Krkic: Of mikið lagt á sautján ára strák Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2014 16:00 Vísir/Getty Spánverjinn Bojan Krkic er í athyglisverðu viðtali hjá enska blaðinu The Guardian í dag en þessi 24 ára framherji á athyglisverðan feril að baki. Hann er í dag á mála hjá úrvalsdeildarliðinu Stoke. Krkic ólst upp hjá stórliði Barcelona og var aðeins sautján ára þegar hann fékk sín fyrstu tækifæri með aðalliði félagsins. Það var árið 2007, um það leyti sem Eiður Smári Guðjohnsen lék með liðinu. Krkic hóf feril sinn í La Masia, knattspyrnuskóla Barcelona, aðeins átta ára gamall og afrekaði að skora alls 895 mörk með yngri liðum félagsins. Hann komst í U-21 lið Spánar aðeins sextán ára gamall og var búinn að spila 50 leiki með aðalliði félagsins fyrir átján ára aldurinn. Hann bætti fjölda meta hjá félaginu. Krkic varð yngsti markaskorari Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni frá upphafi er hann skoraði gegn Villarreal í október 2007, þá nýorðinn sautján ára. Skömmu síðar varð hann fyrsti markaskorari Meistaradeildar Evrópu sem var fæddur 1990 eða síðar. Hann var lofaður í hástert af Frank Rijkaard, þjálfara liðsins, og var yndi spænskra fjölmiðla. En eftir að Pep Guardiola tók við sem knattspyrnustjóri fór tækifærunum að fækka og hann var seldur til Roma árið 2011. Hann lék einnig sem lánsamaður með AC Milan og Ajax eftir það en fór svo til Stoke í sumar. „Þegar maður er sautján ára gamall þá veit maður ekki hvað pressa er. Ég var að spila í besta liði heims á stærstu leikvöngum heims með frægum leikmönnum. En þegar ég lít til baka nú geri ég mér grein fyrir því að það er erfitt fyrir sautján ára einstakling að takast á við slíkar aðstæður,“ sagði Krkic. „Allir mínir vinir voru í skóla og það var mjög erfitt að fara út með þeim. Líf mitt breyttist á einni nóttu og fólk hópaðist að mér úti á götu.“ Hann segir enn fremur að líf knattspyrnumanns sé auðveldara á Englandi en á Spáni. „Thierry Henry fann fyrir miklum mun þegar hann kom til Barcelona og sagði að þetta væri mun auðveldara á Englandi. Þar kæmu stuðningsmenn aldrei á æfingar og blaðamenn kæmu einu sinni í viku. Á Spáni eru fimm þúsund manns á hverri æfingu, sem og fjölmiðlafólk.“ „Fólk á Spáni ber ekki virðingu fyrir leikmönnum og það sama á við um Ítalíu. En þetta er allt annar heimur á Englandi. Fólkið dáir leikmennina en ber líka virðingu fyrir því.“ Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Spánverjinn Bojan Krkic er í athyglisverðu viðtali hjá enska blaðinu The Guardian í dag en þessi 24 ára framherji á athyglisverðan feril að baki. Hann er í dag á mála hjá úrvalsdeildarliðinu Stoke. Krkic ólst upp hjá stórliði Barcelona og var aðeins sautján ára þegar hann fékk sín fyrstu tækifæri með aðalliði félagsins. Það var árið 2007, um það leyti sem Eiður Smári Guðjohnsen lék með liðinu. Krkic hóf feril sinn í La Masia, knattspyrnuskóla Barcelona, aðeins átta ára gamall og afrekaði að skora alls 895 mörk með yngri liðum félagsins. Hann komst í U-21 lið Spánar aðeins sextán ára gamall og var búinn að spila 50 leiki með aðalliði félagsins fyrir átján ára aldurinn. Hann bætti fjölda meta hjá félaginu. Krkic varð yngsti markaskorari Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni frá upphafi er hann skoraði gegn Villarreal í október 2007, þá nýorðinn sautján ára. Skömmu síðar varð hann fyrsti markaskorari Meistaradeildar Evrópu sem var fæddur 1990 eða síðar. Hann var lofaður í hástert af Frank Rijkaard, þjálfara liðsins, og var yndi spænskra fjölmiðla. En eftir að Pep Guardiola tók við sem knattspyrnustjóri fór tækifærunum að fækka og hann var seldur til Roma árið 2011. Hann lék einnig sem lánsamaður með AC Milan og Ajax eftir það en fór svo til Stoke í sumar. „Þegar maður er sautján ára gamall þá veit maður ekki hvað pressa er. Ég var að spila í besta liði heims á stærstu leikvöngum heims með frægum leikmönnum. En þegar ég lít til baka nú geri ég mér grein fyrir því að það er erfitt fyrir sautján ára einstakling að takast á við slíkar aðstæður,“ sagði Krkic. „Allir mínir vinir voru í skóla og það var mjög erfitt að fara út með þeim. Líf mitt breyttist á einni nóttu og fólk hópaðist að mér úti á götu.“ Hann segir enn fremur að líf knattspyrnumanns sé auðveldara á Englandi en á Spáni. „Thierry Henry fann fyrir miklum mun þegar hann kom til Barcelona og sagði að þetta væri mun auðveldara á Englandi. Þar kæmu stuðningsmenn aldrei á æfingar og blaðamenn kæmu einu sinni í viku. Á Spáni eru fimm þúsund manns á hverri æfingu, sem og fjölmiðlafólk.“ „Fólk á Spáni ber ekki virðingu fyrir leikmönnum og það sama á við um Ítalíu. En þetta er allt annar heimur á Englandi. Fólkið dáir leikmennina en ber líka virðingu fyrir því.“
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira