Volvo ætlar að selja á netinu Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2014 14:17 Volvo XC90. Volvo telst á meðal lúxusbílaframleiðenda heimsins en er á meðal þeirra minni, sérstaklega í samaburði við þýsku framleiðendurna BMW, Audi og Mercedes Benz. Því þarf Volvo að finna nýjar leiðir til að keppa á jafnréttisgrundvelli við þá stóru sem hafa mun meira fé milli handanna til þróunar bíla sinna og markaðssetningar þeirra. Eitt af því sem Volvo hyggst brydda uppá í samkeppninni er að selja bíla sína á netinu og losna með því við milliliði sem hækka verð bíla þeirra. Volvo vill meina að margir af kaupendum Volvo bíla séu einmitt tilbúnir til að kaupa bíla gengum netið og þurfi enga aðstoð frá bílaumboðum. Þetta hefur Tesla gert til nokkurs tíma með ágætum árangri þó svo bílasölur í Bandaríkjunum hafi farið í heilmikla herferð gegn Tesla vegna þessa. BMW, Audi og Mercedes Benz hafa að undanförnu sett upp eigin glæsilega sýningarsali í stærstu borgum heimsins þar sem viðskiptavinir geta séð framleiðslu þýsku framleiðendanna í tölvugerðu umhverfi, án þess að bílar þeirra séu í sölunum. Volvo hefur ekki trú á þessari aðferð og telur að netið fullnægi þörfum kaupenda og svari öllum þeirra spurningum og ætlaðri upplifun. Volvo segir að 80% kaupenda séu hvort sem er daglegir kaupendur á vörum á netinu og þar liggi sannarlega framtíðin í sölu á bílum. Volvo ætlar líka að draga verulega úr þátttöku fyrirtækisins á stóru bílasýningunum og ætlar aðeins að taka þátt í 3 þeirra á næsta ári, bílasýningunni í Genf, Detroit og Shanghai eða í Peking. „Við ætlum að fara ótroðnar slóðir í þessu, rétt eins og við framleiðslu bíla okkar“, segir einn forsvarsmanna Volvo. Það stefnir í 465.000 bíla sölu hjá Volvo í ár og árið 2020 ætlar Volvo að selja 800.000 bíla á ári. BMW mun selja yfir 2 milljónir bíla í ár og hefur þegar selt um 1,9 milljón bíla til enda nóvember. Á sama tíma hefur Audi selt 1,59 milljón bíla og Mercedes Benz 1,49 milljón bíla. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent
Volvo telst á meðal lúxusbílaframleiðenda heimsins en er á meðal þeirra minni, sérstaklega í samaburði við þýsku framleiðendurna BMW, Audi og Mercedes Benz. Því þarf Volvo að finna nýjar leiðir til að keppa á jafnréttisgrundvelli við þá stóru sem hafa mun meira fé milli handanna til þróunar bíla sinna og markaðssetningar þeirra. Eitt af því sem Volvo hyggst brydda uppá í samkeppninni er að selja bíla sína á netinu og losna með því við milliliði sem hækka verð bíla þeirra. Volvo vill meina að margir af kaupendum Volvo bíla séu einmitt tilbúnir til að kaupa bíla gengum netið og þurfi enga aðstoð frá bílaumboðum. Þetta hefur Tesla gert til nokkurs tíma með ágætum árangri þó svo bílasölur í Bandaríkjunum hafi farið í heilmikla herferð gegn Tesla vegna þessa. BMW, Audi og Mercedes Benz hafa að undanförnu sett upp eigin glæsilega sýningarsali í stærstu borgum heimsins þar sem viðskiptavinir geta séð framleiðslu þýsku framleiðendanna í tölvugerðu umhverfi, án þess að bílar þeirra séu í sölunum. Volvo hefur ekki trú á þessari aðferð og telur að netið fullnægi þörfum kaupenda og svari öllum þeirra spurningum og ætlaðri upplifun. Volvo segir að 80% kaupenda séu hvort sem er daglegir kaupendur á vörum á netinu og þar liggi sannarlega framtíðin í sölu á bílum. Volvo ætlar líka að draga verulega úr þátttöku fyrirtækisins á stóru bílasýningunum og ætlar aðeins að taka þátt í 3 þeirra á næsta ári, bílasýningunni í Genf, Detroit og Shanghai eða í Peking. „Við ætlum að fara ótroðnar slóðir í þessu, rétt eins og við framleiðslu bíla okkar“, segir einn forsvarsmanna Volvo. Það stefnir í 465.000 bíla sölu hjá Volvo í ár og árið 2020 ætlar Volvo að selja 800.000 bíla á ári. BMW mun selja yfir 2 milljónir bíla í ár og hefur þegar selt um 1,9 milljón bíla til enda nóvember. Á sama tíma hefur Audi selt 1,59 milljón bíla og Mercedes Benz 1,49 milljón bíla.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent