Krimmar eða krakkar í Óskasteinum? Eva Guðrún Gunnbjörnsdóttir skrifar 3. febrúar 2014 11:00 Óskasteinar Leiklist: Óskasteinar á Nýja sviði Borgarleikhússins Höfundur og leikstjóri: Ragnar Bragason Leikmynd: Hálfdán Pedersen Búningar: Helga Rós V. Hannam Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Tónlist: Mugison Leikarar: Kristín Þóra Haraldsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Hanna María Karlsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Hallgrímur Ólafsson Óskasteinar er nýtt íslenskt leikverk eftir Ragnar Bragason. Eins og mörgum er kunnugt eru vinnuaðferðir Ragnars ekki hefðbundnar. Hann mótar handritið ásamt leikurunum og stór hluti efniviðarins verður til í spuna sem hann vinnur svo úr. Óskasteinar er annar hluti í þríleik um afkima íslensks samfélags. Í verkinu er skyggnst inn í hina svokölluðu undirheima. Um er að ræða fjölskyldu sem rænir banka en vitni verður á vegi þeirra á flóttanum sem misheppnast. Þau ákveða að fela sig á leikskóla í grenndinni og taka vitnið sem gísl. Á meðan þau bíða þess að ökumaðurinn (sem ók í burt með ránsfenginn) komi að sækja þau, skapast aðstæður sem sýna hugarástand persónanna. Má segja að ákveðinni dulúð eða hulu sé svipt af þessu „undirheimafólki“ og áhorfendur sjá kunnuglegan veruleika fólks í peningabasli. Blasir við fólk sem á bágt og kann ekki að taka ábyrgð á lífi sínu. Það rímar við leikmyndina sem er leikskóli, að þau eru frekar krakkar heldur en krimmar. Leikararnir eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína en þeir túlka stereótýpískar persónurnar vel. Nanna Kristín Magnúsdóttir fer á kostum sem Sísí og nær á kómískan hátt að gera fremur tóma persónuna áhugaverða. Sísí er fyrrverandi fitnessdrottning sem verður ekki fullorðin, getur ekki eignast börn og staðnar. Hún vill ekki vita í hvaða braski eiginmaðurinn er svo lengi sem hann sér fyrir henni. (Eins og fleiri?) Þröstur Leó Gunnarsson er í hlutverki fjölskylduföðurins sem er með allt niður um sig og reynir að firra sig ábyrgð. Umkomuleysi hans er sannfærandi. Hann segir konu sína sífellt vilja stinga höfðinu í steininn en velta má merkingu orðavalsins fyrir sér. Hanna María Karlsdóttir leikur Agnesi sem er tekin sem gísl. Hún speglar ranghugmyndir hinna persóna verksins og virkar heilög vegna þess eins að hún er heiðarleg. Agnes fer í hlutverk uppalanda og segir ógæfufólkinu að hér hafi ekkert hrun átt sér stað heldur aðeins skerðing á lúxus (sitt sýnist hverjum) og að ræna banka sé að ræna frá almenningi. Hugmyndir um ábyrgðarleysi og framtíðarkvíða eru ríkjandi í verkinu. Hin kasólétta Rakel er leikin af Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Hún fer vel með hlutverk stelpu sem hefur heldur betur þurft að mynda þykkan skráp. Oft voru tilsvör hennar hnyttin þegar hinar persónurnar voru dramatískar. Hallgrímur Ólafsson leikur Steinar, tæpan og óöruggan ungan fíkil sem fellir töffaragrímuna. Þá sést í fjötraðan dreng sem vill öllu fremur eiga eðlilegt líf enda augljóslega aldrei átt kost á því. Það má því segja að vel hafi tekist að sýna dýpt annars stereótýpískra persóna en þrátt fyrir það og góðan leik gat hegðun þeirra virkað fyrirsjáanleg. Öll umgjörð verksins var góð, leikmynd, búningar, tónlist og ekki síst leikgervi. Finna mátti fyrir áhrifum þar sem rannsókn á þrám mannsins og efnishyggjuhugmyndir voru í fyrirrúmi. Varpa má fram að verkið sé leit að sönnu eðli manneskjunnar sem best má skilja að sé sjálfsbjargarviðleitni.Niðurstaða: Óskasteinar er mjög fín leikhússkemmtun og góður samfélagsspegill. Umhugsunarverð sýning sem gefur áhorfendum tíma til þess að rýna í persónurnar. Gagnrýni Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leiklist: Óskasteinar á Nýja sviði Borgarleikhússins Höfundur og leikstjóri: Ragnar Bragason Leikmynd: Hálfdán Pedersen Búningar: Helga Rós V. Hannam Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Tónlist: Mugison Leikarar: Kristín Þóra Haraldsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Hanna María Karlsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Hallgrímur Ólafsson Óskasteinar er nýtt íslenskt leikverk eftir Ragnar Bragason. Eins og mörgum er kunnugt eru vinnuaðferðir Ragnars ekki hefðbundnar. Hann mótar handritið ásamt leikurunum og stór hluti efniviðarins verður til í spuna sem hann vinnur svo úr. Óskasteinar er annar hluti í þríleik um afkima íslensks samfélags. Í verkinu er skyggnst inn í hina svokölluðu undirheima. Um er að ræða fjölskyldu sem rænir banka en vitni verður á vegi þeirra á flóttanum sem misheppnast. Þau ákveða að fela sig á leikskóla í grenndinni og taka vitnið sem gísl. Á meðan þau bíða þess að ökumaðurinn (sem ók í burt með ránsfenginn) komi að sækja þau, skapast aðstæður sem sýna hugarástand persónanna. Má segja að ákveðinni dulúð eða hulu sé svipt af þessu „undirheimafólki“ og áhorfendur sjá kunnuglegan veruleika fólks í peningabasli. Blasir við fólk sem á bágt og kann ekki að taka ábyrgð á lífi sínu. Það rímar við leikmyndina sem er leikskóli, að þau eru frekar krakkar heldur en krimmar. Leikararnir eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína en þeir túlka stereótýpískar persónurnar vel. Nanna Kristín Magnúsdóttir fer á kostum sem Sísí og nær á kómískan hátt að gera fremur tóma persónuna áhugaverða. Sísí er fyrrverandi fitnessdrottning sem verður ekki fullorðin, getur ekki eignast börn og staðnar. Hún vill ekki vita í hvaða braski eiginmaðurinn er svo lengi sem hann sér fyrir henni. (Eins og fleiri?) Þröstur Leó Gunnarsson er í hlutverki fjölskylduföðurins sem er með allt niður um sig og reynir að firra sig ábyrgð. Umkomuleysi hans er sannfærandi. Hann segir konu sína sífellt vilja stinga höfðinu í steininn en velta má merkingu orðavalsins fyrir sér. Hanna María Karlsdóttir leikur Agnesi sem er tekin sem gísl. Hún speglar ranghugmyndir hinna persóna verksins og virkar heilög vegna þess eins að hún er heiðarleg. Agnes fer í hlutverk uppalanda og segir ógæfufólkinu að hér hafi ekkert hrun átt sér stað heldur aðeins skerðing á lúxus (sitt sýnist hverjum) og að ræna banka sé að ræna frá almenningi. Hugmyndir um ábyrgðarleysi og framtíðarkvíða eru ríkjandi í verkinu. Hin kasólétta Rakel er leikin af Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Hún fer vel með hlutverk stelpu sem hefur heldur betur þurft að mynda þykkan skráp. Oft voru tilsvör hennar hnyttin þegar hinar persónurnar voru dramatískar. Hallgrímur Ólafsson leikur Steinar, tæpan og óöruggan ungan fíkil sem fellir töffaragrímuna. Þá sést í fjötraðan dreng sem vill öllu fremur eiga eðlilegt líf enda augljóslega aldrei átt kost á því. Það má því segja að vel hafi tekist að sýna dýpt annars stereótýpískra persóna en þrátt fyrir það og góðan leik gat hegðun þeirra virkað fyrirsjáanleg. Öll umgjörð verksins var góð, leikmynd, búningar, tónlist og ekki síst leikgervi. Finna mátti fyrir áhrifum þar sem rannsókn á þrám mannsins og efnishyggjuhugmyndir voru í fyrirrúmi. Varpa má fram að verkið sé leit að sönnu eðli manneskjunnar sem best má skilja að sé sjálfsbjargarviðleitni.Niðurstaða: Óskasteinar er mjög fín leikhússkemmtun og góður samfélagsspegill. Umhugsunarverð sýning sem gefur áhorfendum tíma til þess að rýna í persónurnar.
Gagnrýni Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira