Dulin hótun forsætisráðherra Höskuldur Kári Schram skrifar 22. febrúar 2014 09:00 Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að í gagnrýni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Seðlabankann í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku hafi falist dulin hótun. Hún segir að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið gefi ekki tilefni til að slíta aðildarviðræðum. „Þessi skýrsla svarar ekki þeim lykilspurningum sem við höfum verið að bíða eftir varðandi niðurstöður aðildarviðræðna. Svona skýrsla getur aldrei verið niðurstaða aðildarviðræðna. Stóru málunum [sjávarútvegi og landbúnaði] hefur ekki verið lokið og það er engin skýrsla sem getur sagt okkur hvernig þeim mun lykta. Þess vegna finnst mér skrítið að vera að standa í því á Alþingi að karpa um það sem mögulega gæti komið út úr slíkum viðræðum við aðra þingmenn. Það kemur ekkert út úr því,“ segir Katrín. „Ef menn vilja nota þessa skýrslu sem afsökun til að slíta viðræðum þá geta menn gert það. En það er ekkert efnislegt í henni sem á að gefa mönnum tilefni til þess.“Ógætileg ummæli utanríkisráðherraGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um skýrsluna á Alþingi að Evrópusambandið væri úlfur í sauðargæru. Katrín gagnrýnir þessi ummæli. „ESB er ekki eitthvað fyrirbæri. Það samanstendur af ríkjum. Þetta eru ríki sem við eigum í daglegum samskiptum við í gegnum viðskipti eða í gegnum alls kyns styrkjakerfi. Við erum með börnin okkar í skólum út um alla Evrópu. Mér fannst hann [Gunnar Bragi] tala mjög ógætilega og ég var ekki stolt af því að vera Íslendingur undir þeirri ræðu. Þó að menn séu andsnúnir ESB þá hafa þeir ekkert leyfi til að tala það niður með þessum hætti,“ segir Katrín.Ómálefnaleg umræða Katrín segir að umræðan um ESB hafi verið ómálefnaleg og segist finna fyrir þreytu hjá aðildarsinnum vegna þessa. „Það er bara kýlt og sparkað í allar áttir. Menn eru ekki taka efnislega umræðu um málið. Það er bara talað um að menn séu óbilgjarnir og að einhver sé svona eða hinsegin. Þannig að stundum finnur maður fyrir þreytu og hugsar að kannski væri bara best að kæla þetta. En svo lendir maður í því sem stjórnmálamaður og sem ung manneskja á Íslandi að þurfa búa við afleiðingar af krónunni og þá kviknar aftur eldurinn í manni. Það eru einfaldlega of miklir hagsmunir í húfi hvað varðar gjaldmiðilsmálin og þess vegna verður að þaulkanna þessa leið sem heitir aðild að ESB og upptaka evru.“Dulin hótun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýndi Seðlabankann í ræðu sem hann hélt á Viðskiptaþingi í síðustu viku. Sigmundur sagði meðal annars að bankinn hefði óumbeðinn látið gera mat á efnahagsáhrifum skuldalækkunarinnar. „Það er allt í lagi að vera ósammála stofnunum hvort sem þær eru sjálfstæðar eins og Seðlabankinn eða ekki. En þegar menn eru að gagnrýna bankann á þeirri forsendu að hann sé gera eitthvað sem sjálfstæð stofnun, eins og gert var í þessu tilfelli, þá eru fólgin hættumerki í því. Sérstaklega þegar menn lýsa því yfir nokkrum dögum seinna að þeir séu að fara að gera breytingar á lögum um Seðlabankann,“ segir Katrín. Hún segir að í orðum forsætisráðherra hafi falist dulin hótun. „Hann var að reyna enn einu sinni að setja menn „på plads“. Þetta var klárlega tilraun til þess,“ segir Katrín. Hinsegin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að í gagnrýni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Seðlabankann í ræðu á Viðskiptaþingi í síðustu viku hafi falist dulin hótun. Hún segir að skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Evrópusambandið gefi ekki tilefni til að slíta aðildarviðræðum. „Þessi skýrsla svarar ekki þeim lykilspurningum sem við höfum verið að bíða eftir varðandi niðurstöður aðildarviðræðna. Svona skýrsla getur aldrei verið niðurstaða aðildarviðræðna. Stóru málunum [sjávarútvegi og landbúnaði] hefur ekki verið lokið og það er engin skýrsla sem getur sagt okkur hvernig þeim mun lykta. Þess vegna finnst mér skrítið að vera að standa í því á Alþingi að karpa um það sem mögulega gæti komið út úr slíkum viðræðum við aðra þingmenn. Það kemur ekkert út úr því,“ segir Katrín. „Ef menn vilja nota þessa skýrslu sem afsökun til að slíta viðræðum þá geta menn gert það. En það er ekkert efnislegt í henni sem á að gefa mönnum tilefni til þess.“Ógætileg ummæli utanríkisráðherraGunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um skýrsluna á Alþingi að Evrópusambandið væri úlfur í sauðargæru. Katrín gagnrýnir þessi ummæli. „ESB er ekki eitthvað fyrirbæri. Það samanstendur af ríkjum. Þetta eru ríki sem við eigum í daglegum samskiptum við í gegnum viðskipti eða í gegnum alls kyns styrkjakerfi. Við erum með börnin okkar í skólum út um alla Evrópu. Mér fannst hann [Gunnar Bragi] tala mjög ógætilega og ég var ekki stolt af því að vera Íslendingur undir þeirri ræðu. Þó að menn séu andsnúnir ESB þá hafa þeir ekkert leyfi til að tala það niður með þessum hætti,“ segir Katrín.Ómálefnaleg umræða Katrín segir að umræðan um ESB hafi verið ómálefnaleg og segist finna fyrir þreytu hjá aðildarsinnum vegna þessa. „Það er bara kýlt og sparkað í allar áttir. Menn eru ekki taka efnislega umræðu um málið. Það er bara talað um að menn séu óbilgjarnir og að einhver sé svona eða hinsegin. Þannig að stundum finnur maður fyrir þreytu og hugsar að kannski væri bara best að kæla þetta. En svo lendir maður í því sem stjórnmálamaður og sem ung manneskja á Íslandi að þurfa búa við afleiðingar af krónunni og þá kviknar aftur eldurinn í manni. Það eru einfaldlega of miklir hagsmunir í húfi hvað varðar gjaldmiðilsmálin og þess vegna verður að þaulkanna þessa leið sem heitir aðild að ESB og upptaka evru.“Dulin hótun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gagnrýndi Seðlabankann í ræðu sem hann hélt á Viðskiptaþingi í síðustu viku. Sigmundur sagði meðal annars að bankinn hefði óumbeðinn látið gera mat á efnahagsáhrifum skuldalækkunarinnar. „Það er allt í lagi að vera ósammála stofnunum hvort sem þær eru sjálfstæðar eins og Seðlabankinn eða ekki. En þegar menn eru að gagnrýna bankann á þeirri forsendu að hann sé gera eitthvað sem sjálfstæð stofnun, eins og gert var í þessu tilfelli, þá eru fólgin hættumerki í því. Sérstaklega þegar menn lýsa því yfir nokkrum dögum seinna að þeir séu að fara að gera breytingar á lögum um Seðlabankann,“ segir Katrín. Hún segir að í orðum forsætisráðherra hafi falist dulin hótun. „Hann var að reyna enn einu sinni að setja menn „på plads“. Þetta var klárlega tilraun til þess,“ segir Katrín.
Hinsegin Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira