Aníta fær alvöru keppni í Laugardalnum á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2014 06:00 Aníta Hinriksdóttir keppti á Meistaramóti 15 til 22 ára í Laugardalshöllinni og hér er hún í 200 metra hlaupi. Vísir/Vilhelm Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir hefur verið í algjörum sérflokki í sinni aðalgrein á mótum sínum á Íslandi undanfarið og oftast hlaupið keppnislaust í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Það breytist á morgun þegar Aníta fær alvöru keppni í 800 metra hlaupinu í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna, RIG. Samkeppnin verður vissulega mikil í 800 metra hlaupi kvenna en annar erlendu keppendanna, Rose-Anne Galligan sem er 26 ára Íri, á betri tíma en Aníta í greininni innanhúss. Aline Krebs frá Þýskalandi verður einnig með en bæði Galligan og Aníta eiga betri tíma en sú þýska. Galligan bætti 19 ára gamalt írskt met í 800 metrunum á Demantamóti í London síðastliðið sumar þegar hún kom í mark á tímanum 2:00,58 mínútum. Besti tími hennar innanhúss er hins vegar 2:02,84 mínútur. Íslandsmet Anítu utanhúss er 2:00,49 mínútur en met hennar innanhúss er 2:03,27 mínútur.Vísir/VilhelmAníta er ekki sú eina sem fær erlenda samkeppni á þessu móti. Hafdís Sigurðardóttir, Íslandsmethafinn í langstökki (6,36 metrar), reynir sig á móti Sosthene Taroum Moguenera, 24 ára langstökkvara frá Þýskalandi, en Moguenera á best 7,04 metra frá því á síðasta ári. Hafdís fær einnig hörkukeppni frá Bretanum Amy Harris, bæði í langstökki og í 60 metra hlaupi.Kolbeinn Höður Gunnarsson, spretthlauparinn efnilegi úr UFA, fær að spreyta sig í 60 metra hlaupi á móti Mark Lewis-Francis sem var meðlimur í bresku 4x100 m boðhlaupssveitinni sem vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. FH-ingurinn Kristinn Torfason fær verðuga keppni í langstökki karla en hann mætir þá Dananum Morten Jensen og Bretanum Daniel Gardiner. Jensen á best 8,25 metra frá árinu 2005 og fékk bronsverðlaun á EM innanhúss árið 2011. Daniel Gardiner keppir líka í 60 metra hlaupinu. Frjálsíþróttakeppni RIG fer fram milli 13.00 og 15.30 á morgun en hápunkturinn er án efa 800 metra hlaupið hennar Anítu sem hefst klukkan 14.15. Þar fær efnilegasta íþróttakona Íslands vonandi mikla hvatningu í baráttunni við sterka erlenda keppendur. Frjálsar íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Íslenska hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir hefur verið í algjörum sérflokki í sinni aðalgrein á mótum sínum á Íslandi undanfarið og oftast hlaupið keppnislaust í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Það breytist á morgun þegar Aníta fær alvöru keppni í 800 metra hlaupinu í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna, RIG. Samkeppnin verður vissulega mikil í 800 metra hlaupi kvenna en annar erlendu keppendanna, Rose-Anne Galligan sem er 26 ára Íri, á betri tíma en Aníta í greininni innanhúss. Aline Krebs frá Þýskalandi verður einnig með en bæði Galligan og Aníta eiga betri tíma en sú þýska. Galligan bætti 19 ára gamalt írskt met í 800 metrunum á Demantamóti í London síðastliðið sumar þegar hún kom í mark á tímanum 2:00,58 mínútum. Besti tími hennar innanhúss er hins vegar 2:02,84 mínútur. Íslandsmet Anítu utanhúss er 2:00,49 mínútur en met hennar innanhúss er 2:03,27 mínútur.Vísir/VilhelmAníta er ekki sú eina sem fær erlenda samkeppni á þessu móti. Hafdís Sigurðardóttir, Íslandsmethafinn í langstökki (6,36 metrar), reynir sig á móti Sosthene Taroum Moguenera, 24 ára langstökkvara frá Þýskalandi, en Moguenera á best 7,04 metra frá því á síðasta ári. Hafdís fær einnig hörkukeppni frá Bretanum Amy Harris, bæði í langstökki og í 60 metra hlaupi.Kolbeinn Höður Gunnarsson, spretthlauparinn efnilegi úr UFA, fær að spreyta sig í 60 metra hlaupi á móti Mark Lewis-Francis sem var meðlimur í bresku 4x100 m boðhlaupssveitinni sem vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. FH-ingurinn Kristinn Torfason fær verðuga keppni í langstökki karla en hann mætir þá Dananum Morten Jensen og Bretanum Daniel Gardiner. Jensen á best 8,25 metra frá árinu 2005 og fékk bronsverðlaun á EM innanhúss árið 2011. Daniel Gardiner keppir líka í 60 metra hlaupinu. Frjálsíþróttakeppni RIG fer fram milli 13.00 og 15.30 á morgun en hápunkturinn er án efa 800 metra hlaupið hennar Anítu sem hefst klukkan 14.15. Þar fær efnilegasta íþróttakona Íslands vonandi mikla hvatningu í baráttunni við sterka erlenda keppendur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Í beinni: Sociedad - Barcelona | Orri Steinn á bekknum er toppliðið kemur í heimsókn Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti