Eiga að leggja siðferðismat á grunnskólanemendur Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 22. janúar 2014 06:30 Kennarar eiga að meta ýmsa þætti í fari tíundu bekkinga áður en þeir útskrifa nemendurna. Fréttablaðið/Daníel Samkvæmt nýrri aðalnámsskrá grunnskóla, sem kemur til framkvæmda á næsta ári, á við útskrift úr 10. bekk að gefa nemendum einkunnir meðal annars fyrir persónulega þætti og siðferðileg viðhorf.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í síðustu viku að ekki kæmi til greina að gefa umsögn um sambærilega þætti á prófskírteini um framhaldsskólapróf. „Að mínu mati er það hvorki á færi skólastjórnenda né kennara að leggja dóm á persónuleika nemenda,“ segir Hilmar Hilmarsson, skólastjóri Réttarholtsskóla. Meðal þess sem á að gefa einkunn á bilinu A til D er hvort nemandi geti „nýtt hæfni sína til að vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi“, hvort fólk hafi „skýra sjálfsmynd“ og hvort nemandinn geti „verið meðvitaður um siðferðislegt gildi ábyrgrar netnotkunar og tekið ábyrgð á eigin samskiptum á neti og netmiðlum“.Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, og Hilmar skólastjóri segja að það geti orðið þrautin þyngri fyrir kennara að gefa sameiginlegt mat um þessa þætti. Hver kennari hafi sitt siðferðismat sem geti verið allt annað en kennarans við hliðina á honum. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í Fréttablaðinu á laugardag að á meðan hann væri menntamálaráðherra yrði „aldrei tekið upp þannig kerfi að skólastjórnendum verði lagt það á herðar að leggja siðferðilegt mat á nemendur“. Ekki náðist í ráðherra við vinnslu þessarar fréttar. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Samkvæmt nýrri aðalnámsskrá grunnskóla, sem kemur til framkvæmda á næsta ári, á við útskrift úr 10. bekk að gefa nemendum einkunnir meðal annars fyrir persónulega þætti og siðferðileg viðhorf.Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í síðustu viku að ekki kæmi til greina að gefa umsögn um sambærilega þætti á prófskírteini um framhaldsskólapróf. „Að mínu mati er það hvorki á færi skólastjórnenda né kennara að leggja dóm á persónuleika nemenda,“ segir Hilmar Hilmarsson, skólastjóri Réttarholtsskóla. Meðal þess sem á að gefa einkunn á bilinu A til D er hvort nemandi geti „nýtt hæfni sína til að vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi“, hvort fólk hafi „skýra sjálfsmynd“ og hvort nemandinn geti „verið meðvitaður um siðferðislegt gildi ábyrgrar netnotkunar og tekið ábyrgð á eigin samskiptum á neti og netmiðlum“.Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, og Hilmar skólastjóri segja að það geti orðið þrautin þyngri fyrir kennara að gefa sameiginlegt mat um þessa þætti. Hver kennari hafi sitt siðferðismat sem geti verið allt annað en kennarans við hliðina á honum. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í Fréttablaðinu á laugardag að á meðan hann væri menntamálaráðherra yrði „aldrei tekið upp þannig kerfi að skólastjórnendum verði lagt það á herðar að leggja siðferðilegt mat á nemendur“. Ekki náðist í ráðherra við vinnslu þessarar fréttar.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira