Skylda að geyma og varðveita vídeólist 13. febrúar 2014 10:30 Kristín Scheving MYND/ Steinrún Ótta Stefánsdóttir Listasafn Íslands er nú í óða önn að vinna að stofnun svokallaðrar Vasulka-stofu, en hún kemur til með að varðveita vídeólist. „Það er skylda Íslendinga að flokka þessa list og geyma hana. Mér finnst vera vakning á þessu, en vídeólist hefur fengið að sitja á hakanum. Það eru mörg söfn að gera þetta úti um allan heim. Það er bara komið að þessu,“ segir Kristín Scheving, deildarstjóri Vasulka-stofu, en Steina og Woody Vasulka eru hvatar að stofnun stofunnar. „Steina og Woody Vasulka eru brautryðjendur í vídeólist á heimsvísu. Það er ósk þeirra að sameiginleg saga þeirra og ferill verði að miklum hluta varðveittur á Íslandi, þó að þau hafi verið búsett í Bandaríkjunum um langt skeið. Nú er hægt að nálgast eitthvað af þeirra verkum á söfnum og gagnagrunnum víðs vegar um heiminn, til að mynda í Hollandi og í Kanada. Steinu og Woody fannst leiðinlegt að Ísland væri ekki hluti af þessu alþjóðlega neti sem varðveitir list þeirra,“ segir hún jafnframt.Steina og Woody VasulkaMYND/Sigurður GunnarssonSteina [Steinunn Bjarnadóttir] er fædd og uppalin í Reykjavík en sótti framhaldsnám í fiðluleik til Prag, árin 1959 til 1965. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, verkfræðingnum og kvikmyndagerðarmanninum Woody Vasulka. Árið 1968 fékk Woody íslenskan ríkisborgararétt undir heitinu Tímóteus Pétursson og ári síðar voru þau búin að koma sér fyrir í New York, þar sem þeirra beið að taka virkan þátt í þróun hinnar alþjóðlegu vídeóbyltingar sem þá var í burðarliðnum. Árið 1971 stofnuðu þau The Kitchen í Greenwich Village, á Manhattan, eina þekktustu og virtustu margmiðlunarmiðstöð veraldar. Vorið 1973 yfirgáfu Steina og Woody New York-borg og settust að í Buffalo, þar sem þau gegndu prófessorsstöðu við SUNY. Árið 1981 fluttu þau suður til Nýju-Mexíkó þar sem þau hafa síðan haft lögheimili. Þar er enn að finna myndbanda- og heimildasafn þeirra sem ætlað er að Vasulka-stofa Listasafns Íslands varðveiti ásamt því að safna annarri íslenskri vídeó- og margmiðlunarlist. „Við finnum fyrir miklum áhuga á sögu þeirra,“ segir Kristín. Steina og Woody Vasulka eru bæði á áttræðisaldri. „Nú sem stendur er unnið að yfirfærslu verka þeirra á stafrænt form á nokkrum stöðum. Meðal annars í Bandaríkjunum, og við stefnum á að koma að því starfi í samstarfi við sérfræðinga frá Amsterdam og Noregi bráðlega. Formleg opnun á stofunni verður svo þann 16. október í Listasafni Íslands í tengslum við 130 ára afmæli safnsins,“ segir Kristín að lokum. Menning Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Listasafn Íslands er nú í óða önn að vinna að stofnun svokallaðrar Vasulka-stofu, en hún kemur til með að varðveita vídeólist. „Það er skylda Íslendinga að flokka þessa list og geyma hana. Mér finnst vera vakning á þessu, en vídeólist hefur fengið að sitja á hakanum. Það eru mörg söfn að gera þetta úti um allan heim. Það er bara komið að þessu,“ segir Kristín Scheving, deildarstjóri Vasulka-stofu, en Steina og Woody Vasulka eru hvatar að stofnun stofunnar. „Steina og Woody Vasulka eru brautryðjendur í vídeólist á heimsvísu. Það er ósk þeirra að sameiginleg saga þeirra og ferill verði að miklum hluta varðveittur á Íslandi, þó að þau hafi verið búsett í Bandaríkjunum um langt skeið. Nú er hægt að nálgast eitthvað af þeirra verkum á söfnum og gagnagrunnum víðs vegar um heiminn, til að mynda í Hollandi og í Kanada. Steinu og Woody fannst leiðinlegt að Ísland væri ekki hluti af þessu alþjóðlega neti sem varðveitir list þeirra,“ segir hún jafnframt.Steina og Woody VasulkaMYND/Sigurður GunnarssonSteina [Steinunn Bjarnadóttir] er fædd og uppalin í Reykjavík en sótti framhaldsnám í fiðluleik til Prag, árin 1959 til 1965. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, verkfræðingnum og kvikmyndagerðarmanninum Woody Vasulka. Árið 1968 fékk Woody íslenskan ríkisborgararétt undir heitinu Tímóteus Pétursson og ári síðar voru þau búin að koma sér fyrir í New York, þar sem þeirra beið að taka virkan þátt í þróun hinnar alþjóðlegu vídeóbyltingar sem þá var í burðarliðnum. Árið 1971 stofnuðu þau The Kitchen í Greenwich Village, á Manhattan, eina þekktustu og virtustu margmiðlunarmiðstöð veraldar. Vorið 1973 yfirgáfu Steina og Woody New York-borg og settust að í Buffalo, þar sem þau gegndu prófessorsstöðu við SUNY. Árið 1981 fluttu þau suður til Nýju-Mexíkó þar sem þau hafa síðan haft lögheimili. Þar er enn að finna myndbanda- og heimildasafn þeirra sem ætlað er að Vasulka-stofa Listasafns Íslands varðveiti ásamt því að safna annarri íslenskri vídeó- og margmiðlunarlist. „Við finnum fyrir miklum áhuga á sögu þeirra,“ segir Kristín. Steina og Woody Vasulka eru bæði á áttræðisaldri. „Nú sem stendur er unnið að yfirfærslu verka þeirra á stafrænt form á nokkrum stöðum. Meðal annars í Bandaríkjunum, og við stefnum á að koma að því starfi í samstarfi við sérfræðinga frá Amsterdam og Noregi bráðlega. Formleg opnun á stofunni verður svo þann 16. október í Listasafni Íslands í tengslum við 130 ára afmæli safnsins,“ segir Kristín að lokum.
Menning Mest lesið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira