Börnin á brúninni: Festast á gráa svæðinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2014 07:00 Steinunn Bergmann hefur unnið í fjöldamörg ár við félagsþjónustu á Íslandi. Hún segir stefnu í barnaverndarmálum vera breytilega eftir tíðaranda en best sé að hafa úrræðin sem fjölbreytilegust og einstaklingsmiðuð. VÍSIR/GVA Börn með hegðunarvanda, vímuefna- og fíkniefnavanda og aðra áhættuhegðun áttu hlut að tæpum 40 prósentum tilvika sem tilkynnt voru til barnaverndarnefnda á landinu á tímabilinu janúar til september árið 2013. Fjöldi þeirra barna sem þurfa þjónustu Barnaverndarstofu sveiflast ekki mikið milli ára. Þessi hópur hefur verið og verður til í samfélaginu en þjónustan við hann hefur breyst í gegnum tíðina eftir hugmyndafræðilegum áherslubreytingum.Meðferð á heimavelli Á tíunda áratug síðustu aldar voru til að mynda átta meðferðarheimili fyrir unglinga rekin á vegum Barnaverndarstofu en í dag eru þau þrjú og aðeins eru örfá pláss á hverju þeirra. Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, segir nú lagða áherslu á meðferð á heimavelli eða svokallaða fjölkerfameðferð (MST). „Meðferðarheimilin eru þyngstu úrræðin fyrir börn með erfiðasta hegðunarvandann. Reynt er að beita MST-meðferð áður en til vistunar á meðferðarheimili kemur, en þar er lögð áhersla á stuðning við foreldra, að auka foreldrahæfni og hjálpa þeim að takast á við barnið sitt. Þannig er bætt verulega við stuðning við börn og fjölskyldur í nærsamfélaginu,“ segir Steinunn.Börn með fjölþættan vanda 19 börn fóru á meðferðarheimili á níu mánaða tímabili á síðasta ári. Steinunn segir dæmi um að börn í þessum hópi fara ítrekað í meðferð á vegum Barnaverndarstofu en vegna þess hve alvarlegur vandi þeirra er þá festist þau oft á gráu svæði og þurfi langtíma aðstoð. „Reynslan sýnir að börn í neyslu glíma við mun alvarlegri vanda en áður. Þetta er í mörgum tilfellum börn með fjölþættan vanda, með geðröskun, fíknivanda og jafnvel þroskaskerðingu. Þann vanda ræður hvert og eitt kerfi ekki við og því þyrfti að þróa einstaklingsmiðaðri úrræði.“ Steinunn segir vanda barnanna oft þróast á verri veg og börn í þessum hópi þurfi gjarnan búsetuúrræði sem ná fram yfir átján ára aldur. Því sé mikilvægt að sveitarfélögin, sem ber samkvæmt barnaverndarlögum að hafa tiltæk búsetuúrræði fyrir börn vegna sérstakra þarfa þeirra, hanni viðeigandi úrræði fyrir þennan tiltekna hóp. Til eru úrræði fyrir fatlaða en þau eiga ekki við þennan hóp. Viðvarandi vandi „Vandi þessara barna hættir ekki þegar þau fara úr umsjá barnaverndaryfirvalda. Það getur verið flókið að koma við stuðningi við einstaklinga sem kæra sig ekki um stuðning og það er mjög erfitt ferli að fá manneskju svipta sjálfræði. Því er erfitt fyrir yfirvöld að bregðast við. Við þurfum að ákveða í hvernig samfélagi við viljum búa, finnst okkur í lagi að skertir og veikir einstaklingar sem kunna ekki fótum sínum forráð, skaði sig með neyslu, láti misnota sig og misbjóða sér?“ spyr Steinunn en bætir við að auðvitað snúist þetta allt um fjármagn. Fjárfesting til framtíðar Steinunn segir að sértæk og einstaklingsmiðuð úrræði kosti vissulega verulega fjármuni en það sé þess virði fyrir samfélagið ef það skilar jákvæðum árangri til lengri tíma litið. „Mörg þessara barna flakka á milli úrræða sem kosta tugi milljóna króna á ári. En ef okkur tekst að hjálpa þeim að komast til fullorðinsára og eiga möguleika á að vera virkir þátttakendur í samfélaginu, í stað þess að þau séu háð úrræðum kerfisins allt lífið, þá borgar það sig margfalt. Þannig sinnum við líka hlutverki okkar sem samfélag; að koma börnunum okkar til manns.“Guðrún Björg Ágústsdóttir og Guðbjörg Erlingsdóttir hafa báðar áralanga reynslu í meðferðar- og ráðgjafarvinnu með börnum í fíkni- og hegðunarvanda.VÍSIR/GVA Fíkn er ekki óþægðRáðgjafar hjá Foreldrahúsi trúa því að hægt sé að bjarga öllum börnum sem eiga í fíknivanda en segja sérhæfða vímuefnameðferð vanta fyrir unglinga á Íslandi. Guðrún Björg Ágústsdóttir og Guðbjörg Erlingsdóttir vinna sem ráðgjafar í Foreldrahúsi. Þar taka þær á móti unglingum í vanda og foreldrum þeirra. Þær segja foreldra sem eiga barn með hegðunar- og vímuefnavanda mæta litlum skilningi í samfélaginu. Í raun og veru sé það eins og að vera með langveikt barn en skilningurinn og úrræðin láti á sér standa. Foreldrar fyllist skömm og sektarkennd enda telji margir unglingavandamál vera foreldravandamál. Fíknivandi barna spyr þó ekki um stöðu foreldra. „Það er skelfilegt að vera með 13 ára ungling sem er kominn í neyslu og foreldrar koma að öllu lokuðu. Það geta liðið margir mánuðir áður en barnið fær hjálp og neyslan getur stóraukist á þeim tíma,“ segir Guðrún.Vantar vímuefnameðferð Guðrún segir foreldra kvarta yfir því hve mikið þurfi að ganga á áður en barnið fái hjálp. Hún segir að foreldrar segi MST-meðferðina aðstoða þau en margir þeirra benda á að meðferðin geri lítið fyrir unglinga sem eru komnir í neyslu. Guðrún og Guðbjörg eru alveg samtaka þegar blaðamaður spyr hvaða úrræði vanti. „Sértæka vímuefnameðferð fyrir börn,“ segja þær. „Þau úrræði sem eru í boði miðast fyrst og fremst við hegðunarvanda en þetta eru börn sem eru háð fíkniefnum og þurfa aðstoð út úr því,“ segir Guðbjörg. Hún bætir við að stundum gleymist að börn verði alveg jafn háð fíkniefnum og fullorðnir. „Þetta breytir hugsun þeirra, breytir persónuleikanum. Þannig verða efnið og neyslan einstakt vandamál. Það þýðir ekki bara að skammast og segja þeim að hætta að vera óþekk, þau eru háð efnum. Í meðferð þarf að eiga við fíknina og hjálpa þeim að vera edrú eftir að meðferð lýkur.“ Guðrún bendir á að bæjarleyfi barna þegar þau eru á meðferðarheimilum sýni skilningsleysið á fíkninni. „Það fyrsta sem börnin gera þegar þau koma í bæinn, í gamla umhverfið og hitta gömlu félagana, er að dópa.“Hægt að bjarga öllum börnum Guðrún segir vanta skilning á unglingum á Íslandi. „Það er stundum eins og ekki sé gert ráð fyrir unglingum í okkar þjóðfélagi og sérstaklega ekki unglingunum sem eru á jaðrinum. Ef þeir hafa ekki gaman af íþróttum, eru ekki félagslega hæfir og taka ekki þátt í upplestrarkeppnum í skólanum þá er lítið fyrir þá að gera.“ Guðrún og Guðbjörg vilja sjá afþreyingu fyrir þann hóp barna sem ekki passar inn í kassann. „Það þarf að vekja áhuga þeirra á einhverju spennandi, einhverju sem þykir töff og sýnir þeim að hægt er að hafa gaman edrú,“ segir Guðbjörg. Þær eru báðar sammála um að hægt sé að bjarga öllum börnum, með réttum úrræðum, áhuga, fjármagni og þolinmæði. „Við höfum velt fyrir okkur umræðunni um tvígreind börn og svo virðist sem öll börn í dag séu komin með greiningu,“ segir Guðrún. „Við veltum fyrir okkur hvort kerfið sé farið að virka þannig að ef barn er ekki með greiningu þá fái það ekki aðstoð. En þessi hópur barna hefur að okkar mati alltaf verið til í samfélaginu og það þarf bara að byrja að hugsa út fyrir kassann og kerfið.“ Fréttaskýringar Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Börn með hegðunarvanda, vímuefna- og fíkniefnavanda og aðra áhættuhegðun áttu hlut að tæpum 40 prósentum tilvika sem tilkynnt voru til barnaverndarnefnda á landinu á tímabilinu janúar til september árið 2013. Fjöldi þeirra barna sem þurfa þjónustu Barnaverndarstofu sveiflast ekki mikið milli ára. Þessi hópur hefur verið og verður til í samfélaginu en þjónustan við hann hefur breyst í gegnum tíðina eftir hugmyndafræðilegum áherslubreytingum.Meðferð á heimavelli Á tíunda áratug síðustu aldar voru til að mynda átta meðferðarheimili fyrir unglinga rekin á vegum Barnaverndarstofu en í dag eru þau þrjú og aðeins eru örfá pláss á hverju þeirra. Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, segir nú lagða áherslu á meðferð á heimavelli eða svokallaða fjölkerfameðferð (MST). „Meðferðarheimilin eru þyngstu úrræðin fyrir börn með erfiðasta hegðunarvandann. Reynt er að beita MST-meðferð áður en til vistunar á meðferðarheimili kemur, en þar er lögð áhersla á stuðning við foreldra, að auka foreldrahæfni og hjálpa þeim að takast á við barnið sitt. Þannig er bætt verulega við stuðning við börn og fjölskyldur í nærsamfélaginu,“ segir Steinunn.Börn með fjölþættan vanda 19 börn fóru á meðferðarheimili á níu mánaða tímabili á síðasta ári. Steinunn segir dæmi um að börn í þessum hópi fara ítrekað í meðferð á vegum Barnaverndarstofu en vegna þess hve alvarlegur vandi þeirra er þá festist þau oft á gráu svæði og þurfi langtíma aðstoð. „Reynslan sýnir að börn í neyslu glíma við mun alvarlegri vanda en áður. Þetta er í mörgum tilfellum börn með fjölþættan vanda, með geðröskun, fíknivanda og jafnvel þroskaskerðingu. Þann vanda ræður hvert og eitt kerfi ekki við og því þyrfti að þróa einstaklingsmiðaðri úrræði.“ Steinunn segir vanda barnanna oft þróast á verri veg og börn í þessum hópi þurfi gjarnan búsetuúrræði sem ná fram yfir átján ára aldur. Því sé mikilvægt að sveitarfélögin, sem ber samkvæmt barnaverndarlögum að hafa tiltæk búsetuúrræði fyrir börn vegna sérstakra þarfa þeirra, hanni viðeigandi úrræði fyrir þennan tiltekna hóp. Til eru úrræði fyrir fatlaða en þau eiga ekki við þennan hóp. Viðvarandi vandi „Vandi þessara barna hættir ekki þegar þau fara úr umsjá barnaverndaryfirvalda. Það getur verið flókið að koma við stuðningi við einstaklinga sem kæra sig ekki um stuðning og það er mjög erfitt ferli að fá manneskju svipta sjálfræði. Því er erfitt fyrir yfirvöld að bregðast við. Við þurfum að ákveða í hvernig samfélagi við viljum búa, finnst okkur í lagi að skertir og veikir einstaklingar sem kunna ekki fótum sínum forráð, skaði sig með neyslu, láti misnota sig og misbjóða sér?“ spyr Steinunn en bætir við að auðvitað snúist þetta allt um fjármagn. Fjárfesting til framtíðar Steinunn segir að sértæk og einstaklingsmiðuð úrræði kosti vissulega verulega fjármuni en það sé þess virði fyrir samfélagið ef það skilar jákvæðum árangri til lengri tíma litið. „Mörg þessara barna flakka á milli úrræða sem kosta tugi milljóna króna á ári. En ef okkur tekst að hjálpa þeim að komast til fullorðinsára og eiga möguleika á að vera virkir þátttakendur í samfélaginu, í stað þess að þau séu háð úrræðum kerfisins allt lífið, þá borgar það sig margfalt. Þannig sinnum við líka hlutverki okkar sem samfélag; að koma börnunum okkar til manns.“Guðrún Björg Ágústsdóttir og Guðbjörg Erlingsdóttir hafa báðar áralanga reynslu í meðferðar- og ráðgjafarvinnu með börnum í fíkni- og hegðunarvanda.VÍSIR/GVA Fíkn er ekki óþægðRáðgjafar hjá Foreldrahúsi trúa því að hægt sé að bjarga öllum börnum sem eiga í fíknivanda en segja sérhæfða vímuefnameðferð vanta fyrir unglinga á Íslandi. Guðrún Björg Ágústsdóttir og Guðbjörg Erlingsdóttir vinna sem ráðgjafar í Foreldrahúsi. Þar taka þær á móti unglingum í vanda og foreldrum þeirra. Þær segja foreldra sem eiga barn með hegðunar- og vímuefnavanda mæta litlum skilningi í samfélaginu. Í raun og veru sé það eins og að vera með langveikt barn en skilningurinn og úrræðin láti á sér standa. Foreldrar fyllist skömm og sektarkennd enda telji margir unglingavandamál vera foreldravandamál. Fíknivandi barna spyr þó ekki um stöðu foreldra. „Það er skelfilegt að vera með 13 ára ungling sem er kominn í neyslu og foreldrar koma að öllu lokuðu. Það geta liðið margir mánuðir áður en barnið fær hjálp og neyslan getur stóraukist á þeim tíma,“ segir Guðrún.Vantar vímuefnameðferð Guðrún segir foreldra kvarta yfir því hve mikið þurfi að ganga á áður en barnið fái hjálp. Hún segir að foreldrar segi MST-meðferðina aðstoða þau en margir þeirra benda á að meðferðin geri lítið fyrir unglinga sem eru komnir í neyslu. Guðrún og Guðbjörg eru alveg samtaka þegar blaðamaður spyr hvaða úrræði vanti. „Sértæka vímuefnameðferð fyrir börn,“ segja þær. „Þau úrræði sem eru í boði miðast fyrst og fremst við hegðunarvanda en þetta eru börn sem eru háð fíkniefnum og þurfa aðstoð út úr því,“ segir Guðbjörg. Hún bætir við að stundum gleymist að börn verði alveg jafn háð fíkniefnum og fullorðnir. „Þetta breytir hugsun þeirra, breytir persónuleikanum. Þannig verða efnið og neyslan einstakt vandamál. Það þýðir ekki bara að skammast og segja þeim að hætta að vera óþekk, þau eru háð efnum. Í meðferð þarf að eiga við fíknina og hjálpa þeim að vera edrú eftir að meðferð lýkur.“ Guðrún bendir á að bæjarleyfi barna þegar þau eru á meðferðarheimilum sýni skilningsleysið á fíkninni. „Það fyrsta sem börnin gera þegar þau koma í bæinn, í gamla umhverfið og hitta gömlu félagana, er að dópa.“Hægt að bjarga öllum börnum Guðrún segir vanta skilning á unglingum á Íslandi. „Það er stundum eins og ekki sé gert ráð fyrir unglingum í okkar þjóðfélagi og sérstaklega ekki unglingunum sem eru á jaðrinum. Ef þeir hafa ekki gaman af íþróttum, eru ekki félagslega hæfir og taka ekki þátt í upplestrarkeppnum í skólanum þá er lítið fyrir þá að gera.“ Guðrún og Guðbjörg vilja sjá afþreyingu fyrir þann hóp barna sem ekki passar inn í kassann. „Það þarf að vekja áhuga þeirra á einhverju spennandi, einhverju sem þykir töff og sýnir þeim að hægt er að hafa gaman edrú,“ segir Guðbjörg. Þær eru báðar sammála um að hægt sé að bjarga öllum börnum, með réttum úrræðum, áhuga, fjármagni og þolinmæði. „Við höfum velt fyrir okkur umræðunni um tvígreind börn og svo virðist sem öll börn í dag séu komin með greiningu,“ segir Guðrún. „Við veltum fyrir okkur hvort kerfið sé farið að virka þannig að ef barn er ekki með greiningu þá fái það ekki aðstoð. En þessi hópur barna hefur að okkar mati alltaf verið til í samfélaginu og það þarf bara að byrja að hugsa út fyrir kassann og kerfið.“
Fréttaskýringar Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira