Systurnar fá ekki að slást Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2014 06:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir, 23 ára bakvörður í Haukum. Foreldrar og fjölskylda Gunnhildar og Berglindar Gunnarsdætra er í sérstakri stöðu á laugardaginn þegar lið systranna mætast í bikarúrslitum kvenna í körfubolta. Báðar eru þær úr Stykkishólmi en Gunnhildur stundar nám í Reykjavík og spilar með Haukum. Það fer þó ekki þannig að systurnar mætist í leiknum á laugardaginn því Berglind er nýkomin úr aðgerð á hné og missir af bikarúrslitaleiknum. „Þetta er sama gamla góða hnéð,“ segir Berglind sem var að fara í sína þriðju aðgerð á hægra hnénu. „Ég er samt í liðinu þó að ég sé bara vatnsberi en við munum ekki berja hvor á annarri inni á vellinum eins og maður hefði viljað,“ segir Berglind en þær hafa aldrei gefið neitt eftir þegar þær hafa mæst á körfuboltavellinum. Berglind missti af fyrri hluta tímabilsins þar sem hún var að ná sér af axlaraðgerð eftir að hafa hrokkið ítrekað úr lið síðasta vetur. Það er hins vegar eins og óheppnin elti hana því hún meiddist á hné í einum af fyrstu leikjunum eftir að hún kom til baka. Hún tekur öllum meiðslunum með jafnaðargeði enda orðin vön því að horfa á liðið sitt frá hliðarlínunni.Berglind Gunnarsdóttir, 21 árs framherji í Snæfelli.„Það verður spennandi að fylgjast með en ég vildi óska að ég gæti spilað með þessu frábæra liði núna. Maður er alveg jafnmikill hluti af þessu liði hvort sem maður spilar í 40 mínútur eða engar,“ segir Berglind. Hún var í Hveragerði á sunnudag þegar Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn. Berglind er á því að þetta verði ekki eins erfitt fyrir mömmu og pabba og margir halda. „Ég held að þetta verði auðveldasti leikurinn sem þau horfa á í vetur vegna þess að þau verða alltaf í sigurliðinu hvort sem það verður Snæfell eða Haukar sem vinnur. Ég held að fjölskyldan sé eitthvað að sauma búninga með Snæfellsmerkinu öðrum megin og Haukamerkinu hinum megin til að styðja bæði liðin. Ætli það verði samt ekki bara systkinin sem mæta í þeim,“ segir Berglind en faðir hennar, Gunnar Svanlaugsson, er formaður Körfuknattleiksdeildar Snæfells. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Sjá meira
Foreldrar og fjölskylda Gunnhildar og Berglindar Gunnarsdætra er í sérstakri stöðu á laugardaginn þegar lið systranna mætast í bikarúrslitum kvenna í körfubolta. Báðar eru þær úr Stykkishólmi en Gunnhildur stundar nám í Reykjavík og spilar með Haukum. Það fer þó ekki þannig að systurnar mætist í leiknum á laugardaginn því Berglind er nýkomin úr aðgerð á hné og missir af bikarúrslitaleiknum. „Þetta er sama gamla góða hnéð,“ segir Berglind sem var að fara í sína þriðju aðgerð á hægra hnénu. „Ég er samt í liðinu þó að ég sé bara vatnsberi en við munum ekki berja hvor á annarri inni á vellinum eins og maður hefði viljað,“ segir Berglind en þær hafa aldrei gefið neitt eftir þegar þær hafa mæst á körfuboltavellinum. Berglind missti af fyrri hluta tímabilsins þar sem hún var að ná sér af axlaraðgerð eftir að hafa hrokkið ítrekað úr lið síðasta vetur. Það er hins vegar eins og óheppnin elti hana því hún meiddist á hné í einum af fyrstu leikjunum eftir að hún kom til baka. Hún tekur öllum meiðslunum með jafnaðargeði enda orðin vön því að horfa á liðið sitt frá hliðarlínunni.Berglind Gunnarsdóttir, 21 árs framherji í Snæfelli.„Það verður spennandi að fylgjast með en ég vildi óska að ég gæti spilað með þessu frábæra liði núna. Maður er alveg jafnmikill hluti af þessu liði hvort sem maður spilar í 40 mínútur eða engar,“ segir Berglind. Hún var í Hveragerði á sunnudag þegar Snæfell tryggði sér deildarmeistaratitilinn. Berglind er á því að þetta verði ekki eins erfitt fyrir mömmu og pabba og margir halda. „Ég held að þetta verði auðveldasti leikurinn sem þau horfa á í vetur vegna þess að þau verða alltaf í sigurliðinu hvort sem það verður Snæfell eða Haukar sem vinnur. Ég held að fjölskyldan sé eitthvað að sauma búninga með Snæfellsmerkinu öðrum megin og Haukamerkinu hinum megin til að styðja bæði liðin. Ætli það verði samt ekki bara systkinin sem mæta í þeim,“ segir Berglind en faðir hennar, Gunnar Svanlaugsson, er formaður Körfuknattleiksdeildar Snæfells.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Sjá meira