Að stilla saman strengi Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. janúar 2014 07:00 Leiðtogarnir okkar, sem öll eru áreiðanlega prýðisfólk með mikla hæfileika, mættu í Kryddsíldina á Stöð2 á gamlársdag til að vera uppbyggileg og skemmtileg. Sumum tókst það, en öðrum alls ekki. Eflaust sýnist sitt hverjum í þeim efnum. En ég held að við getum verið sammála um að stundum tók karpið yfirhöndina þó að inn á milli kæmu góðir sprettir. Þarna endurspeglaðist það sem Jón Gnarr orðaði svo snilldarlega þegar hann sagði að fólk kæmist ekki úr sporunum í leshringjum ef alltaf væri einblínt á stafsetningarvillurnar í textanum. Prúðbúnir leiðtogarnir eyddu of miklu púðri í að finna snögga bletti hver á öðrum. Ég gleðst þess vegna yfir því að æ oftar, til dæmis nú þegar rætt er um nýjan útvarpsstjóra, er horft til fólks sem hefur unnið við listir og menningu. Listalífið er með miklum blóma á Íslandi - er raunar það fyrsta sem útlendu fólki dettur í hug þegar minnst er á mannlífið á þessari fámennu eyju. Við þurfum að yfirfæra aðferðir listafólksins á önnur svið. Jóni Gnarr hefur sannað að ýmislegt er mögulegt í þeim efnum. Það má ábyggilega sanna margt á Ríkisútvarpinu líka ef stjórnendurnir snúa sér að því sem mestu skiptir og einbeita sér að gæðum en ekki magni. Við höfum líka gert góða hluti í hópíþróttum. Í Kryddsíldinni var Lars Lagerback fótboltaþjálfari valinn maður ársins. Það var fínt því hann gerði einmitt það sem gera þarf. Hann lýsti því sjálfur eitthvað á þá leið að hér væri ótrúlega mikið af frambærilegum fótboltaköppum og raunar hefði hann lítið þurft að að gera annað en að stilla saman strengi. Það er verkefni dagsins, að stilla saman strengi. Allt um kring er hæfileikafólk, sem þarf að læra af þeim Jóni og Lars. Hætta að mæna á stafsetningarvillur og róa í sömu átt. Kannski gætu Jón og Lars tekið að sér að þjálfa landsstjórnina? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun
Leiðtogarnir okkar, sem öll eru áreiðanlega prýðisfólk með mikla hæfileika, mættu í Kryddsíldina á Stöð2 á gamlársdag til að vera uppbyggileg og skemmtileg. Sumum tókst það, en öðrum alls ekki. Eflaust sýnist sitt hverjum í þeim efnum. En ég held að við getum verið sammála um að stundum tók karpið yfirhöndina þó að inn á milli kæmu góðir sprettir. Þarna endurspeglaðist það sem Jón Gnarr orðaði svo snilldarlega þegar hann sagði að fólk kæmist ekki úr sporunum í leshringjum ef alltaf væri einblínt á stafsetningarvillurnar í textanum. Prúðbúnir leiðtogarnir eyddu of miklu púðri í að finna snögga bletti hver á öðrum. Ég gleðst þess vegna yfir því að æ oftar, til dæmis nú þegar rætt er um nýjan útvarpsstjóra, er horft til fólks sem hefur unnið við listir og menningu. Listalífið er með miklum blóma á Íslandi - er raunar það fyrsta sem útlendu fólki dettur í hug þegar minnst er á mannlífið á þessari fámennu eyju. Við þurfum að yfirfæra aðferðir listafólksins á önnur svið. Jóni Gnarr hefur sannað að ýmislegt er mögulegt í þeim efnum. Það má ábyggilega sanna margt á Ríkisútvarpinu líka ef stjórnendurnir snúa sér að því sem mestu skiptir og einbeita sér að gæðum en ekki magni. Við höfum líka gert góða hluti í hópíþróttum. Í Kryddsíldinni var Lars Lagerback fótboltaþjálfari valinn maður ársins. Það var fínt því hann gerði einmitt það sem gera þarf. Hann lýsti því sjálfur eitthvað á þá leið að hér væri ótrúlega mikið af frambærilegum fótboltaköppum og raunar hefði hann lítið þurft að að gera annað en að stilla saman strengi. Það er verkefni dagsins, að stilla saman strengi. Allt um kring er hæfileikafólk, sem þarf að læra af þeim Jóni og Lars. Hætta að mæna á stafsetningarvillur og róa í sömu átt. Kannski gætu Jón og Lars tekið að sér að þjálfa landsstjórnina?
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun