Hummer Rússlands Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2014 10:02 ZIL hertrukkurinn tekst á við snjóinn. ZIL bílaframleiðandinn rússneski hefur nú framleitt torfærubíl fyrir rússneska herinn og auðveldlega mætti segja að hér sé kominn Hummer þeirra Rússa. Bíllinn ætti að komast leiðar sinnar í ófærð, enda mjög háfættur og á stórum dekkjum. Bíllinn er einstaklega léttur miðað við stærð, eða aðeins 2,5 tonn. Það er svipuð þyngd og á meðalstórum jeppa, en þessi bíll er miklu stærri í sniðum. Það er kannski eins gott að þessi bíll sé léttur þar sem vélin í honum er enginn kraftaköggull. Hún er 183 hestafla og fjögurra strokka Cummins dísilvél. Margt frumstætt einkennir þennan bíl, til dæmis er hann á blaðfjöðrum og með „Drum“ bremsur. Hann tekur 10 farþega og gert er ráð fyrir því að tveir þeirra sem sitja við afturhorn bílsins geti skotið gegnum op úr bílnum á ferð. Innanrými herbílsins. Opna má bílinn á ýmsa vegu. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
ZIL bílaframleiðandinn rússneski hefur nú framleitt torfærubíl fyrir rússneska herinn og auðveldlega mætti segja að hér sé kominn Hummer þeirra Rússa. Bíllinn ætti að komast leiðar sinnar í ófærð, enda mjög háfættur og á stórum dekkjum. Bíllinn er einstaklega léttur miðað við stærð, eða aðeins 2,5 tonn. Það er svipuð þyngd og á meðalstórum jeppa, en þessi bíll er miklu stærri í sniðum. Það er kannski eins gott að þessi bíll sé léttur þar sem vélin í honum er enginn kraftaköggull. Hún er 183 hestafla og fjögurra strokka Cummins dísilvél. Margt frumstætt einkennir þennan bíl, til dæmis er hann á blaðfjöðrum og með „Drum“ bremsur. Hann tekur 10 farþega og gert er ráð fyrir því að tveir þeirra sem sitja við afturhorn bílsins geti skotið gegnum op úr bílnum á ferð. Innanrými herbílsins. Opna má bílinn á ýmsa vegu.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent