Leggja til að hefndarklám verði refsivert Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2014 16:41 Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er. Vísir/Getty Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á hegningarlögum. Í frumvarpinu er lagt til að hefndarklám verði gert refsivert. Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er. Er dreifingin og/eða birtingin til þess fallin að valda þeim sem er á myndunum eða í myndskeiðunum vanlíðan eða tjóni eða er lítilsvirðandi fyrir hann, eins og það er orðað í greinargerðinni. Nektarmyndum og kynferðislegum myndum og/eða myndskeiðum er gjarnan dreift í þessum tilgangi. Stundum er myndefni af þessum toga jafnvel dreift í hefndarskyni í kjölfar þess að ástarsambandi lýkur en einnig er myndefni dreift sem einstaklingur hefur sent sjálfur og ekki talið að myndi fara neitt áfram. Mikil umræða hefur skapast um dreifingu nektarmynda á netinu upp á síðkastið. Til að mynda vakti mál Tinnu Ingólfsdóttur mikla athygli en nektarmyndum, sem hún hafði sent af sér til tveggja manna sem hún taldi vini sína, var dreift um netið. Pistill hennar, Ert þú ekki þessi stelpa?, fjallaði um reynslu hennar í kjölfar þess að hafa sem ung stúlka sent nektarmyndir af sér sem síðan fóru í dreifingu. Málið tók verulega á Tinnu bæði á líkama og sál og hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér. Lokaði hún sig af félagslega og átti erfitt uppdráttar í grunnskóla. „Ég var kölluð druslan,“ sagði hún í viðtali í Íslandi í dag sem gestir málþingsins horfðu á í dag. Tinna lést þann 21.maí síðastliðinn en móðir hennar heldur baráttunni áfram. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag en til að það verði að lögum þarf það að fara í gegnum 3 umræður auk þess sem það fer til umræðu hjá þingnefnd. Vísir greindi frá því í haust að tölfræði frá síðasta vetri gefi þingmönnum ekki ástæðu til að vera bjartsýnir á að mál þeirra nái fram að ganga; af þeim 172 frumvörpum sem lögðu voru fram voru 91 samþykkt sem lög. Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Þingmenn Bjartrar framtíðar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á hegningarlögum. Í frumvarpinu er lagt til að hefndarklám verði gert refsivert. Hefndarklám er það þegar að myndum eða myndskeiðum er dreift eða þau birt án leyfis þess sem þar er. Er dreifingin og/eða birtingin til þess fallin að valda þeim sem er á myndunum eða í myndskeiðunum vanlíðan eða tjóni eða er lítilsvirðandi fyrir hann, eins og það er orðað í greinargerðinni. Nektarmyndum og kynferðislegum myndum og/eða myndskeiðum er gjarnan dreift í þessum tilgangi. Stundum er myndefni af þessum toga jafnvel dreift í hefndarskyni í kjölfar þess að ástarsambandi lýkur en einnig er myndefni dreift sem einstaklingur hefur sent sjálfur og ekki talið að myndi fara neitt áfram. Mikil umræða hefur skapast um dreifingu nektarmynda á netinu upp á síðkastið. Til að mynda vakti mál Tinnu Ingólfsdóttur mikla athygli en nektarmyndum, sem hún hafði sent af sér til tveggja manna sem hún taldi vini sína, var dreift um netið. Pistill hennar, Ert þú ekki þessi stelpa?, fjallaði um reynslu hennar í kjölfar þess að hafa sem ung stúlka sent nektarmyndir af sér sem síðan fóru í dreifingu. Málið tók verulega á Tinnu bæði á líkama og sál og hafði alvarlegar afleiðingar í för með sér. Lokaði hún sig af félagslega og átti erfitt uppdráttar í grunnskóla. „Ég var kölluð druslan,“ sagði hún í viðtali í Íslandi í dag sem gestir málþingsins horfðu á í dag. Tinna lést þann 21.maí síðastliðinn en móðir hennar heldur baráttunni áfram. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag en til að það verði að lögum þarf það að fara í gegnum 3 umræður auk þess sem það fer til umræðu hjá þingnefnd. Vísir greindi frá því í haust að tölfræði frá síðasta vetri gefi þingmönnum ekki ástæðu til að vera bjartsýnir á að mál þeirra nái fram að ganga; af þeim 172 frumvörpum sem lögðu voru fram voru 91 samþykkt sem lög.
Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira