„Þetta er bara eins og maður bjóst við,“ segir Teitur Örlygsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Bandaríkjamaðurinn Matthew James Hairstonvar í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir olnbogaskot í leik gegn Skallagrími fyrir tíu dögum.
Hairston fékk aðeins óíþróttamannslega villu í leiknum en dómari leiksins viðurkenndi fyrir aganefnd að hefði hann haft annað sjónarhorn hefði brottrekstrarvilla orðið niðurstaðan.
„Ég hefði rekið hann út af þótt ég hefði séð þetta frá bílastæðinu. Þetta verðskuldaði það mikið leikbann,“ segir Teitur. Hann setur þó spurningarmerki við störf aganefndar sem virðist að einhverju leyti taka ákvarðanir sínar út frá geðþótta.
Athygli vakti á dögunum þegar Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Vals, gaf leikmanni Snæfells olnbogaskot. Ragna var ekki rekin af velli og kærði dómaranefnd atvikið til aganefndar. Um keimlík mál var að ræða en Ragna Margrét slapp með skrekkinn.
Teitur ítrekar að bann Hairston hafi verið verðskuldað.
„Viljum við ekki allir að rétt sé bara rétt?“ segir þjálfarinn. Hairston missir af næstu tveimur leikjum Stjörnunnar gegn Haukum og Grindavík.
„Ég hefði rekið hann út af þótt ég hefði séð þetta frá bílastæðinu“
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn


Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn


Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti


Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld
Enski boltinn

