Hinsegin fólk upplifir enn fordóma í sinn garð Eva Bjarnadóttir skrifar 18. febrúar 2014 14:30 Hinsegin fólk upplifir fordóma Meirihluti hinsegin fólks hefur orðið fyrir leiðinlegum atvikum í tengslum við kynhneigð og kynvitund sína á síðustu þremur árum, ef marka má nýja könnun sem Samtökin '78 létu framkvæma. Atvikin tengjast óviðeigandi spurningum og gríni, neikvæðum athugasemdum, fordómafullri umræðu og einelti í ýmsum félagslegum aðstæðum.Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna '78, segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. „Við sem lifum og hrærumst í baráttunni þekkjum vel þá fordóma sem félagsfólk okkar mætir,“ segir hún. Sjötíu prósent þátttakenda höfðu upplifað fordóma á vinnustöðum sínum, en rúmlega áttatíu prósent höfðu upplifað atvik utan vinnu, svo sem í skóla, skemmtistöðum og fjölskylduboðum. Meirihluti hafði upplifað fordóma á síðustu þremur árum. Rúmlega fjögur hundruð manns tóku þátt í könnuninni sem fram fór á netinu. Þar af voru 72 prósent sem skilgreindu sig sem samkynhneigða. „Það vekur athygli að meira en fjórðungur gefur aðra kynhneigð heldur en samkynhneigð,“ segir Anna Pála. Aðrar skilgreiningar voru pankynhneigður, ókynhneigður og tvíkynhneigður. Þá var eitt prósent þátttakenda gagnkynhneigt. Fjögur prósent þátttakenda sögðu kyn sitt óskilgreint eða annað en kona eða karl. Þá sögðust fjögur prósent þátttakenda skilgreina sig sem transmanneskju eða með óhefðbundna kynvitund, og fimm prósent stundum skilgreina sig með þeim hætti. Anna Pála SverrisdóttirÍ ljós kom að tvíkynhneigðir upplifa oftar fordóma en samkynhneigðir. „Það tala margir um að það sé erfiðara að koma út úr skápnum sem tvíkynhneigður, því fordóma sé að finna bæði meðal samkynhneigðra og gagnkynhneigðra,“ segir Anna Pála. Samtökin '78 líta á könnunina sem sitt framlag til þess að ýta undir frekari rannsóknir á högum hinsegin fólks. Anna Pála segir mikilvægt að samfélagið viðurkenni að fordómar séu enn til staðar svo hægt sé að vinna gegn þeim. „Fordómarnir birtast þegar fólk hefur drukkið frá sér hömlur eða þeim er pakkað inn í niðurlægjandi brandara,“ segir hún. Það sé ekki síst vegna unga fólksins. „Við sem höfum komið út úr skápnum vitum að niðurlægjandi athugasemd eða atvik getur haft gríðarleg áhrif þegar maður er ungur og óviss um sig,“ segir Anna Pála og bendir á mikilvægi meðvitundar í umhverfi ungmenna, í skólum, hjá foreldrum og lögreglunni. Samkvæmt rannsókn á líðan tíunda bekkinga, sem birtist árið 2012, eru samkynhneigðir unglingar 25 sinnum líklegri en aðrir til að hafa reynt að svipta sig lífi margsinnis. Þóttu niðurstöðurnar sýna ótvírætt að margir íslenskir samkynhneigðir unglingar upplifi höfnun og andúð, sérstaklega í skólasamfélaginu.Auður Magndís AuðardóttirÓviðeigandi brandararAuður Magndís Auðardóttir, félagsfræðingur, hafði umsjón með könnuninni. Hún segir niðurstöðurnar ekki hafa komið sér á óvart. „Það halda margir að þetta sé bara komið og að hinsegin fólk geti hætt baráttunni. Ég heyrði það síðast bara fyrir nokkrum dögum,“ segir hún. Auður segir upplifun hinsegin fólks sé hins vegar allt önnur. „Oft eru þetta óviðeigandi brandarar, sem fólk meinar kannski ekkert illt með, en eru mjög óþægilegir þegar maður tilheyrir hópnum,“ segir hún. Auður könnunin geta orðið góðan undirbúning fyrir stærri rannsókn sem vilji sé til að gera á stöðu hinsegin fólks á Íslandi. „Það er rosalega mikill efniviður í opnu svörum þátttakenda, sem gefur okkur hugmynd um stöðuna og hjálpar okkur að undirbúa stærri könnun.“Orðrétt frá þátttakendum í könnuninni „Vinahópur sem gerði grín að sameiginlegum vini sem er transkona (þegar hún var ekki á staðnum), notaði karla-fornöfn og skírnarnafnið hennar, og gerði grín að því hversu ókvenlega hún leit út.“ „Tvíkynhneigð sögð bara „tímabil“. Sagt að tvíkynhneigðar konur séu bara að reyna að þóknast karlkyns hjásvæfum sínum.“ „Ráðist á mig líkamlega og með orðum þegar ég var að skemmta mér – orðin beindust að kynhneigð minni. Það er svo mikið af lélegum athugasemdum og gríni að ég get ekki munað allt.“ „Þöggun og ósýnileiki er mun stærra vandamál, finnst mér. Fólk verður hissa, trúir mér ekki, etc.“ „Við komu í búningsklefa hefur verið kallað á mig og ég grandskoðað áður en ég gekk inn í klefa ... Þar mæti ég fjandsamlegu viðhorfi til þess hvaða salernisaðstöðu ég vel mér, oft frá gestum en ekki síst frá dyravörðum staðarins. Stundum bið ég einhvern um að koma með mér að pissa, ef ég hef tök á því, mér finnst eins og það minnki líkur á athugasemdum, kannski af því að ég er ekki eitt á ferð.