Hummer Rússlands Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2014 10:02 ZIL hertrukkurinn tekst á við snjóinn. ZIL bílaframleiðandinn rússneski hefur nú framleitt torfærubíl fyrir rússneska herinn og auðveldlega mætti segja að hér sé kominn Hummer þeirra Rússa. Bíllinn ætti að komast leiðar sinnar í ófærð, enda mjög háfættur og á stórum dekkjum. Bíllinn er einstaklega léttur miðað við stærð, eða aðeins 2,5 tonn. Það er svipuð þyngd og á meðalstórum jeppa, en þessi bíll er miklu stærri í sniðum. Það er kannski eins gott að þessi bíll sé léttur þar sem vélin í honum er enginn kraftaköggull. Hún er 183 hestafla og fjögurra strokka Cummins dísilvél. Margt frumstætt einkennir þennan bíl, til dæmis er hann á blaðfjöðrum og með „Drum“ bremsur. Hann tekur 10 farþega og gert er ráð fyrir því að tveir þeirra sem sitja við afturhorn bílsins geti skotið gegnum op úr bílnum á ferð. Innanrými herbílsins. Opna má bílinn á ýmsa vegu. Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent
ZIL bílaframleiðandinn rússneski hefur nú framleitt torfærubíl fyrir rússneska herinn og auðveldlega mætti segja að hér sé kominn Hummer þeirra Rússa. Bíllinn ætti að komast leiðar sinnar í ófærð, enda mjög háfættur og á stórum dekkjum. Bíllinn er einstaklega léttur miðað við stærð, eða aðeins 2,5 tonn. Það er svipuð þyngd og á meðalstórum jeppa, en þessi bíll er miklu stærri í sniðum. Það er kannski eins gott að þessi bíll sé léttur þar sem vélin í honum er enginn kraftaköggull. Hún er 183 hestafla og fjögurra strokka Cummins dísilvél. Margt frumstætt einkennir þennan bíl, til dæmis er hann á blaðfjöðrum og með „Drum“ bremsur. Hann tekur 10 farþega og gert er ráð fyrir því að tveir þeirra sem sitja við afturhorn bílsins geti skotið gegnum op úr bílnum á ferð. Innanrými herbílsins. Opna má bílinn á ýmsa vegu.
Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent