Efnilegasti kylfingur landsins, Gísli Sveinbergsson, endaði í 14.-16. sæti á Orange Bowl-mótinu sem fram fór í Miami.
Um er að ræða mjög sterkt áhugamannamót fyrir 18 ára og yngri. Gísli lauk leik á tveimur höggum yfir pari.
Á þetta mót er boðið 50 kylfingum og flestir þeirra eru meistarar í sínu landi.
Gísli spilaði á 74 höggum í dag eða þrem yfir pari. Það var hans slakasti hringur á mótinu en hann var í 4.-6. sæti fyrir lokahringinn.