“ Hinsegin Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Meirihluti hinsegin fólks hefur orðið fyrir leiðinlegum atvikum í tengslum við kynhneigð og kynvitund sína á síðustu þremur árum, ef marka má nýja könnun sem Samtökin '78 létu framkvæma. Atvikin tengjast óviðeigandi spurningum og gríni, neikvæðum athugasemdum, fordómafullri umræðu og einelti í ýmsum félagslegum aðstæðum.Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna '78, segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. „Við sem lifum og hrærumst í baráttunni þekkjum vel þá fordóma sem félagsfólk okkar mætir,“ segir hún. Sjötíu prósent þátttakenda höfðu upplifað fordóma á vinnustöðum sínum, en rúmlega áttatíu prósent höfðu upplifað atvik utan vinnu, svo sem í skóla, skemmtistöðum og fjölskylduboðum. Meirihluti hafði upplifað fordóma á síðustu þremur árum. Rúmlega fjögur hundruð manns tóku þátt í könnuninni sem fram fór á netinu. Þar af voru 72 prósent sem skilgreindu sig sem samkynhneigða. „Það vekur athygli að meira en fjórðungur gefur aðra kynhneigð heldur en samkynhneigð,“ segir Anna Pála. Aðrar skilgreiningar voru pankynhneigður, ókynhneigður og tvíkynhneigður. Þá var eitt prósent þátttakenda gagnkynhneigt. Fjögur prósent þátttakenda sögðu kyn sitt óskilgreint eða annað en kona eða karl. Þá sögðust fjögur prósent þátttakenda skilgreina sig sem transmanneskju eða með óhefðbundna kynvitund, og fimm prósent stundum skilgreina sig með þeim hætti. Anna Pála SverrisdóttirÍ ljós kom að tvíkynhneigðir upplifa oftar fordóma en samkynhneigðir. „Það tala margir um að það sé erfiðara að koma út úr skápnum sem tvíkynhneigður, því fordóma sé að finna bæði meðal samkynhneigðra og gagnkynhneigðra,“ segir Anna Pála. Samtökin '78 líta á könnunina sem sitt framlag til þess að ýta undir frekari rannsóknir á högum hinsegin fólks. Anna Pála segir mikilvægt að samfélagið viðurkenni að fordómar séu enn til staðar svo hægt sé að vinna gegn þeim. „Fordómarnir birtast þegar fólk hefur drukkið frá sér hömlur eða þeim er pakkað inn í niðurlægjandi brandara,“ segir hún. Það sé ekki síst vegna unga fólksins. „Við sem höfum komið út úr skápnum vitum að niðurlægjandi athugasemd eða atvik getur haft gríðarleg áhrif þegar maður er ungur og óviss um sig,“ segir Anna Pála og bendir á mikilvægi meðvitundar í umhverfi ungmenna, í skólum, hjá foreldrum og lögreglunni. Samkvæmt rannsókn á líðan tíunda bekkinga, sem birtist árið 2012, eru samkynhneigðir unglingar 25 sinnum líklegri en aðrir til að hafa reynt að svipta sig lífi margsinnis. Þóttu niðurstöðurnar sýna ótvírætt að margir íslenskir samkynhneigðir unglingar upplifi höfnun og andúð, sérstaklega í skólasamfélaginu.Auður Magndís AuðardóttirÓviðeigandi brandararAuður Magndís Auðardóttir, félagsfræðingur, hafði umsjón með könnuninni. Hún segir niðurstöðurnar ekki hafa komið sér á óvart. „Það halda margir að þetta sé bara komið og að hinsegin fólk geti hætt baráttunni. Ég heyrði það síðast bara fyrir nokkrum dögum,“ segir hún. Auður segir upplifun hinsegin fólks sé hins vegar allt önnur. „Oft eru þetta óviðeigandi brandarar, sem fólk meinar kannski ekkert illt með, en eru mjög óþægilegir þegar maður tilheyrir hópnum,“ segir hún. Auður könnunin geta orðið góðan undirbúning fyrir stærri rannsókn sem vilji sé til að gera á stöðu hinsegin fólks á Íslandi. „Það er rosalega mikill efniviður í opnu svörum þátttakenda, sem gefur okkur hugmynd um stöðuna og hjálpar okkur að undirbúa stærri könnun.“Orðrétt frá þátttakendum í könnuninni „Vinahópur sem gerði grín að sameiginlegum vini sem er transkona (þegar hún var ekki á staðnum), notaði karla-fornöfn og skírnarnafnið hennar, og gerði grín að því hversu ókvenlega hún leit út.“ „Tvíkynhneigð sögð bara „tímabil“. Sagt að tvíkynhneigðar konur séu bara að reyna að þóknast karlkyns hjásvæfum sínum.“ „Ráðist á mig líkamlega og með orðum þegar ég var að skemmta mér – orðin beindust að kynhneigð minni. Það er svo mikið af lélegum athugasemdum og gríni að ég get ekki munað allt.“ „Þöggun og ósýnileiki er mun stærra vandamál, finnst mér. Fólk verður hissa, trúir mér ekki, etc.“ „Við komu í búningsklefa hefur verið kallað á mig og ég grandskoðað áður en ég gekk inn í klefa ... Þar mæti ég fjandsamlegu viðhorfi til þess hvaða salernisaðstöðu ég vel mér, oft frá gestum en ekki síst frá dyravörðum staðarins. Stundum bið ég einhvern um að koma með mér að pissa, ef ég hef tök á því, mér finnst eins og það minnki líkur á athugasemdum, kannski af því að ég er ekki eitt á ferð.“
Hinsegin Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira