Stjórnarskrá stöðvar ekki þjóðaratkvæði Brjánn Jónasson og Kjartan Atli Kjartansson skrifar 6. mars 2014 12:00 Gefin voru fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið fyrir kosningar. Fréttablaðið/GVA Kemur ákvæði í stjórnarskrá í veg fyrir að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið? Ekkert í stjórnarskránni kemur í veg fyrir að sitjandi þing bindi sig til að fara að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Sigurður Líndal lagaprófessor. Björg Thorarensen lagaprófessor er honum ósammála. Álit Sigurðar stangast á við orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Í Fréttablaðinu í gær sagði Sigmundur: „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni.“Sigurður LíndalSigurður, sem var skipaður formaður stjórnarskrárnefndar sem nú er starfandi af Sigmundi Davíð, segir þetta ekki rétt. Hann segir þá leið sem Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur talað fyrir vel færa. Þorsteinn hefur bent á að hægt væri að bæta ákvæði inn í þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að hún taki aðeins gildi staðfesti þjóðin hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig myndi sitjandi þing skuldbinda sig til að fara eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Vilji þingmeirihlutinn ekki halda viðræðunum áfram geti hann sett umsóknina á ís. „Auðvitað getur Alþingi bundið sjálft sig með þingsályktun. Þingið getur ákveðið það með þingsályktun að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og þannig getur Alþingi bundið sjálft sig,“ segir Sigurður. Björg segir þetta ekki rétt. Hún segir að þingið geti samt ákveðið að binda gildistöku laga sem það hafi sett við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það geti ekki átt við um þingsályktun eins og stjórnarmeirihlutinn hefur lagt fram um að slíta viðræðunum þar sem hún sé ekki háð neinum áskilnaði um gildistöku eins og lög.Björg Thorarensen„Hér er því aðeins hægt að ræða um pólitíska skuldbindingu með pólitískar afleiðingar. Telji ríkisstjórn og meirihluti þings að baki henni ekki mögulegt að fylgja skýrum vilja þjóðarinnar í tilteknu máli, verður að reyna á það í nýjum kosningum hvort kjósendur velja nýjan pólitískan meirihluta sem er tilbúinn að leiða samningaviðræður við ESB,“ segir Björg.Þarf ekki að kjósa á milli Sigmundur Davíð talaði í Fréttablaðinu í gær um að stjórnarskráin heimilaði þinginu aðeins að boða til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði ekki loku fyrir það skotið að gera breytingar á stjórnarskrá til að heimila bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Breytingar á stjórnarskrá hafa hingað til þurft að fara þannig fram að eitt þing gerir breytingar sem ekki taka gildi fyrr en kosið hefur verið á ný til þings og nýtt þing hefur staðfest breytingarnar. Með tímabundnu ákvæði sem sett var inn í stjórnarskrá á síðasta kjörtímabili var opnað fyrir möguleika á annarri leið. Þá þurfa minnst tveir þriðjuhlutar þingmanna að samþykkja frumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Því næst þarf að bera þær breytingar upp fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú atkvæðagreiðsla á að fara fram sex til níu mánuðum eftir að frumvarpið hefur verið samþykkt á Alþingi. Til að breytingarnar teljist samþykktar þarf meirihlutinn að samþykkja þær í þjóðaratkvæðagreiðslunni, og þarf minnst 40 prósent atkvæðisbærra manna að samþykkja. Fréttaskýringar Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira
Kemur ákvæði í stjórnarskrá í veg fyrir að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið? Ekkert í stjórnarskránni kemur í veg fyrir að sitjandi þing bindi sig til að fara að niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, segir Sigurður Líndal lagaprófessor. Björg Thorarensen lagaprófessor er honum ósammála. Álit Sigurðar stangast á við orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Í Fréttablaðinu í gær sagði Sigmundur: „Eins og sakir standa þá er ekki hægt að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, eingöngu ráðgefandi og um leið kemur fram í stjórnarskrá að [þingmenn] séu ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni.“Sigurður LíndalSigurður, sem var skipaður formaður stjórnarskrárnefndar sem nú er starfandi af Sigmundi Davíð, segir þetta ekki rétt. Hann segir þá leið sem Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur talað fyrir vel færa. Þorsteinn hefur bent á að hægt væri að bæta ákvæði inn í þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um að hún taki aðeins gildi staðfesti þjóðin hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig myndi sitjandi þing skuldbinda sig til að fara eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Vilji þingmeirihlutinn ekki halda viðræðunum áfram geti hann sett umsóknina á ís. „Auðvitað getur Alþingi bundið sjálft sig með þingsályktun. Þingið getur ákveðið það með þingsályktun að halda bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og þannig getur Alþingi bundið sjálft sig,“ segir Sigurður. Björg segir þetta ekki rétt. Hún segir að þingið geti samt ákveðið að binda gildistöku laga sem það hafi sett við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Það geti ekki átt við um þingsályktun eins og stjórnarmeirihlutinn hefur lagt fram um að slíta viðræðunum þar sem hún sé ekki háð neinum áskilnaði um gildistöku eins og lög.Björg Thorarensen„Hér er því aðeins hægt að ræða um pólitíska skuldbindingu með pólitískar afleiðingar. Telji ríkisstjórn og meirihluti þings að baki henni ekki mögulegt að fylgja skýrum vilja þjóðarinnar í tilteknu máli, verður að reyna á það í nýjum kosningum hvort kjósendur velja nýjan pólitískan meirihluta sem er tilbúinn að leiða samningaviðræður við ESB,“ segir Björg.Þarf ekki að kjósa á milli Sigmundur Davíð talaði í Fréttablaðinu í gær um að stjórnarskráin heimilaði þinginu aðeins að boða til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði ekki loku fyrir það skotið að gera breytingar á stjórnarskrá til að heimila bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Breytingar á stjórnarskrá hafa hingað til þurft að fara þannig fram að eitt þing gerir breytingar sem ekki taka gildi fyrr en kosið hefur verið á ný til þings og nýtt þing hefur staðfest breytingarnar. Með tímabundnu ákvæði sem sett var inn í stjórnarskrá á síðasta kjörtímabili var opnað fyrir möguleika á annarri leið. Þá þurfa minnst tveir þriðjuhlutar þingmanna að samþykkja frumvarp um breytingar á stjórnarskrá. Því næst þarf að bera þær breytingar upp fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú atkvæðagreiðsla á að fara fram sex til níu mánuðum eftir að frumvarpið hefur verið samþykkt á Alþingi. Til að breytingarnar teljist samþykktar þarf meirihlutinn að samþykkja þær í þjóðaratkvæðagreiðslunni, og þarf minnst 40 prósent atkvæðisbærra manna að samþykkja.
Fréttaskýringar Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Sjá meira