Juventus varði stigið sem það þurfti á að halda gegn Spánarmeisturum Atlético Madríd í kvöld, en með jafntefli var öruggt að bæði liðin kæmust áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Bæði lið fengu aragrúa hálffæra en inn vildi boltinn ekki og voru Juventus-menn ekkert ákafir í að sækja sigurinn og vinna riðilinn.
Leikurinn fjaraði rólega út í markalaust jafntefli sem tryggði báðum liðum farseðilinn í 16 liða úrslitin sem fyrr segir. Atlético vinnur riðilinn en Juventus hafnar í öðru sæti. Olympiacos fer í Evrópudeildina.
Markalaust í Tórínó | Atlético vann riðilinn
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti



Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn



Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
