Þrauthugsaður og spennandi fantasíuheimur Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. janúar 2014 13:00 Draumsverð - Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson Bækur: Draumsverð Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson Vaka-Helgafell Draumsverð er önnur bókin í Þriggja heima sögu þeirra Kjartans Yngva Björnssonar og Snæbjörns Brynjarssonar og er atburðarásin í beinu framhaldi af Hrafnsauga sem út kom í fyrra við mikla hrifningu. Greinilega er gert ráð fyrir því að lesendur hafi lesið fyrri bókina og þekki söguna út og inn sem er dálítið stór galli fyrir óinnvígða sem ekki hafa lesið fyrri bókina. Smátt og smátt raðast myndin þó saman og eftir svo sem hundrað síður er lesandinn orðinn nokkuð vel áttaður á því um hvað plottið snýst. Þau félagarnir Ragnar, Breki og Sirja eru enn á ferð í fylgd Norðlendingsins Nanúks í leit að vitringnum Medíasi og leiðum til að loka innsiglinu sem hefur opnast og þannig hleypt hinum ýmsu skuggaverum á kreik í mannheimum. Eins og við er að búast í fantasíu bíður þeirra á ferðalaginu hver mannraunin á fætur annarri og hætturnar leynast í hverju spori. Liggur við að ofurraunsæjum lesanda þyki nóg um hinar eilífu ógöngur sem þau lenda í, en auðvitað þarf sífellt að vera að takast á við hin myrku öfl í sögum sem snúast um baráttu góðs og ills og dyggir fantasíuaðdáendur fagna eflaust hugkvæmni þeirra félaga Kjartans Yngva og Snæbjörns, en á henni er enginn skortur. Inn í söguna af ferðalagi fjórmenninganna fléttast frásögn af leit tunglvarðliða að nornum og galdrahyski, morð á háttsettum embættismanni sem lesið hefur óæskilegar bækur og saga tunglvarðliðans Adastreu sem rannsakar það morð. Lengi framan af er reyndar óljóst hvernig sú saga tengist baráttu fjórmenninganna en það skýrist að sjálfsögðu á endanum. Draumsverð er mikill doðrantur, 555 blaðsíður að lengd, og ekki örgrannt um að sú hugsun læðist að lesanda að vel hefði mátt skera og þjappa og hvessa þannig söguna. Hún verður þó aldrei langdregin og persónur þeirra Ragnars, Breka og Sirju eru vel mótaðar og trúverðugar, hugsanir þeirra og tilfinningar unglingslegar og ekta og ætti að vera auðvelt fyrir lesendur á þeim aldri sem sagan er stíluð á að samsama sig þeim og lifa sig inn í ævintýri þeirra. Sagan flæðir ágætlega og áreynslulaust og textinn er læsilegur og lipur. Heimurinn sem þeir Kjartan Yngvi og Snæbjörn hafa skapað er þrauthugsaður og sannferðugur innan síns ramma og þrátt fyrir augljósar fyrirmyndir héðan og þaðan úr heimi fantasía, þjóðsagna og goðafræði er hann einstakur og spennandi. Í heild er Draumsverð hin besta skemmtun og einkar ánægjulegt að íslenskir fantasíuaðdáendur hafi nú fengið rammíslenskan fantasíuheim að ganga inn í.Niðurstaða: Kröftugt og spennandi framhald Hrafnsauga. Fantasía með breiðri vísun, sannferðugum persónum og góðri sögu. Gagnrýni Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur: Draumsverð Kjartan Yngvi Björnsson og Snæbjörn Brynjarsson Vaka-Helgafell Draumsverð er önnur bókin í Þriggja heima sögu þeirra Kjartans Yngva Björnssonar og Snæbjörns Brynjarssonar og er atburðarásin í beinu framhaldi af Hrafnsauga sem út kom í fyrra við mikla hrifningu. Greinilega er gert ráð fyrir því að lesendur hafi lesið fyrri bókina og þekki söguna út og inn sem er dálítið stór galli fyrir óinnvígða sem ekki hafa lesið fyrri bókina. Smátt og smátt raðast myndin þó saman og eftir svo sem hundrað síður er lesandinn orðinn nokkuð vel áttaður á því um hvað plottið snýst. Þau félagarnir Ragnar, Breki og Sirja eru enn á ferð í fylgd Norðlendingsins Nanúks í leit að vitringnum Medíasi og leiðum til að loka innsiglinu sem hefur opnast og þannig hleypt hinum ýmsu skuggaverum á kreik í mannheimum. Eins og við er að búast í fantasíu bíður þeirra á ferðalaginu hver mannraunin á fætur annarri og hætturnar leynast í hverju spori. Liggur við að ofurraunsæjum lesanda þyki nóg um hinar eilífu ógöngur sem þau lenda í, en auðvitað þarf sífellt að vera að takast á við hin myrku öfl í sögum sem snúast um baráttu góðs og ills og dyggir fantasíuaðdáendur fagna eflaust hugkvæmni þeirra félaga Kjartans Yngva og Snæbjörns, en á henni er enginn skortur. Inn í söguna af ferðalagi fjórmenninganna fléttast frásögn af leit tunglvarðliða að nornum og galdrahyski, morð á háttsettum embættismanni sem lesið hefur óæskilegar bækur og saga tunglvarðliðans Adastreu sem rannsakar það morð. Lengi framan af er reyndar óljóst hvernig sú saga tengist baráttu fjórmenninganna en það skýrist að sjálfsögðu á endanum. Draumsverð er mikill doðrantur, 555 blaðsíður að lengd, og ekki örgrannt um að sú hugsun læðist að lesanda að vel hefði mátt skera og þjappa og hvessa þannig söguna. Hún verður þó aldrei langdregin og persónur þeirra Ragnars, Breka og Sirju eru vel mótaðar og trúverðugar, hugsanir þeirra og tilfinningar unglingslegar og ekta og ætti að vera auðvelt fyrir lesendur á þeim aldri sem sagan er stíluð á að samsama sig þeim og lifa sig inn í ævintýri þeirra. Sagan flæðir ágætlega og áreynslulaust og textinn er læsilegur og lipur. Heimurinn sem þeir Kjartan Yngvi og Snæbjörn hafa skapað er þrauthugsaður og sannferðugur innan síns ramma og þrátt fyrir augljósar fyrirmyndir héðan og þaðan úr heimi fantasía, þjóðsagna og goðafræði er hann einstakur og spennandi. Í heild er Draumsverð hin besta skemmtun og einkar ánægjulegt að íslenskir fantasíuaðdáendur hafi nú fengið rammíslenskan fantasíuheim að ganga inn í.Niðurstaða: Kröftugt og spennandi framhald Hrafnsauga. Fantasía með breiðri vísun, sannferðugum persónum og góðri sögu.
Gagnrýni Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira