Bjúgur Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 2. janúar 2014 00:00 Ég fékk geggjaðan kroppaskrúbb fra IAM og svo Moringa duftpoka sem tekur líkamann í vatnslosunarferli og allsherjar hreinsun eftir saltneyslu og konfektát, annars verður maður bara eins og gúbbífiskur í framan af bjúg um áramótin og það er ekki að gera sig.” Ofangreint er tilvitnun í sálfræðing og athafnakonu sem birtist á dv.is 26. desember síðastliðinn og ég tel lýsandi fyrir það hvað margir eru að hugsa þessa dagana, en það er bjúgur, sem er samkvæmt orðabókarskilgreiningu „kvapbólga, lopi, það að vökvi safnist í vefi eða holrúm líkamans.” Bjúgur! Einhvern veginn tókst mér að lifa fyrstu 27 ár ævi minnar án þess að heyra mikið á þetta orð minnst. Það getur verið að ég hafi heyrt það endrum og eins en þá mest í læknisfræðilegu samhengi - í tengslum við sjúkdóma eða alvarleg vandamál. En síðustu fimm ár eða svo hefur bjúgurinn farið sigurför. Það eru allir að tala um þennan bjúg. Vinur minn sagði nýlega við mig að hann hefði náð góðum árangri í ræktinni, misst rúm tíu kíló „en helmingurinn af því var náttúrulega bjúgur”. Hvað er að? Er það bara orðinn sjálfsagður hlutur að bólgna upp vegna ofneyslu á salti? Ég ljái máls á þessu vegna þess að í sögulegu samhengi hefur bjúgur lengi verið vandamál, en ekki vegna ofneyslu eins og nú heldur vegna skorts. Skyrbjúgur er þekktastur en það er ógurleg bólga í tannholdi sem kemur til af vítamínskorti. Við þekkjum líka kviðbólguna acites, þegar maginn í hungurmorða fólki bólgnar út. Við þekkjum þetta vandamál vegna þess að átakanlegar myndir af afrískum börnum með leið augu og þaninn maga eru meitlaðar inn í huga okkar að eilífu. Já. Ég vil að við fáum smá vestrænt samviskubit í hvert skipti sem við kvörtum undan bjúg. Ef bjúgurinn er ekki af völdum alvarlegra sjúkdóma heldur aðeins ofáts þá skulum við bara hætta að tala um hann. Auk þess er ekkert að því að vera eins og gúbbífiskur í framan, það er bara sætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun
Ég fékk geggjaðan kroppaskrúbb fra IAM og svo Moringa duftpoka sem tekur líkamann í vatnslosunarferli og allsherjar hreinsun eftir saltneyslu og konfektát, annars verður maður bara eins og gúbbífiskur í framan af bjúg um áramótin og það er ekki að gera sig.” Ofangreint er tilvitnun í sálfræðing og athafnakonu sem birtist á dv.is 26. desember síðastliðinn og ég tel lýsandi fyrir það hvað margir eru að hugsa þessa dagana, en það er bjúgur, sem er samkvæmt orðabókarskilgreiningu „kvapbólga, lopi, það að vökvi safnist í vefi eða holrúm líkamans.” Bjúgur! Einhvern veginn tókst mér að lifa fyrstu 27 ár ævi minnar án þess að heyra mikið á þetta orð minnst. Það getur verið að ég hafi heyrt það endrum og eins en þá mest í læknisfræðilegu samhengi - í tengslum við sjúkdóma eða alvarleg vandamál. En síðustu fimm ár eða svo hefur bjúgurinn farið sigurför. Það eru allir að tala um þennan bjúg. Vinur minn sagði nýlega við mig að hann hefði náð góðum árangri í ræktinni, misst rúm tíu kíló „en helmingurinn af því var náttúrulega bjúgur”. Hvað er að? Er það bara orðinn sjálfsagður hlutur að bólgna upp vegna ofneyslu á salti? Ég ljái máls á þessu vegna þess að í sögulegu samhengi hefur bjúgur lengi verið vandamál, en ekki vegna ofneyslu eins og nú heldur vegna skorts. Skyrbjúgur er þekktastur en það er ógurleg bólga í tannholdi sem kemur til af vítamínskorti. Við þekkjum líka kviðbólguna acites, þegar maginn í hungurmorða fólki bólgnar út. Við þekkjum þetta vandamál vegna þess að átakanlegar myndir af afrískum börnum með leið augu og þaninn maga eru meitlaðar inn í huga okkar að eilífu. Já. Ég vil að við fáum smá vestrænt samviskubit í hvert skipti sem við kvörtum undan bjúg. Ef bjúgurinn er ekki af völdum alvarlegra sjúkdóma heldur aðeins ofáts þá skulum við bara hætta að tala um hann. Auk þess er ekkert að því að vera eins og gúbbífiskur í framan, það er bara sætt.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun