Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun: Situr þrjá mánuði inni vegna seinagangs við rannsókn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2014 11:28 Ákærði bar því við að hann hefði vaknað í rúminu við að konan var að kyssa hann. Hann hafi kysst á móti og svo hafi eitt leitt af öðru. Vísir/Rósa Fjölskipaður Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á dögunum 21 árs gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. 21 mánuður af 24 er skilorðsbundinn sem skýrist að mestu vegna þess hve langan tíma lögreglurannsókn málsins tók. Nauðgunin átti sér stað á heimili konunnar í apríl 2012. Maðurinn og konan voru saman að skemmta sér ásamt fleirum umrætt kvöld. Voru þau bæði mjög ölvuð. Sofnaði hún ölvunarsvefni á salerni skemmtistaðar seint um nóttina og var fylgt heim til sín í kjölfarið. Sváfu ákærði og konan í sama rúmi og er óumdeilt að samfarir hafi átt sér stað. Konan bar því við að hafa farið að sofa í rúminu, kappklædd, og tekið eftir því að ákærði lá þar fyrir. Taldi hún hann sömuleiðis sofandi. Hún hafi svo vaknað við það í örskamma stund að maðurinn „hafi verið byrjaður að ríða henni“. Hún hafi verið í miklu sjokki og ekki náð að segja neitt. Svo telji hún að hún hafi „dáið aftur“. Næst hafi hún vaknað við það að vinkona hennar reyndi að komast inn í herbergið en ákærði hafi haldið aftur hurðinni á meðan hann klæddi sig í föt. Ákærði bar því við að hann hefði vaknað í rúminu við að konan var að kyssa hann. Hann hafi kysst á móti og svo hafi eitt leitt af öðru. Hann hafi gert sér grein fyrir að konan var ofurölvi en talid hana samt vera vakandi. Hann hafi svo hætt samförum við konuna eftir líklega um tíu mínútur þegar hann hafi áttað sig á því að líklega væri konan of full.Konan ekki í ástandi til að taka þátt í kynmökum Vitni sem kom fyrir dóminn sagðist hafa þurft að slá konuna utanundir til að vekja hana. Hún hafi verið rænulaus og óttaðist hún að konan andaði ekki. Viðbrögð vitnisins við aðstæðum eftir að ákærði yfirgaf svefnherbergið styrkja er sögð styrkja frásögn konunnar. Í dómnum kemur fram að hafi sé yfir skynsamlegan vafa að konan hafi ekki verið í ástandi til að taka þátt í kynmökum með ákærða. Sömuleiðis hafi ákærða verið það ljóst. Þá var litið til þess að konan sagði frá því án tafar, þegar hún vaknaði, að haft hefði verið við hana samfarir án samþykkis og hún hafi tafarlaust leitað aðstoðar á Neyðarmóttöku. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi þar af 21 mánuð skilorðsbundinn. Var litið til ungs aldurs ákærða auk þess hve langur tími leið frá því konan kærði manninn og þar til ákæra var gefin út. Lögreglan hætti rannsókn málsins í maí 2013 en ljóst þótti að ekkert hafði verið unnið í rannsókn málsins í heilt ár eða frá maí 2012 til maí 2013. Ríkissaksóknari felldi ákvörðun lögreglu að hætta rannsókn úr gildi í júlí 2013 og var gefin út ákæra í mars 2014. Dómurinn féllst ekki á skýringar lögreglu að rannsókn hefði gengið svo hægt vegna anna. Alvarleiki málsins væri of mikið. Maðurinn þarf að greiða 800 þúsund krónur til konunnar í miskabætur en hún fór fram á tvær milljónir í bætur.Dóminn í heild sinni má lesa hér. Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Fjölskipaður Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á dögunum 21 árs gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. 21 mánuður af 24 er skilorðsbundinn sem skýrist að mestu vegna þess hve langan tíma lögreglurannsókn málsins tók. Nauðgunin átti sér stað á heimili konunnar í apríl 2012. Maðurinn og konan voru saman að skemmta sér ásamt fleirum umrætt kvöld. Voru þau bæði mjög ölvuð. Sofnaði hún ölvunarsvefni á salerni skemmtistaðar seint um nóttina og var fylgt heim til sín í kjölfarið. Sváfu ákærði og konan í sama rúmi og er óumdeilt að samfarir hafi átt sér stað. Konan bar því við að hafa farið að sofa í rúminu, kappklædd, og tekið eftir því að ákærði lá þar fyrir. Taldi hún hann sömuleiðis sofandi. Hún hafi svo vaknað við það í örskamma stund að maðurinn „hafi verið byrjaður að ríða henni“. Hún hafi verið í miklu sjokki og ekki náð að segja neitt. Svo telji hún að hún hafi „dáið aftur“. Næst hafi hún vaknað við það að vinkona hennar reyndi að komast inn í herbergið en ákærði hafi haldið aftur hurðinni á meðan hann klæddi sig í föt. Ákærði bar því við að hann hefði vaknað í rúminu við að konan var að kyssa hann. Hann hafi kysst á móti og svo hafi eitt leitt af öðru. Hann hafi gert sér grein fyrir að konan var ofurölvi en talid hana samt vera vakandi. Hann hafi svo hætt samförum við konuna eftir líklega um tíu mínútur þegar hann hafi áttað sig á því að líklega væri konan of full.Konan ekki í ástandi til að taka þátt í kynmökum Vitni sem kom fyrir dóminn sagðist hafa þurft að slá konuna utanundir til að vekja hana. Hún hafi verið rænulaus og óttaðist hún að konan andaði ekki. Viðbrögð vitnisins við aðstæðum eftir að ákærði yfirgaf svefnherbergið styrkja er sögð styrkja frásögn konunnar. Í dómnum kemur fram að hafi sé yfir skynsamlegan vafa að konan hafi ekki verið í ástandi til að taka þátt í kynmökum með ákærða. Sömuleiðis hafi ákærða verið það ljóst. Þá var litið til þess að konan sagði frá því án tafar, þegar hún vaknaði, að haft hefði verið við hana samfarir án samþykkis og hún hafi tafarlaust leitað aðstoðar á Neyðarmóttöku. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi þar af 21 mánuð skilorðsbundinn. Var litið til ungs aldurs ákærða auk þess hve langur tími leið frá því konan kærði manninn og þar til ákæra var gefin út. Lögreglan hætti rannsókn málsins í maí 2013 en ljóst þótti að ekkert hafði verið unnið í rannsókn málsins í heilt ár eða frá maí 2012 til maí 2013. Ríkissaksóknari felldi ákvörðun lögreglu að hætta rannsókn úr gildi í júlí 2013 og var gefin út ákæra í mars 2014. Dómurinn féllst ekki á skýringar lögreglu að rannsókn hefði gengið svo hægt vegna anna. Alvarleiki málsins væri of mikið. Maðurinn þarf að greiða 800 þúsund krónur til konunnar í miskabætur en hún fór fram á tvær milljónir í bætur.Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira