Keflvíkingar hoppuðu upp um þrjú sæti rétt fyrir jólafrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2014 21:13 Guðmundur Jónsson Vísir/Daníel Keflvíkingar unnu tíu stiga sigur á Haukum, 85-75, í lokaleik fyrri umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld en sigurinn skilar Keflavíkurliðinu í fimmta sæti deildarinnar. Keflvíkingum tókst að halda Alex Francis niðri og tryggðu sér síðan sigurinn með því að vinna síðustu níu mínúturnar 23-9. Haukarnir áttu möguleika á því að taka þriðja sætið af Stjörnunni en tókst ekki að fylgja á eftir frábærum sigri á Tindastól í síðasta leik. Keflvíkingar léku án Bandaríkjamannsins William Thomas Graves VI í þessum leik en hann er farinn til Ísrael. Damon Johnson er líka enn meiddur en Keflavíkurliðið sýndi mikinn styrk með að klára leikinn án þessara frábæru leikmanna. Keflavík var í áttunda sæti fyrir leikinn en hoppaði upp um þrjú sæti. Liðið er með jafnmörg stig og nágrannarnir í Njarðvík en ofar á sigrinum í innbyrðisleik Reykjanesbæjarliðanna. Guðmundur Jónsson skoraði 22 stig og var stigahæstur í Keflavíkurliðinu en hann skoraði 11 af 22 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Hin gamalreyndi Gunnar Einarsson (15 stig) átti sinn besta leik með Keflavík í vetur og Valur Orri Valsson (15 stig) var einnig mjög öflugur. Emil Barja var með 15 stig hjá Haukum og Alex Francis bætti við 14 stigum og 14 fráköstum. Francis nýtti aðeins 4 af 14 skotum sínum og tapaði alls 11 boltum en hann komst lítið áleiðis gegn grimmum Keflvíkingum. Haukar voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 21-20, og náðu mest ellefu stiga forskoti í öðrum leikhlutanum. Haukarnir voru síðan komnir 36-25 yfir þegar sex mínútur voru til hálfleiks en Keflvíkingum tókt að jafna metin í 43-43 fyrir hálfleik eftir frábæran sprett þar sem þeir skoruðu tíu mörk í röð. Valur Orri Valsson kom að öllum þessum tíu stigum, skoraði fimm sjálfur og átti stoðsendingarnar í hinar tvær körfurnar. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og komust bæði í 40-44 og 57-52 en Haukar svöruðu þá með sex stigum í röð og komust aftur yfir. Emil Barja kláraði síðan leikhlutann á því að koma Haukum fjórum stigum yfir, 63-59, með því að setja niður tvö vítaskot. Haukar voru 66-62 yfir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum en Keflvíkingar unnu lokakafla leiksins 23-9 og tryggðu sér flottan sigur.Keflavík-Haukar 85-75 (20-21, 23-22, 16-20, 26-12)Keflavík: Guðmundur Jónsson 22/5 fráköst, Valur Orri Valsson 15/6 fráköst, Gunnar Einarsson 15, Reggie Dupree 13/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/7 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 4/6 fráköst, Andrés Kristleifsson 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2/6 fráköst.Haukar: Emil Barja 15/8 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 14/14 fráköst, Kristinn Marinósson 14/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 8, Kári Jónsson 6/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 6, Haukur Óskarsson 6/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 4, Steinar Aronsson 1, Kristján Leifur Sverrisson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Njarðvík - Tindastóll | Tekst Stólunum að stöðva sigurgöngu Njarðvíkur? Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira
Keflvíkingar unnu tíu stiga sigur á Haukum, 85-75, í lokaleik fyrri umferðar Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld en sigurinn skilar Keflavíkurliðinu í fimmta sæti deildarinnar. Keflvíkingum tókst að halda Alex Francis niðri og tryggðu sér síðan sigurinn með því að vinna síðustu níu mínúturnar 23-9. Haukarnir áttu möguleika á því að taka þriðja sætið af Stjörnunni en tókst ekki að fylgja á eftir frábærum sigri á Tindastól í síðasta leik. Keflvíkingar léku án Bandaríkjamannsins William Thomas Graves VI í þessum leik en hann er farinn til Ísrael. Damon Johnson er líka enn meiddur en Keflavíkurliðið sýndi mikinn styrk með að klára leikinn án þessara frábæru leikmanna. Keflavík var í áttunda sæti fyrir leikinn en hoppaði upp um þrjú sæti. Liðið er með jafnmörg stig og nágrannarnir í Njarðvík en ofar á sigrinum í innbyrðisleik Reykjanesbæjarliðanna. Guðmundur Jónsson skoraði 22 stig og var stigahæstur í Keflavíkurliðinu en hann skoraði 11 af 22 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Hin gamalreyndi Gunnar Einarsson (15 stig) átti sinn besta leik með Keflavík í vetur og Valur Orri Valsson (15 stig) var einnig mjög öflugur. Emil Barja var með 15 stig hjá Haukum og Alex Francis bætti við 14 stigum og 14 fráköstum. Francis nýtti aðeins 4 af 14 skotum sínum og tapaði alls 11 boltum en hann komst lítið áleiðis gegn grimmum Keflvíkingum. Haukar voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhlutann, 21-20, og náðu mest ellefu stiga forskoti í öðrum leikhlutanum. Haukarnir voru síðan komnir 36-25 yfir þegar sex mínútur voru til hálfleiks en Keflvíkingum tókt að jafna metin í 43-43 fyrir hálfleik eftir frábæran sprett þar sem þeir skoruðu tíu mörk í röð. Valur Orri Valsson kom að öllum þessum tíu stigum, skoraði fimm sjálfur og átti stoðsendingarnar í hinar tvær körfurnar. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og komust bæði í 40-44 og 57-52 en Haukar svöruðu þá með sex stigum í röð og komust aftur yfir. Emil Barja kláraði síðan leikhlutann á því að koma Haukum fjórum stigum yfir, 63-59, með því að setja niður tvö vítaskot. Haukar voru 66-62 yfir þegar níu mínútur voru eftir af leiknum en Keflvíkingar unnu lokakafla leiksins 23-9 og tryggðu sér flottan sigur.Keflavík-Haukar 85-75 (20-21, 23-22, 16-20, 26-12)Keflavík: Guðmundur Jónsson 22/5 fráköst, Valur Orri Valsson 15/6 fráköst, Gunnar Einarsson 15, Reggie Dupree 13/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/7 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 4/6 fráköst, Andrés Kristleifsson 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2/6 fráköst.Haukar: Emil Barja 15/8 fráköst/5 stoðsendingar, Alex Francis 14/14 fráköst, Kristinn Marinósson 14/5 fráköst, Hjálmar Stefánsson 8, Kári Jónsson 6/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 6, Haukur Óskarsson 6/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 4, Steinar Aronsson 1, Kristján Leifur Sverrisson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Njarðvík - Tindastóll | Tekst Stólunum að stöðva sigurgöngu Njarðvíkur? Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira