfrjálsa leikskóla. Hún segir að þétting byggðar sé ein af forsendum þess að hægt sé að gera borgina umhverfisvænni. „Við getum gert borgina umhverfisvænni með ýmsum hætti. Fyrst og fremst með skynsamlegri þéttingu byggðar. Með því að þétta borgina í stað þess að dreifa úr henni er hægt að tryggja að fólk sé ekki alltaf á þessum endalausum ferðalögum á einkabílnum heldur bjóða fólki upp á að ferðast með öðrum hætti. Það er auðveldara að skipuleggja almenningssamgöngur, auðveldara að skipuleggja hjólastíga ef við erum með aðeins þéttari borg. Auk þess sem nærþjónustan verður betri. Það eru fleiri verslanir í þéttum hverfum heldur en strjálbýlum. Þetta þýðir að við öxlum ábyrgð á umhverfisvandanum, loftlagsbreytingum, súrnun sjávar og útblæstri gróðurhúsaloftegunda. Það skiptir líka máli að við séum ekki að byggja stórkarlaleg umferðarmannvirki heldur reynum að stuðla að umhverfisvænni samgönguháttum. Svo verðum við að vera ábyrgari í nýtingu auðlinda. Framganga Orkuveitu Reykjavíkur gagnvart auðlindinni á Hellisheiði hefur ekki verið okkur til sóma. Ef við höldum áfram að nýta háhitasvæði á Hengilsvæðinu með sama hætti og við höfum verið að gera þá munum við þurrausa svæðið á næstu áratugum. Við verðum að draga úr framleiðslunni. Að minnsta kosti staldra við og velta fyrir okkur hvað við erum að gera áður en við förum inn á ný svæði,“ segir Sóley.Vill gjaldfrjálsa þjónustu við börn Sóley segir raunhæft að bjóða upp á gjaldfrjálsa þjónustu við börn í Reykjavík eftir nokkur ár. „Það er ekki raunhæft að bjóða upp á það strax í júní en það hefur alltaf verið stefna Vinstri grænna að tryggja að útsvarið nýtist í grunnþjónustuna. Það er okkar mat að við getum innleitt áætlun um að gera þjónustu við börn gjaldfrjálsa á næstu árum. Það er mjög mikilvægt að við forgangsröðum í þágu barna. Þetta snýst um það að létta barnafjölskyldum lífið. Venjuleg fjölskylda í dag með tvö börn, annað í leikskóla og hitt í grunnskóla, er að borga upp undir 60 þúsund krónur á mánuði óháð tekjum til viðbótar við útsvarið. Þessa peninga er hægt að nýta í ýmislegt annað ef við myndum forgangsraða fjármunum borgarinnar með öðrum hætti. Þetta er ekki þjónusta sem fólk er að velja. Þetta er þjónusta sem við teljum að eigi að vera sjálfsögð. Öll börn eiga rétt á leikskólaplássi, skólamáltíð og að komast á frístundaheimili. Ef okkur er alvara með það þá eigum við sjálfsögðu ekki að mismuna fólki eftir efnahag og gera það að verkum að einhverjir þurfi að velja sig frá því,“ segir Sóley. Hún segir að þetta muni kosta borgina um þrjá milljarða sem séu um 3,5 prósent af tekjum borgarinnar. „Við höfum hagrætt um annað eins á undanförnum árum. Að sjálfsögðu þurfum við að skera niður annars staðar á móti. Við verðum að búa til áætlun um þetta. Þetta gerist ekki strax. Ég er ekki með Framsóknarloforð en þetta er eitthvað sem við getum gert til langs tíma,“ segir Sóley.Nauðsynlegt að fjölga leiguíbúðum Leiguverð á fasteignamarkaði í Reykjavík hefur margfaldast á undanförnum árum. Sóley segir að stærsta verkefnið á næsta kjörtímabili verði að fjölga leiguíbúðum í Reykjavík, um það séu allir flokkar sammála. „Þetta þarf að gerast með ýmsum hætti. Það skiptir máli að fara í uppbyggingu á fjölbreyttum íbúðum, sérstaklega smærri íbúðum. Við höfum öll tekið þátt í mótun húsnæðisstefnu borgarinnar og aðgerðum í kjölfarið þar sem verið er að reyna að búa til blönduð fjölbýlishús og fleira sem við erum öll sammála um að þurfi að gera. Eitt af því sem við höfum gagnrýnt og hefðum viljað gera meira af er að kaupa eða byggja fleiri félagsbústaði. Það er langur biðlisti eftir félagslegu húsnæði hjá borginni og meirihlutinn hefur ekki verið að standa sig sem skyldi,“ segir Sóley. Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir raunhæft að forgangsraða í borginni í þágu barnafjölskyldna og bjóða upp á gjaldfrjálsa leikskóla. Hún segir að þétting byggðar sé ein af forsendum þess að hægt sé að gera borgina umhverfisvænni. „Við getum gert borgina umhverfisvænni með ýmsum hætti. Fyrst og fremst með skynsamlegri þéttingu byggðar. Með því að þétta borgina í stað þess að dreifa úr henni er hægt að tryggja að fólk sé ekki alltaf á þessum endalausum ferðalögum á einkabílnum heldur bjóða fólki upp á að ferðast með öðrum hætti. Það er auðveldara að skipuleggja almenningssamgöngur, auðveldara að skipuleggja hjólastíga ef við erum með aðeins þéttari borg. Auk þess sem nærþjónustan verður betri. Það eru fleiri verslanir í þéttum hverfum heldur en strjálbýlum. Þetta þýðir að við öxlum ábyrgð á umhverfisvandanum, loftlagsbreytingum, súrnun sjávar og útblæstri gróðurhúsaloftegunda. Það skiptir líka máli að við séum ekki að byggja stórkarlaleg umferðarmannvirki heldur reynum að stuðla að umhverfisvænni samgönguháttum. Svo verðum við að vera ábyrgari í nýtingu auðlinda. Framganga Orkuveitu Reykjavíkur gagnvart auðlindinni á Hellisheiði hefur ekki verið okkur til sóma. Ef við höldum áfram að nýta háhitasvæði á Hengilsvæðinu með sama hætti og við höfum verið að gera þá munum við þurrausa svæðið á næstu áratugum. Við verðum að draga úr framleiðslunni. Að minnsta kosti staldra við og velta fyrir okkur hvað við erum að gera áður en við förum inn á ný svæði,“ segir Sóley.Vill gjaldfrjálsa þjónustu við börn Sóley segir raunhæft að bjóða upp á gjaldfrjálsa þjónustu við börn í Reykjavík eftir nokkur ár. „Það er ekki raunhæft að bjóða upp á það strax í júní en það hefur alltaf verið stefna Vinstri grænna að tryggja að útsvarið nýtist í grunnþjónustuna. Það er okkar mat að við getum innleitt áætlun um að gera þjónustu við börn gjaldfrjálsa á næstu árum. Það er mjög mikilvægt að við forgangsröðum í þágu barna. Þetta snýst um það að létta barnafjölskyldum lífið. Venjuleg fjölskylda í dag með tvö börn, annað í leikskóla og hitt í grunnskóla, er að borga upp undir 60 þúsund krónur á mánuði óháð tekjum til viðbótar við útsvarið. Þessa peninga er hægt að nýta í ýmislegt annað ef við myndum forgangsraða fjármunum borgarinnar með öðrum hætti. Þetta er ekki þjónusta sem fólk er að velja. Þetta er þjónusta sem við teljum að eigi að vera sjálfsögð. Öll börn eiga rétt á leikskólaplássi, skólamáltíð og að komast á frístundaheimili. Ef okkur er alvara með það þá eigum við sjálfsögðu ekki að mismuna fólki eftir efnahag og gera það að verkum að einhverjir þurfi að velja sig frá því,“ segir Sóley. Hún segir að þetta muni kosta borgina um þrjá milljarða sem séu um 3,5 prósent af tekjum borgarinnar. „Við höfum hagrætt um annað eins á undanförnum árum. Að sjálfsögðu þurfum við að skera niður annars staðar á móti. Við verðum að búa til áætlun um þetta. Þetta gerist ekki strax. Ég er ekki með Framsóknarloforð en þetta er eitthvað sem við getum gert til langs tíma,“ segir Sóley.Nauðsynlegt að fjölga leiguíbúðum Leiguverð á fasteignamarkaði í Reykjavík hefur margfaldast á undanförnum árum. Sóley segir að stærsta verkefnið á næsta kjörtímabili verði að fjölga leiguíbúðum í Reykjavík, um það séu allir flokkar sammála. „Þetta þarf að gerast með ýmsum hætti. Það skiptir máli að fara í uppbyggingu á fjölbreyttum íbúðum, sérstaklega smærri íbúðum. Við höfum öll tekið þátt í mótun húsnæðisstefnu borgarinnar og aðgerðum í kjölfarið þar sem verið er að reyna að búa til blönduð fjölbýlishús og fleira sem við erum öll sammála um að þurfi að gera. Eitt af því sem við höfum gagnrýnt og hefðum viljað gera meira af er að kaupa eða byggja fleiri félagsbústaði. Það er langur biðlisti eftir félagslegu húsnæði hjá borginni og meirihlutinn hefur ekki verið að standa sig sem skyldi,“ segir Sóley.
Forsetakosningar 2016 video kassi Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira